Erlent

Fimmta líkið fannst í nótt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fimm hafa nú fundist látnir í rústunum.
Fimm hafa nú fundist látnir í rústunum. AP/Tor Erik Schroeder/NTB

Alls hafa fimm lík fundist í rústunum eftir leirskriðuna í bænum Ask í Noregi. Fimmta líkið fannst seint í nótt.

Fimm er enn saknað en leitaraðgerðir stóðu yfir í alla nótt í rústunum sem skriðan skildi eftir sig.

Búist er við að leitaraðgerðir haldi áfram í dag á stærra svæði en áður og segir lögregla að enn sé haldið í vonina um að einhver finnist á lífi, þó hún dvíni með hverjum degi sem líður.

Björgunaraðilar hafa notið liðsinnis norska hersins við leitina.

Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning munu heimsækja Ask í dag og ræða við fólk sem missti allt sitt í hamförunum.


Tengdar fréttir

Fjórða manneskjan fannst látin í Ask

Björgunarfólk í norska bænum Ask hefur nú fundið fjórðu manneskjuna látna á hamfarasvæðinu sem gríðarstórar skriður ollu á aðfaranótt miðvikudags. Um er að ræða þriðju manneskjuna sem finnst látin í dag, en auk þeirra fannst karlmaður á fertugsaldri látinn í rústunum í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.