„Jamal Musaila er besti enski leikmaðurinn sem þú hefur aldrei heyrt um“ Anton Ingi Leifsson skrifar 3. janúar 2021 10:01 Jamal Musiala í leik með Bayern gegn Leverkusen skömmu fyrir jól. Alex Gottschalk/Getty Það eru væntanlega fáir sem þekkja til Englendingsins Jamal Musiala en þessi sautján ára leikmaður er á mál hjá Bayern Munchen þar sem hann er búinn að brjótast inn í aðallið félagsins. Rob Draper, á Daily Mail, skrifaði grein um Jamal á Mail Online í gærkvöldi en þar segir hann að Jamal sé „besti leikmaður sem þú hefur ekki heyrt um og að hann gæti orðið næsta stjarna Englands, ef Þýskaland nær honum ekki fyrst.“ Ungir enskir leikmenn hafa gert það gott í Þýskalandi að undanförnu. Jadon Sancho fór til Dortmund og Jude Bellingham fetaði í hans fótspor en Musaila skrifaði sig í sögubækurnar hjá bayern í júní á síðasta mánuði er hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til þess að spila í úrvalsdeildinni. Bayern's Jamal Musiala is the best English player you've never heard of | @Draper_Rob https://t.co/HvL2lZNDIP— MailOnline Sport (@MailSport) January 2, 2021 Þá var hann sautján ára og 205 daga er hann kom inn á gegn Freiburg en hann skoraði svo sitt fyrsta mark í september síðastliðnum gegn Schalke. Hann spilaði svo fyrsta leikinn sinn í Meistaradeildinni í desember svo hann er búinn að fá þó nokkra reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Þessi sóknarþenkjandi leikmaður ólst upp í Þýskalandi en hann á nígerískan föður og þýska móður. Hann flutti þó til Englands sjö ára gamall, til Southampton, þar sem hann var í stuttan tíma áður en hann snéri aftur til Þýskalands. Aftur var þó förinni heitið til Englands en nú til London þar sem Chelsea varð áfangastaðurinn. Hann kom til Englands árið 2011 á nýjan leik og var þar í átta ár áður en hann gekk í raðir Bayern Munchen á nýjan leik árið 2019. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum en talið er að Manchester United og Liverpool fylgist vel með gangi mála hjá honum. Þó eru Bæjarar taldir vilja framlengja samning sinn. Musiala getur valið þrjár þjóðir til að spila fyrir; Nígeríu, England og Þýskaland en talið er að England sé í bílstjórasætinu. Hann spilaði fyrir U21-ára lið þeirra í nóvember er hann skoraði meðal annars í 5-0 sigrinum á Albönum. Bæði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, og Joachim Löw, þjálfari Þýskalands, hafa sett sig í samband við leikmanninn. Thank you for your support during 2020. Happy and healthy New Year to everyone. I am really looking forward to 2021 pic.twitter.com/xz9ppFDrQg— Jamal Musiala (@JamalMusiala) December 31, 2020 Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Rob Draper, á Daily Mail, skrifaði grein um Jamal á Mail Online í gærkvöldi en þar segir hann að Jamal sé „besti leikmaður sem þú hefur ekki heyrt um og að hann gæti orðið næsta stjarna Englands, ef Þýskaland nær honum ekki fyrst.“ Ungir enskir leikmenn hafa gert það gott í Þýskalandi að undanförnu. Jadon Sancho fór til Dortmund og Jude Bellingham fetaði í hans fótspor en Musaila skrifaði sig í sögubækurnar hjá bayern í júní á síðasta mánuði er hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til þess að spila í úrvalsdeildinni. Bayern's Jamal Musiala is the best English player you've never heard of | @Draper_Rob https://t.co/HvL2lZNDIP— MailOnline Sport (@MailSport) January 2, 2021 Þá var hann sautján ára og 205 daga er hann kom inn á gegn Freiburg en hann skoraði svo sitt fyrsta mark í september síðastliðnum gegn Schalke. Hann spilaði svo fyrsta leikinn sinn í Meistaradeildinni í desember svo hann er búinn að fá þó nokkra reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Þessi sóknarþenkjandi leikmaður ólst upp í Þýskalandi en hann á nígerískan föður og þýska móður. Hann flutti þó til Englands sjö ára gamall, til Southampton, þar sem hann var í stuttan tíma áður en hann snéri aftur til Þýskalands. Aftur var þó förinni heitið til Englands en nú til London þar sem Chelsea varð áfangastaðurinn. Hann kom til Englands árið 2011 á nýjan leik og var þar í átta ár áður en hann gekk í raðir Bayern Munchen á nýjan leik árið 2019. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum en talið er að Manchester United og Liverpool fylgist vel með gangi mála hjá honum. Þó eru Bæjarar taldir vilja framlengja samning sinn. Musiala getur valið þrjár þjóðir til að spila fyrir; Nígeríu, England og Þýskaland en talið er að England sé í bílstjórasætinu. Hann spilaði fyrir U21-ára lið þeirra í nóvember er hann skoraði meðal annars í 5-0 sigrinum á Albönum. Bæði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, og Joachim Löw, þjálfari Þýskalands, hafa sett sig í samband við leikmanninn. Thank you for your support during 2020. Happy and healthy New Year to everyone. I am really looking forward to 2021 pic.twitter.com/xz9ppFDrQg— Jamal Musiala (@JamalMusiala) December 31, 2020
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira