Enski boltinn

Rod­gers lík­legastur til að taka við Chelsea fái Lampard sparkið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rodgers og Marcelo Bielsa taka í spaðann á hvor öðrum.
Rodgers og Marcelo Bielsa taka í spaðann á hvor öðrum. Peter Powell/Getty Images

Veðbankar á Englandi telja Brendan Rodgers, stjóra Leicester, líklegastan til þess að taka við Chelsea fái núverandi stjóri liðsins, Frank Lampard, reisupassann á næstunni.

Chelsea tapaði í gær fjórða leiknum í síðustu sex er þeir töpuðu fyrir Manchester City, 3-1, á heimavelli. Manchester liðið keyrði yfir Chelsea í fyrri hálfleik og var 3-0 yfir í hálfleik en Chelsea klóraði í bakkann í síðari hálfleik.

Frank Lampard eyddi 253 milljónum punda í sumar en það hefur þó bara skilað Chelsea í áttunda sæti deildarinnar eftir sautján leiki; sjö stigum frá toppliðum Liverpool og Man. United og þremur stigum frá fjórum efstu sætunum.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er ekki þekktur fyrir mikla þolinmæði og hann gæti sparkað Lampard á næstunni. Efstur veðbankanna er Rodgers en ekki langt á eftir honum eru þeir Thomas Tuchel, fyrrum stjóri PSG, og Julian Nugelsman, núverandi stjóri Leipzig.

Á listanum eru einnig Rafa Benitez sem hefur áður stýrt Chelsea og John Terry, goðsögn hjá Chelsea og núverandi aðstoðarþjálfari Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×