Alaba gæti leyst Ramos af hólmi hjá Real Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2020 20:00 David Alaba gæti verið að leika sitt síðasta tímabil í Þýskalandi. EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Samkvæmt heimildum The Athletic er Real Madrid næsti áfangastaður David Alaba. Gæti farið svo að hinn fjölhæfi Austurríkismaður myndi leysa fyrirliðann og goðsögnina Sergio Ramos af hólmi. Bæði David Alaba og Sergio Ramos renna út á samning næsta sumar. Alaba hefur farið mikinn með Evrópumeisturum Bayern undanfarin misseri og er talinn einkar fjölhæfur leikmaður. Hann hefur aðallega leikið sem bakvörður eða miðjumaður en vegna meiðsla í liði Bæjara – og uppgangs Alphonso Davies – hefur Alaba undanfarið leikið í stöðu miðvarðar. Hvort það sé staðan sem Real myndi helst vilja nota hann í er óljóst en hinn 25 ára gamli Ferland Mendy hefur tekið yfir stöðu vinstri bakvarðar hjá Spánarmeisturunum eftir að frammistöðum Marcelo fór að hraka. Hinn 34 ára gamli Ramos er fyrirliði Real en ku vera að skoða sig um þessa dagana. Hann hefur gert slíkt áður en alltaf endað á að skrifa undir hjá Real. Ef hann ákveður að fara gæti Zinedine Zidane - þjálfari Spánarmeistaranna - ákveðið að nota Alaba í miðverðinum en ef til vill er hinn 28 ára gamli Austurríkismaður hugsaður sem arftaki Luka Modrić á miðri miðju liðsins. Flest stórlið Evrópu hafa áhuga á Alaba og þá sérstaklega þar sem hann getur farið frítt næsta sumar. Talið er nær öruggt að hann fari ekki í félagaskiptaglugganum nú í janúar svo hann mun fara á frjálsri sölu næsta sumar. Talið er að Real sé næsti áfangastaður leikmannsins þar sem liðið getur bæði barist um alla þá titla sem eru í boði ásamt því að geta boðið honum 200 þúsund pund í vikulaun eða tæplega 35 milljónir íslenskra króna. Alaba hefur á ferli sínum hjá Bayern unnið þýsku úrvalsdeildina alls níu sinnum, þýska bikarinn sex sinnum, Meistaradeild Evrópu tvívegis og HM félagsliða einu sinni. Þá hefur hann leikið 75 landsleiki fyrir Austurríki og skorað í þeim 14 mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira
Bæði David Alaba og Sergio Ramos renna út á samning næsta sumar. Alaba hefur farið mikinn með Evrópumeisturum Bayern undanfarin misseri og er talinn einkar fjölhæfur leikmaður. Hann hefur aðallega leikið sem bakvörður eða miðjumaður en vegna meiðsla í liði Bæjara – og uppgangs Alphonso Davies – hefur Alaba undanfarið leikið í stöðu miðvarðar. Hvort það sé staðan sem Real myndi helst vilja nota hann í er óljóst en hinn 25 ára gamli Ferland Mendy hefur tekið yfir stöðu vinstri bakvarðar hjá Spánarmeisturunum eftir að frammistöðum Marcelo fór að hraka. Hinn 34 ára gamli Ramos er fyrirliði Real en ku vera að skoða sig um þessa dagana. Hann hefur gert slíkt áður en alltaf endað á að skrifa undir hjá Real. Ef hann ákveður að fara gæti Zinedine Zidane - þjálfari Spánarmeistaranna - ákveðið að nota Alaba í miðverðinum en ef til vill er hinn 28 ára gamli Austurríkismaður hugsaður sem arftaki Luka Modrić á miðri miðju liðsins. Flest stórlið Evrópu hafa áhuga á Alaba og þá sérstaklega þar sem hann getur farið frítt næsta sumar. Talið er nær öruggt að hann fari ekki í félagaskiptaglugganum nú í janúar svo hann mun fara á frjálsri sölu næsta sumar. Talið er að Real sé næsti áfangastaður leikmannsins þar sem liðið getur bæði barist um alla þá titla sem eru í boði ásamt því að geta boðið honum 200 þúsund pund í vikulaun eða tæplega 35 milljónir íslenskra króna. Alaba hefur á ferli sínum hjá Bayern unnið þýsku úrvalsdeildina alls níu sinnum, þýska bikarinn sex sinnum, Meistaradeild Evrópu tvívegis og HM félagsliða einu sinni. Þá hefur hann leikið 75 landsleiki fyrir Austurríki og skorað í þeim 14 mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira