Enski boltinn

Vill að United kaupi Grealish og er alveg sama þótt Pogba fari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rio Ferdinand væri til í að skipta á Jack Grealish og Paul Pogba.
Rio Ferdinand væri til í að skipta á Jack Grealish og Paul Pogba. getty/Lindsey Parnaby

Rio Ferdinand segir að Manchester United eigi að gera allt til að fá Jack Grealish frá Aston Villa. Þá er honum alveg sama þótt Paul Pogba yfirgefi United.

Grealish hefur leikið sérlega vel með Villa undanfarin ár og unnið sér sæti í enska landsliðinu. Ferdinand vill að sitt gamla félag, United, kaupi Grealish.

„Mér er alveg sama þótt Pogba fari eða ekki. Grealish er minn maður,“ sagði Ferdinand sem lék með United á árunum 2002-14.

„Ég hef þekkt hann síðan hann var unglingur. Hann kom á veitingastaðinn minn með pabba sínum og fékk miða á leiki.“

Grealish hefur ekki komist í fréttirnar fyrir góða spilamennsku heldur einnig fyrir alls konar atvik utan vallar, meðal annars að brjóta sóttvarnarreglur. Þrátt fyrir það hefur Ferdinand ekki áhyggjur af Grealish.

„Hann er frábær strákur með frábæra fjölskyldu. Hann elskar fótbolta. Það sem ungir krakkar sjá ekki með Grealish er allt það sem hann leggur á sig og hvernig hann æfir. Hann horfði í spegil og spurði sig hvað hann gæti gert betur,“ sagði Ferdinand.

„Ef ég væri stjóri toppliðs á Englandi myndi ég ekki leyfa hon“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×