Vigdís Grímsdóttir konan sem ökklabrotnaði á leið út úr bakaríinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2016 10:22 Vigdís Grímsdóttir var á leið út úr þessu bakaríi þegar hún ökklabrotnaði. Vísir/Eyþór/Pjetur Rithöfundurinn góðkunni Vigdís Grímsdóttir er konan sem ökklabrotnaði á leið út úr Mosfellsbakaríi við Háaleitisbrait í september 2014. Féll hún við er útidyrahurð bakarísins skall á hana af miklu afli og viðurkenndi héraðsdómur í vikunni bótaskyldu bakarísins og eiganda húsnæðisins. „Þetta er mjög réttlátur dómur og ég er bæði undrandi og glöð yfir þessu máli. Héraðsdómur virti það sem satt er. Ég er þakklát fyrir að réttarkerfi okkar virki og að réttlætið hafi náð fram að ganga. Upphaflega vildi ég aðeins tryggja að aðgengið yrði lagað svo að þetta myndi ekki henda neinn annan. Þetta er eitthvað sem ég þarf að glíma við það sem eftir er ævi minnar,“ sagði Vigdís Grímsdóttir í samtali við DV.Vísir fjallaði um dóminn í vikunni. í honum kom fram að almennt verði að leggja ríka skyldu á eigendur og umráðamenn fasteigna þar sem rekin er verslun um að gera eðlilegar ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra sem þar eiga um. Fyrir dómi lýsti Vigdís því að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrnar hafi útidyrahurðin skollið harkalega aftan á hana með þeim afleiðingum að hún kom skakkt niður á fótinn á gangstéttinni fyrir framan bakaríið. Var hún flutt á Landspítalann þar sem kom í ljós að hún hafði ökklabrotnað á hægri ökkla. Tveimur árum eftir slysið er hreyfigeta í ökklanum enn skert og notast Vigdís við staf. Dómari fór meðal annars í vettvangsferð til þess að kanna aðstæður og var það upplifun hans „að hurðin lokaðist í einni, hraðri sveiflu.“ Í dóminum kemur fram að rekja mætti slysið til vanbúnaðar á hurðarpumpu útidyrahurðarinnar. Í dóminum segir því að Mosfellsbakarí, sem umráðamaður verslunarrýmisins, og Hermann Bridde, sem eigandi þessa hluta fasteignarinnar, skuli sameiginlega bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem Vigdís hlaut þegar hún missteig sig á leið sinni út úr bakaríinu. Tengdar fréttir Brotnaði á ökkla á leiðinni út úr bakaríi og fær bætur Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á konunni með þeim afleiðingum að hún féll og ökklabrotnaði. 8. desember 2016 11:01 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Rithöfundurinn góðkunni Vigdís Grímsdóttir er konan sem ökklabrotnaði á leið út úr Mosfellsbakaríi við Háaleitisbrait í september 2014. Féll hún við er útidyrahurð bakarísins skall á hana af miklu afli og viðurkenndi héraðsdómur í vikunni bótaskyldu bakarísins og eiganda húsnæðisins. „Þetta er mjög réttlátur dómur og ég er bæði undrandi og glöð yfir þessu máli. Héraðsdómur virti það sem satt er. Ég er þakklát fyrir að réttarkerfi okkar virki og að réttlætið hafi náð fram að ganga. Upphaflega vildi ég aðeins tryggja að aðgengið yrði lagað svo að þetta myndi ekki henda neinn annan. Þetta er eitthvað sem ég þarf að glíma við það sem eftir er ævi minnar,“ sagði Vigdís Grímsdóttir í samtali við DV.Vísir fjallaði um dóminn í vikunni. í honum kom fram að almennt verði að leggja ríka skyldu á eigendur og umráðamenn fasteigna þar sem rekin er verslun um að gera eðlilegar ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra sem þar eiga um. Fyrir dómi lýsti Vigdís því að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrnar hafi útidyrahurðin skollið harkalega aftan á hana með þeim afleiðingum að hún kom skakkt niður á fótinn á gangstéttinni fyrir framan bakaríið. Var hún flutt á Landspítalann þar sem kom í ljós að hún hafði ökklabrotnað á hægri ökkla. Tveimur árum eftir slysið er hreyfigeta í ökklanum enn skert og notast Vigdís við staf. Dómari fór meðal annars í vettvangsferð til þess að kanna aðstæður og var það upplifun hans „að hurðin lokaðist í einni, hraðri sveiflu.“ Í dóminum kemur fram að rekja mætti slysið til vanbúnaðar á hurðarpumpu útidyrahurðarinnar. Í dóminum segir því að Mosfellsbakarí, sem umráðamaður verslunarrýmisins, og Hermann Bridde, sem eigandi þessa hluta fasteignarinnar, skuli sameiginlega bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem Vigdís hlaut þegar hún missteig sig á leið sinni út úr bakaríinu.
Tengdar fréttir Brotnaði á ökkla á leiðinni út úr bakaríi og fær bætur Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á konunni með þeim afleiðingum að hún féll og ökklabrotnaði. 8. desember 2016 11:01 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Brotnaði á ökkla á leiðinni út úr bakaríi og fær bætur Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á konunni með þeim afleiðingum að hún féll og ökklabrotnaði. 8. desember 2016 11:01