Erlent

Sænskur rappari hand­tekinn vegna mann­ráns

Atli Ísleifsson skrifar
Yasin hefur á tímabili verið einn mest spilaði sænski tónlistarmaðurinn á Spotify.
Yasin hefur á tímabili verið einn mest spilaði sænski tónlistarmaðurinn á Spotify. Skjáskot

Lögregla í Svíþjóð handtók á gamlársdag sænska rapparann Yasin Abdullahi Mahamoud, betur þekktur sem Yasin, vegna gruns um að tengjast ráni á öðrum tónlistarmanni í Svíþjóð.

Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag, en samkvæmt upplýsingum frá saksóknara neitar Yasin sök í málinu.

Fréttir bárust í apríl á síðasta ári af myndum sem höfðu farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem sjá mátti annan tónlistarmann þar sem honum hafði verið rænt og verið beittur ofbeldi. Fórnarlambið á ekki að hafa viljað aðstoða lögreglu við rannsókn málsins.

Expressen segir nú frá því að manninum hafi verið rænt af fimmtán grímuklæddum mönnum með tengsl við þekkt glæpasamtök.

Yasin hafi svo verið handtekinn á gamlársdag vegna gruns um að hafa ráðið fólk til að standa fyrir mannráninu.

Hinn 22 ára Yasin var árið 2018 dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi fyrir nokkur brot, þar með talið ólöglega vopnaeign.

Hann hefur á tímabilum verið einn mest spilaði sænski tónlistarmaðurinn á Spotify og átti þannig lag í efsta sæti sænska vinsældalistans í lok síðasta árs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.