Erlent

Sæta ströngu útgöngubanni út janúar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Nicola Sturgeon kveðst ekki hafa haft jafn miklar áhyggjur af stöðu mála vegna faraldursins síðan í mars á síðasta ári.
Nicola Sturgeon kveðst ekki hafa haft jafn miklar áhyggjur af stöðu mála vegna faraldursins síðan í mars á síðasta ári. Getty/Jeff J Mitchell

Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands tilkynnti rétt í þessu að á miðnætti tæki gildi útgöngubann í landinu öllu út janúarmánuð. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Skotum verður frá og með miðnætti í kvöld bannað að fara út fyrir hússins dyr nema í algjörum undantekningartilfellum. Sturgeon útskýrði að þessar íþyngjandi sóttvarnaráðstafanir væru nauðsynlegar og líktust þeim sem gripið var til í mars á síðasta ári þegar útbreiðsla kórónuveirufaraldursins var gífurleg í Skotlandi. 

„Ég ýki ekki þegar ég segi að ég hef ekki haft jafn miklar áhyggjur af ástandinu síðan í mars á síðasta ári,“ sagði Sturgeon.

Sturgeon sagði að ef stjórnvöld myndu láta hjá líða að grípa til hertari aðgerða myndi fjöldi COVID-19 sjúklinga bera heilbrigðiskerfi landsins ofurliði innan þriggja til fjögurra vikna.

Hið svokallaða breska afbrigði, sem talið er vera meira smitandi en önnur, er komið í útbreiðslu í Skotlandi. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir því að grípa þurfti til hertari aðgerða. 

„Það er algjörlega nauðsynlegt að takmarka samneyti fólks til að draga úr útbreiðslu veirunnar til að ná aftur tökum á aðstæðum á meðan verið er að bólusetja almenning".Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.