Erlent

Breska afbrigðið komið til Grikklands

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Frá Aþenu, höfuðborg Grikklands. Nikolas Kokovlis/NurPhoto via Getty

Fjórir einstaklingar hafa greinst með hið svokallaða „breska afbrigði“ kórónuveirunnar í Grikklandi. Um er að ræða afbrigði sem talið er meira smitandi en flest önnur afbrigði veirunnar, og var uppgötvað í Bretlandi.

Frá þessu er greint á vef Reuters. Þar er haft eftir ónafngreindum embættismanni innan heilbrigðisráðuneytis Grikklands að hinir fjórir smituðu hafi allir ferðast til Grikklands frá Bretlandi á síðustu dögum. Þeir séu allir í sóttkví.

Um er að ræða fyrstu tilfelli afbrigðisins sem greinst hafa í Grikklandi. Grikkir hertu í dag samfélagslegar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Hárgreiðslustofum og bókabúðum, sem fengu leyfi til að opna í aðdraganda jóla, hefur nú verið gert að loka aftur.

Grikkir hófu að bólusetja við Covid-19 í síðustu viku. Þar í landi hafa rúmlega 140.000 manns greinst með kórónuveiruna og 4.957 látist af völdum hennar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.