Hver stórstjarnan á fætur annarri samningslaus í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. janúar 2021 09:01 Lionel Messi í þungum þönkum yfir hvar hann eigi að spila á næstu leiktíð. David S. Bustamante/Getty Images Það má reikna með nóg af slúðri og sögusögnum er félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar og knattspyrnumenn sem renna út á samning sumarið 2021 mega hefja viðræður við önnur lið. Fjöldi stórstjarna úr mörgum af stærstu liðum Evrópu eru að renna út á samning og verður forvitnilegt að sjá hvað gerist. Nú þegar kórónufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á tekjumöguleika knattspyrnuliða Evrópu er ljóst að það verður hart slegist um þá bita sem hægt er að fá á frjálsri sölu. At the time of writing, these players will be agents at the end of the season How would this XI fare in a league season? pic.twitter.com/QsfqnkoHfP— WhoScored.com (@WhoScored) December 30, 2020 Lionel Messi eru augljóslega stærsta nafnið sem rennur út á samning í sumar en Argentínumaðurinn hefur verið orðaður við Manchester City, Paris Saint-Germain og svo óvænt Bandaríkin en hann segir sjálfur að hann hafi alltaf viljað spila þar. Hinn 32 ára gamli Sergio Agüero, samlandi Messi og framherji Manchester City, er einnig samningslaus næsta sumar en þó hann verði 33 ára þann 2. júní eru fáir framherjar betri í vítateig andstæðinganna en Agüero. Önnur stórstjarna sem verður samningslaus í sumar er svo Sergio Ramos, fyrirliði Spánarmeistara Real Madrid. Ramos verður orðinn 35 ára gamall er samningur hans við Real rennur út en miðað við það að varnarleikur spænsku meistaranna er hvorki fugl né fiskur án hans þá ætti að vera mikil eftirspurn eftir kröftum Ramos næsta sumar. Gini Wijnaldum – miðjumaður Englandsmeistara Liverpool og hollenska landsliðsins – er samningslaus næsta sumar og eru þrálátir orðrómar um að þessi þrítugi leikmaður sé á leið til Barcelona. Vitað er af áhuga Ronald Koeman, þjálfara Börsunga, og Wijnaldum hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Liverpool. Memphis Depay, samlandi þeirra Wijnaldum og Koeman, er einnig á óskalista Barcelona en samningur hans við franska félagið Lyon rennur út í sumar. Memphis hefur verið frábær með Lyon á tímabilinu eftir að misst af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla á hné. Hann hefur skorað átta mörk og lagt upp fjögur í 17 deildarleikjum á tímabilinu. Memphis verður 27 ára næsta sumar og því á besta aldri. Georginio Wijnaldum og Memphis Depay fagna marki með hollenska landsliðinu í nóvember á þessu ári. Hver veit nema að eftir ár verði þeir að fagna mörkum saman í Barcelona.EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma verður samningslaus næsta sumar en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann varið mark AC Milan um árabil. Donnarumma segist vilja skrifa undir nýjan samning við topplið Serie A en Mino Raiola er umboðsmaður hans og aldrei að vita hverju sá tekur upp á. Ef Donnarumma verður óvænt á markaðnum má reikna með að fjöldi liða hafi áhuga á þessum 22 ára gamla markverði sem hefur nú þegar leikið 191 leik fyrir AC Milan og 22 fyrir ítalska A-landsliðið. Síðast en ekki síst þá rennur David Alaba út á samning næsta sumar. Hinn 28 ára gamli Austurríkismaður hefur verið orðaður við Real Madrid en svo virðist sem Evrópumeistarar Bayern München geti ekki borgað hinum fjölhæfa Alaba þá upphæð sem hann vill. Alaba er einn af best spilandi varnarmönnum heimsins og getur leikið í stöðu vinstri bakvarðar, miðvarðar eða miðjumanns. Athyglisverðir leikmenn sem verða samningslausir 2021 Elseid Hysaj, varnarmaður – Napoli (27 ára er samningurinn rennur út) Jérôme Boateng, varnarmaður – Bayern München (32 ára) Eric Garcia, varnarmaður – Manchester City (20 ára) Jonny Evans, varnarmaður – Leicester City (33 ára) Shokdran Mustafi, varnarmaður – Arsenal (29 ára) Henrikh Mkhitaryan, sóknartengiliður – Roma (32 ára) Hakan Çalhanoğlu, sóknartengiliður – AC Milan (27 ára) Mesut Özil, sóknartengiliður – Arsenal (32 ára) Julian Draxler, sóknartengiliður - Paris Saint-Germain (27 ára) Jesse Lingard, sóknartengiliður – Mancester United (28 ára) Angel Di Maria, vængmaður – Paris Saint-Germain (33 ára) Florian Thauvin, vængmaður – Marseille (28 ára) Arkadiusz Milik, sóknarmaður – Napoli (27 ára) Oliver Giroud, sóknarmaður – Chelsea (34 ára) Fótbolti Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Sjá meira
Fjöldi stórstjarna úr mörgum af stærstu liðum Evrópu eru að renna út á samning og verður forvitnilegt að sjá hvað gerist. Nú þegar kórónufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á tekjumöguleika knattspyrnuliða Evrópu er ljóst að það verður hart slegist um þá bita sem hægt er að fá á frjálsri sölu. At the time of writing, these players will be agents at the end of the season How would this XI fare in a league season? pic.twitter.com/QsfqnkoHfP— WhoScored.com (@WhoScored) December 30, 2020 Lionel Messi eru augljóslega stærsta nafnið sem rennur út á samning í sumar en Argentínumaðurinn hefur verið orðaður við Manchester City, Paris Saint-Germain og svo óvænt Bandaríkin en hann segir sjálfur að hann hafi alltaf viljað spila þar. Hinn 32 ára gamli Sergio Agüero, samlandi Messi og framherji Manchester City, er einnig samningslaus næsta sumar en þó hann verði 33 ára þann 2. júní eru fáir framherjar betri í vítateig andstæðinganna en Agüero. Önnur stórstjarna sem verður samningslaus í sumar er svo Sergio Ramos, fyrirliði Spánarmeistara Real Madrid. Ramos verður orðinn 35 ára gamall er samningur hans við Real rennur út en miðað við það að varnarleikur spænsku meistaranna er hvorki fugl né fiskur án hans þá ætti að vera mikil eftirspurn eftir kröftum Ramos næsta sumar. Gini Wijnaldum – miðjumaður Englandsmeistara Liverpool og hollenska landsliðsins – er samningslaus næsta sumar og eru þrálátir orðrómar um að þessi þrítugi leikmaður sé á leið til Barcelona. Vitað er af áhuga Ronald Koeman, þjálfara Börsunga, og Wijnaldum hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Liverpool. Memphis Depay, samlandi þeirra Wijnaldum og Koeman, er einnig á óskalista Barcelona en samningur hans við franska félagið Lyon rennur út í sumar. Memphis hefur verið frábær með Lyon á tímabilinu eftir að misst af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla á hné. Hann hefur skorað átta mörk og lagt upp fjögur í 17 deildarleikjum á tímabilinu. Memphis verður 27 ára næsta sumar og því á besta aldri. Georginio Wijnaldum og Memphis Depay fagna marki með hollenska landsliðinu í nóvember á þessu ári. Hver veit nema að eftir ár verði þeir að fagna mörkum saman í Barcelona.EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma verður samningslaus næsta sumar en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann varið mark AC Milan um árabil. Donnarumma segist vilja skrifa undir nýjan samning við topplið Serie A en Mino Raiola er umboðsmaður hans og aldrei að vita hverju sá tekur upp á. Ef Donnarumma verður óvænt á markaðnum má reikna með að fjöldi liða hafi áhuga á þessum 22 ára gamla markverði sem hefur nú þegar leikið 191 leik fyrir AC Milan og 22 fyrir ítalska A-landsliðið. Síðast en ekki síst þá rennur David Alaba út á samning næsta sumar. Hinn 28 ára gamli Austurríkismaður hefur verið orðaður við Real Madrid en svo virðist sem Evrópumeistarar Bayern München geti ekki borgað hinum fjölhæfa Alaba þá upphæð sem hann vill. Alaba er einn af best spilandi varnarmönnum heimsins og getur leikið í stöðu vinstri bakvarðar, miðvarðar eða miðjumanns. Athyglisverðir leikmenn sem verða samningslausir 2021 Elseid Hysaj, varnarmaður – Napoli (27 ára er samningurinn rennur út) Jérôme Boateng, varnarmaður – Bayern München (32 ára) Eric Garcia, varnarmaður – Manchester City (20 ára) Jonny Evans, varnarmaður – Leicester City (33 ára) Shokdran Mustafi, varnarmaður – Arsenal (29 ára) Henrikh Mkhitaryan, sóknartengiliður – Roma (32 ára) Hakan Çalhanoğlu, sóknartengiliður – AC Milan (27 ára) Mesut Özil, sóknartengiliður – Arsenal (32 ára) Julian Draxler, sóknartengiliður - Paris Saint-Germain (27 ára) Jesse Lingard, sóknartengiliður – Mancester United (28 ára) Angel Di Maria, vængmaður – Paris Saint-Germain (33 ára) Florian Thauvin, vængmaður – Marseille (28 ára) Arkadiusz Milik, sóknarmaður – Napoli (27 ára) Oliver Giroud, sóknarmaður – Chelsea (34 ára)
Elseid Hysaj, varnarmaður – Napoli (27 ára er samningurinn rennur út) Jérôme Boateng, varnarmaður – Bayern München (32 ára) Eric Garcia, varnarmaður – Manchester City (20 ára) Jonny Evans, varnarmaður – Leicester City (33 ára) Shokdran Mustafi, varnarmaður – Arsenal (29 ára) Henrikh Mkhitaryan, sóknartengiliður – Roma (32 ára) Hakan Çalhanoğlu, sóknartengiliður – AC Milan (27 ára) Mesut Özil, sóknartengiliður – Arsenal (32 ára) Julian Draxler, sóknartengiliður - Paris Saint-Germain (27 ára) Jesse Lingard, sóknartengiliður – Mancester United (28 ára) Angel Di Maria, vængmaður – Paris Saint-Germain (33 ára) Florian Thauvin, vængmaður – Marseille (28 ára) Arkadiusz Milik, sóknarmaður – Napoli (27 ára) Oliver Giroud, sóknarmaður – Chelsea (34 ára)
Fótbolti Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Sjá meira