Innlent

„Bara smá tilfinning og búið“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Stefán Þorleifsson, 104 ára, hélt eigið heimili þar til fyrir nokkrum vikum, þegar hann flutti á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Neskaupstað. Þar unir hann sér vel.
Stefán Þorleifsson, 104 ára, hélt eigið heimili þar til fyrir nokkrum vikum, þegar hann flutti á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Neskaupstað. Þar unir hann sér vel. Guðrún Smáradóttir

Stefán Þorleifsson, 104 ára og elsti núlifandi karlmaður á Íslandi, var bólusettur fyrir kórónuveirunni í Neskaupstað fyrr í vikunni. Hann segir sprautuna ekki hafa verið neitt mál og hefur ekki fundið fyrir eftirköstum.

„Ég fann ekkert fyrir þessu. Sumir eru hræddir við að láta sprauta sig en þetta er bara smá tilfinning og búið. En sumir geta orðið veikir en ég varð ekkert var við neina breytingu,“ segir Stefán, sem nýfluttur er á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Neskaupstað og unir þar hag sínum vel.

Þá er þetta ekki fyrsti heimsfaraldurinn sem Stefán upplifir en hann er fæddur árið 1916. Spænska veikin barst fyrst til landsins haustið 1918 og Stefán minnist þess að veikin hafi borist austur á heimahagana.

„Það var algjör faraldveiki. Ég man ekki hvað dóu margir Íslendingar úr spænsku veikinni en það voru mjög margir, geysilegt mannfall. Sérstaklega í Reykjavík. Það var eini þéttbýlisstaðurinn þá á Íslandi. Það urðu einhverjir veikir heima á Norðfirði líka en ég man ekki hvort það var þá sem ég var nokkuð lengi veikur.“

Elstu Íslendingarnir hafa margir verið bólusettir fyrir kórónuveirunni síðustu daga. Sú elsta, Dóra Ólafsdóttir fædd 1912, var bólusett á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík og sú næstelsta, Nanna Franklínsdóttir, 104 ára, var bólusett á Siglufirði.


Tengdar fréttir

Ljós við enda ganganna eftir tíu mánaða baráttu

Síðasti dagur ársins 2020 í dag. „Sem betur fer,“ segja eflaust margir enda verður því seint lýst sem venjulegu ári. Samkomubann hefur verið í gildi síðustu níu mánuði eða svo og daglegt líf okkar allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir þar sem haustið reyndist afar erfitt.

Boltinn hjá Pfizer segir Þórólfur

Þórólfur Guðnason bindur vonir við að fá svar sem fyrst frá Pfizer hvort hægt verði að koma á fót rannsóknarsamstarfi sem miði að því bólusetja stóran hluta þjóðarinnar gegn Covid-19. Boltinn er nú hjá Pfizer.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.