Brotnaði á ökkla á leiðinni út úr bakaríi og fær bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2016 11:01 Bakaríið sem um ræðir. Vísir/Eyþór Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde gagnvart konu sem ökklabrotnaði á leið út úr Mosfellsbakarí í Miðbæ árið 2014. Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á konunni með þeim afleiðingum að hún féll og ökklabrotnaði. Konan lýsti því þannig að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrnar hafi útidyrahurðin skollið harkalega aftan á hana með þeim afleiðingum að hún kom skakkt niður á fótinn á gangstéttinni fyrir framan bakaríið. Var hún flutt á Landspítalann þar sem kom í ljós að hún hafði ökklabrotnað á hægri ökkla. Tveimur árum eftir slysið er hreyfigeta í ökklanum enn skert og notast konan við staf.„Óeðlilega hröð“ Fyrir dómi lagði konan fram skýrslu frá verkfræðistofunni Eflu þar sem kom fram að hurðarpumpan á útidyrahurðinni væri þannig stillt að lokunin væri „óeðlilega hröð“ auk þess sem að það vantaði hæglokun síðustu sentimetrana. Var það mat skýrsluhöfunda að hurðin væri hættuleg ef ekki væri gerð bragarbót á. Þá kom einnig fram í skýrslunni að hæðarmunur á gólfi inni í bakaríinu og gangstétt fyrir utan væri sexfaldur á við leyfilega hæð samkvæmt reglugerð auk þess sem að brattur halli væri frá brún hurðarkarms. Var það mat skýrsluhöfunda að þetta gæti skapað hættu á að hrasa þegar stigið væri út um dyrnar. Stefndi konan Mosfellsbakarí sem leigutaka húsnæðisins, Hermanni Bridde sem eiganda húsnæðisins og Húsfélaginu Háteigsbraut 58-60 sem bæri ábyrgð á stéttinni fyrir utan bakaríið. Taldi konan að hættulegar aðstæður hefðu orðið til þess að hún hafi ökklabrotnað og að stefndu í málinu hefði mátt vera ljóst að um verulegan vanbúnað væri að ræða. Mosfellsbakarí, Hermann Bridde og Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 höfnuðu öllum kröfum. Ekki væri sannað að þessi aðilar ættu sök á því slysi sem konan varð fyrir eða að þeir hafi valdið því með saknæmum og ólögmætum hætti. Töldu aðilarnir þrír að skýrsla Eflu hefðu ekkert sönnunargildi í málinu og að þær ályktanir sem þar voru dregnar væru aðeins persónulegt álit skýrsluhöfunda. Töldu þeir að hurðarpumpan hafi verið í samræmi við þær reglugerðir sem voru gildandi þegar hún var sett upp. Ósannað væri að hún væri hættuleg.Dómari fór í vettvangsferð Í dóminum segir að almennt verði gera kröfu um að hurðarpumpa á dyrum í verslunarrými af þessum toga sé þannig útbúin að hún loki ekki á fólk á leið þeirra út úr versluninni. Dómari fór í vettvangsferð að bakaríinu og var það upplifun hans „að hurðin lokaðist í einni, hraðri sveiflu.“ Var það mat dómsins að hætt væri við því að það gæti gerst miðað við hvernig umbúnaður þessi var úr garði gerður í Mosfellsbakaríi á Háaleitisbraut. Því mætti rekja ökklabrot konunnar til vanbúnaðar á hurðarpumpunni. Í dóminum segir því að Mosfellsbakarí, sem umráðamaður verslunarrýmisins, og Hermann Bridde, sem eigandi þessa hluta fasteignarinnar, skuli sameiginlega bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem konan hlaut þegar hún missteig sig á leið sinni út úr bakaríinu. Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 var hins vegar sýknað þar sem litið var svo á væri hurðarpumpan í lagi væri lítil sem engin hætta á að slys yrðu vegna hæðarmismunar og halla á gangstéttinni. Óskipt bótaskylda Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde var því viðurkennd auk þess sem þessir aðilar þurfa að greiða konunni eina milljón króna í málskostnað. Konan þarf hins vegar að greiða Húsfélaginu Háaleitisbraut 58-60 700 þúsund krónur í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde gagnvart konu sem ökklabrotnaði á leið út úr Mosfellsbakarí í Miðbæ árið 2014. Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á konunni með þeim afleiðingum að hún féll og ökklabrotnaði. Konan lýsti því þannig að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrnar hafi útidyrahurðin skollið harkalega aftan á hana með þeim afleiðingum að hún kom skakkt niður á fótinn á gangstéttinni fyrir framan bakaríið. Var hún flutt á Landspítalann þar sem kom í ljós að hún hafði ökklabrotnað á hægri ökkla. Tveimur árum eftir slysið er hreyfigeta í ökklanum enn skert og notast konan við staf.„Óeðlilega hröð“ Fyrir dómi lagði konan fram skýrslu frá verkfræðistofunni Eflu þar sem kom fram að hurðarpumpan á útidyrahurðinni væri þannig stillt að lokunin væri „óeðlilega hröð“ auk þess sem að það vantaði hæglokun síðustu sentimetrana. Var það mat skýrsluhöfunda að hurðin væri hættuleg ef ekki væri gerð bragarbót á. Þá kom einnig fram í skýrslunni að hæðarmunur á gólfi inni í bakaríinu og gangstétt fyrir utan væri sexfaldur á við leyfilega hæð samkvæmt reglugerð auk þess sem að brattur halli væri frá brún hurðarkarms. Var það mat skýrsluhöfunda að þetta gæti skapað hættu á að hrasa þegar stigið væri út um dyrnar. Stefndi konan Mosfellsbakarí sem leigutaka húsnæðisins, Hermanni Bridde sem eiganda húsnæðisins og Húsfélaginu Háteigsbraut 58-60 sem bæri ábyrgð á stéttinni fyrir utan bakaríið. Taldi konan að hættulegar aðstæður hefðu orðið til þess að hún hafi ökklabrotnað og að stefndu í málinu hefði mátt vera ljóst að um verulegan vanbúnað væri að ræða. Mosfellsbakarí, Hermann Bridde og Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 höfnuðu öllum kröfum. Ekki væri sannað að þessi aðilar ættu sök á því slysi sem konan varð fyrir eða að þeir hafi valdið því með saknæmum og ólögmætum hætti. Töldu aðilarnir þrír að skýrsla Eflu hefðu ekkert sönnunargildi í málinu og að þær ályktanir sem þar voru dregnar væru aðeins persónulegt álit skýrsluhöfunda. Töldu þeir að hurðarpumpan hafi verið í samræmi við þær reglugerðir sem voru gildandi þegar hún var sett upp. Ósannað væri að hún væri hættuleg.Dómari fór í vettvangsferð Í dóminum segir að almennt verði gera kröfu um að hurðarpumpa á dyrum í verslunarrými af þessum toga sé þannig útbúin að hún loki ekki á fólk á leið þeirra út úr versluninni. Dómari fór í vettvangsferð að bakaríinu og var það upplifun hans „að hurðin lokaðist í einni, hraðri sveiflu.“ Var það mat dómsins að hætt væri við því að það gæti gerst miðað við hvernig umbúnaður þessi var úr garði gerður í Mosfellsbakaríi á Háaleitisbraut. Því mætti rekja ökklabrot konunnar til vanbúnaðar á hurðarpumpunni. Í dóminum segir því að Mosfellsbakarí, sem umráðamaður verslunarrýmisins, og Hermann Bridde, sem eigandi þessa hluta fasteignarinnar, skuli sameiginlega bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem konan hlaut þegar hún missteig sig á leið sinni út úr bakaríinu. Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 var hins vegar sýknað þar sem litið var svo á væri hurðarpumpan í lagi væri lítil sem engin hætta á að slys yrðu vegna hæðarmismunar og halla á gangstéttinni. Óskipt bótaskylda Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde var því viðurkennd auk þess sem þessir aðilar þurfa að greiða konunni eina milljón króna í málskostnað. Konan þarf hins vegar að greiða Húsfélaginu Háaleitisbraut 58-60 700 þúsund krónur í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira