Innlent

Býst við fleiri smituðum á landamærum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur dagsins yfir nýsmitaða af kórónuveirunni ánægjulegar. Staðan á faraldrinum í útlöndum sé hins vegar áhyggjuefni, sem muni skila sér í fleiri smituðum á landamærum.

Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær en tekin voru á sjöunda hundrað sýni innanlands, að sögn Þórólfs.

„Tölurnar eru ánægjulegar. Allir fjórir í sóttkví og það er bara ánægjulegt,“ segir Þórólfur.

„En það er áfram að greinast á landamærunum og það er kannski áhyggjuefni að við förum að missa eitthvað inn í gegnum landamærin en við höfum náð að stöðva nánast allar sýkingar á landamærum. Þær hafa ekki náð útbreiðslu og vonum svo sannarlega að það haldi áfram.“

Útgöngubann tekur gildi á Englandi í dag, þar sem nýtt afbrigði veirunnar hefur valdið mikilli uppsveiflu í faraldrinum. Þá er staðan einnig slæm víða á Norðurlöndum, þar sem harðar sóttvarnaaðgerðir hafa verið innleiddar síðustu daga og vikur. Þórólfur bendir á að staða faraldursins í útlöndum sé víða slæm.

„Og við munum sjá það í aukningu á smitum á landamærunum,“ segir Þórólfur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.