Brotnaði á ökkla á leiðinni út úr bakaríi og fær bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2016 11:01 Bakaríið sem um ræðir. Vísir/Eyþór Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde gagnvart konu sem ökklabrotnaði á leið út úr Mosfellsbakarí í Miðbæ árið 2014. Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á konunni með þeim afleiðingum að hún féll og ökklabrotnaði. Konan lýsti því þannig að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrnar hafi útidyrahurðin skollið harkalega aftan á hana með þeim afleiðingum að hún kom skakkt niður á fótinn á gangstéttinni fyrir framan bakaríið. Var hún flutt á Landspítalann þar sem kom í ljós að hún hafði ökklabrotnað á hægri ökkla. Tveimur árum eftir slysið er hreyfigeta í ökklanum enn skert og notast konan við staf.„Óeðlilega hröð“ Fyrir dómi lagði konan fram skýrslu frá verkfræðistofunni Eflu þar sem kom fram að hurðarpumpan á útidyrahurðinni væri þannig stillt að lokunin væri „óeðlilega hröð“ auk þess sem að það vantaði hæglokun síðustu sentimetrana. Var það mat skýrsluhöfunda að hurðin væri hættuleg ef ekki væri gerð bragarbót á. Þá kom einnig fram í skýrslunni að hæðarmunur á gólfi inni í bakaríinu og gangstétt fyrir utan væri sexfaldur á við leyfilega hæð samkvæmt reglugerð auk þess sem að brattur halli væri frá brún hurðarkarms. Var það mat skýrsluhöfunda að þetta gæti skapað hættu á að hrasa þegar stigið væri út um dyrnar. Stefndi konan Mosfellsbakarí sem leigutaka húsnæðisins, Hermanni Bridde sem eiganda húsnæðisins og Húsfélaginu Háteigsbraut 58-60 sem bæri ábyrgð á stéttinni fyrir utan bakaríið. Taldi konan að hættulegar aðstæður hefðu orðið til þess að hún hafi ökklabrotnað og að stefndu í málinu hefði mátt vera ljóst að um verulegan vanbúnað væri að ræða. Mosfellsbakarí, Hermann Bridde og Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 höfnuðu öllum kröfum. Ekki væri sannað að þessi aðilar ættu sök á því slysi sem konan varð fyrir eða að þeir hafi valdið því með saknæmum og ólögmætum hætti. Töldu aðilarnir þrír að skýrsla Eflu hefðu ekkert sönnunargildi í málinu og að þær ályktanir sem þar voru dregnar væru aðeins persónulegt álit skýrsluhöfunda. Töldu þeir að hurðarpumpan hafi verið í samræmi við þær reglugerðir sem voru gildandi þegar hún var sett upp. Ósannað væri að hún væri hættuleg.Dómari fór í vettvangsferð Í dóminum segir að almennt verði gera kröfu um að hurðarpumpa á dyrum í verslunarrými af þessum toga sé þannig útbúin að hún loki ekki á fólk á leið þeirra út úr versluninni. Dómari fór í vettvangsferð að bakaríinu og var það upplifun hans „að hurðin lokaðist í einni, hraðri sveiflu.“ Var það mat dómsins að hætt væri við því að það gæti gerst miðað við hvernig umbúnaður þessi var úr garði gerður í Mosfellsbakaríi á Háaleitisbraut. Því mætti rekja ökklabrot konunnar til vanbúnaðar á hurðarpumpunni. Í dóminum segir því að Mosfellsbakarí, sem umráðamaður verslunarrýmisins, og Hermann Bridde, sem eigandi þessa hluta fasteignarinnar, skuli sameiginlega bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem konan hlaut þegar hún missteig sig á leið sinni út úr bakaríinu. Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 var hins vegar sýknað þar sem litið var svo á væri hurðarpumpan í lagi væri lítil sem engin hætta á að slys yrðu vegna hæðarmismunar og halla á gangstéttinni. Óskipt bótaskylda Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde var því viðurkennd auk þess sem þessir aðilar þurfa að greiða konunni eina milljón króna í málskostnað. Konan þarf hins vegar að greiða Húsfélaginu Háaleitisbraut 58-60 700 þúsund krónur í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde gagnvart konu sem ökklabrotnaði á leið út úr Mosfellsbakarí í Miðbæ árið 2014. Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á konunni með þeim afleiðingum að hún féll og ökklabrotnaði. Konan lýsti því þannig að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrnar hafi útidyrahurðin skollið harkalega aftan á hana með þeim afleiðingum að hún kom skakkt niður á fótinn á gangstéttinni fyrir framan bakaríið. Var hún flutt á Landspítalann þar sem kom í ljós að hún hafði ökklabrotnað á hægri ökkla. Tveimur árum eftir slysið er hreyfigeta í ökklanum enn skert og notast konan við staf.„Óeðlilega hröð“ Fyrir dómi lagði konan fram skýrslu frá verkfræðistofunni Eflu þar sem kom fram að hurðarpumpan á útidyrahurðinni væri þannig stillt að lokunin væri „óeðlilega hröð“ auk þess sem að það vantaði hæglokun síðustu sentimetrana. Var það mat skýrsluhöfunda að hurðin væri hættuleg ef ekki væri gerð bragarbót á. Þá kom einnig fram í skýrslunni að hæðarmunur á gólfi inni í bakaríinu og gangstétt fyrir utan væri sexfaldur á við leyfilega hæð samkvæmt reglugerð auk þess sem að brattur halli væri frá brún hurðarkarms. Var það mat skýrsluhöfunda að þetta gæti skapað hættu á að hrasa þegar stigið væri út um dyrnar. Stefndi konan Mosfellsbakarí sem leigutaka húsnæðisins, Hermanni Bridde sem eiganda húsnæðisins og Húsfélaginu Háteigsbraut 58-60 sem bæri ábyrgð á stéttinni fyrir utan bakaríið. Taldi konan að hættulegar aðstæður hefðu orðið til þess að hún hafi ökklabrotnað og að stefndu í málinu hefði mátt vera ljóst að um verulegan vanbúnað væri að ræða. Mosfellsbakarí, Hermann Bridde og Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 höfnuðu öllum kröfum. Ekki væri sannað að þessi aðilar ættu sök á því slysi sem konan varð fyrir eða að þeir hafi valdið því með saknæmum og ólögmætum hætti. Töldu aðilarnir þrír að skýrsla Eflu hefðu ekkert sönnunargildi í málinu og að þær ályktanir sem þar voru dregnar væru aðeins persónulegt álit skýrsluhöfunda. Töldu þeir að hurðarpumpan hafi verið í samræmi við þær reglugerðir sem voru gildandi þegar hún var sett upp. Ósannað væri að hún væri hættuleg.Dómari fór í vettvangsferð Í dóminum segir að almennt verði gera kröfu um að hurðarpumpa á dyrum í verslunarrými af þessum toga sé þannig útbúin að hún loki ekki á fólk á leið þeirra út úr versluninni. Dómari fór í vettvangsferð að bakaríinu og var það upplifun hans „að hurðin lokaðist í einni, hraðri sveiflu.“ Var það mat dómsins að hætt væri við því að það gæti gerst miðað við hvernig umbúnaður þessi var úr garði gerður í Mosfellsbakaríi á Háaleitisbraut. Því mætti rekja ökklabrot konunnar til vanbúnaðar á hurðarpumpunni. Í dóminum segir því að Mosfellsbakarí, sem umráðamaður verslunarrýmisins, og Hermann Bridde, sem eigandi þessa hluta fasteignarinnar, skuli sameiginlega bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem konan hlaut þegar hún missteig sig á leið sinni út úr bakaríinu. Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 var hins vegar sýknað þar sem litið var svo á væri hurðarpumpan í lagi væri lítil sem engin hætta á að slys yrðu vegna hæðarmismunar og halla á gangstéttinni. Óskipt bótaskylda Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde var því viðurkennd auk þess sem þessir aðilar þurfa að greiða konunni eina milljón króna í málskostnað. Konan þarf hins vegar að greiða Húsfélaginu Háaleitisbraut 58-60 700 þúsund krónur í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira