Brotnaði á ökkla á leiðinni út úr bakaríi og fær bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2016 11:01 Bakaríið sem um ræðir. Vísir/Eyþór Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde gagnvart konu sem ökklabrotnaði á leið út úr Mosfellsbakarí í Miðbæ árið 2014. Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á konunni með þeim afleiðingum að hún féll og ökklabrotnaði. Konan lýsti því þannig að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrnar hafi útidyrahurðin skollið harkalega aftan á hana með þeim afleiðingum að hún kom skakkt niður á fótinn á gangstéttinni fyrir framan bakaríið. Var hún flutt á Landspítalann þar sem kom í ljós að hún hafði ökklabrotnað á hægri ökkla. Tveimur árum eftir slysið er hreyfigeta í ökklanum enn skert og notast konan við staf.„Óeðlilega hröð“ Fyrir dómi lagði konan fram skýrslu frá verkfræðistofunni Eflu þar sem kom fram að hurðarpumpan á útidyrahurðinni væri þannig stillt að lokunin væri „óeðlilega hröð“ auk þess sem að það vantaði hæglokun síðustu sentimetrana. Var það mat skýrsluhöfunda að hurðin væri hættuleg ef ekki væri gerð bragarbót á. Þá kom einnig fram í skýrslunni að hæðarmunur á gólfi inni í bakaríinu og gangstétt fyrir utan væri sexfaldur á við leyfilega hæð samkvæmt reglugerð auk þess sem að brattur halli væri frá brún hurðarkarms. Var það mat skýrsluhöfunda að þetta gæti skapað hættu á að hrasa þegar stigið væri út um dyrnar. Stefndi konan Mosfellsbakarí sem leigutaka húsnæðisins, Hermanni Bridde sem eiganda húsnæðisins og Húsfélaginu Háteigsbraut 58-60 sem bæri ábyrgð á stéttinni fyrir utan bakaríið. Taldi konan að hættulegar aðstæður hefðu orðið til þess að hún hafi ökklabrotnað og að stefndu í málinu hefði mátt vera ljóst að um verulegan vanbúnað væri að ræða. Mosfellsbakarí, Hermann Bridde og Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 höfnuðu öllum kröfum. Ekki væri sannað að þessi aðilar ættu sök á því slysi sem konan varð fyrir eða að þeir hafi valdið því með saknæmum og ólögmætum hætti. Töldu aðilarnir þrír að skýrsla Eflu hefðu ekkert sönnunargildi í málinu og að þær ályktanir sem þar voru dregnar væru aðeins persónulegt álit skýrsluhöfunda. Töldu þeir að hurðarpumpan hafi verið í samræmi við þær reglugerðir sem voru gildandi þegar hún var sett upp. Ósannað væri að hún væri hættuleg.Dómari fór í vettvangsferð Í dóminum segir að almennt verði gera kröfu um að hurðarpumpa á dyrum í verslunarrými af þessum toga sé þannig útbúin að hún loki ekki á fólk á leið þeirra út úr versluninni. Dómari fór í vettvangsferð að bakaríinu og var það upplifun hans „að hurðin lokaðist í einni, hraðri sveiflu.“ Var það mat dómsins að hætt væri við því að það gæti gerst miðað við hvernig umbúnaður þessi var úr garði gerður í Mosfellsbakaríi á Háaleitisbraut. Því mætti rekja ökklabrot konunnar til vanbúnaðar á hurðarpumpunni. Í dóminum segir því að Mosfellsbakarí, sem umráðamaður verslunarrýmisins, og Hermann Bridde, sem eigandi þessa hluta fasteignarinnar, skuli sameiginlega bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem konan hlaut þegar hún missteig sig á leið sinni út úr bakaríinu. Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 var hins vegar sýknað þar sem litið var svo á væri hurðarpumpan í lagi væri lítil sem engin hætta á að slys yrðu vegna hæðarmismunar og halla á gangstéttinni. Óskipt bótaskylda Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde var því viðurkennd auk þess sem þessir aðilar þurfa að greiða konunni eina milljón króna í málskostnað. Konan þarf hins vegar að greiða Húsfélaginu Háaleitisbraut 58-60 700 þúsund krónur í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde gagnvart konu sem ökklabrotnaði á leið út úr Mosfellsbakarí í Miðbæ árið 2014. Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á konunni með þeim afleiðingum að hún féll og ökklabrotnaði. Konan lýsti því þannig að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrnar hafi útidyrahurðin skollið harkalega aftan á hana með þeim afleiðingum að hún kom skakkt niður á fótinn á gangstéttinni fyrir framan bakaríið. Var hún flutt á Landspítalann þar sem kom í ljós að hún hafði ökklabrotnað á hægri ökkla. Tveimur árum eftir slysið er hreyfigeta í ökklanum enn skert og notast konan við staf.„Óeðlilega hröð“ Fyrir dómi lagði konan fram skýrslu frá verkfræðistofunni Eflu þar sem kom fram að hurðarpumpan á útidyrahurðinni væri þannig stillt að lokunin væri „óeðlilega hröð“ auk þess sem að það vantaði hæglokun síðustu sentimetrana. Var það mat skýrsluhöfunda að hurðin væri hættuleg ef ekki væri gerð bragarbót á. Þá kom einnig fram í skýrslunni að hæðarmunur á gólfi inni í bakaríinu og gangstétt fyrir utan væri sexfaldur á við leyfilega hæð samkvæmt reglugerð auk þess sem að brattur halli væri frá brún hurðarkarms. Var það mat skýrsluhöfunda að þetta gæti skapað hættu á að hrasa þegar stigið væri út um dyrnar. Stefndi konan Mosfellsbakarí sem leigutaka húsnæðisins, Hermanni Bridde sem eiganda húsnæðisins og Húsfélaginu Háteigsbraut 58-60 sem bæri ábyrgð á stéttinni fyrir utan bakaríið. Taldi konan að hættulegar aðstæður hefðu orðið til þess að hún hafi ökklabrotnað og að stefndu í málinu hefði mátt vera ljóst að um verulegan vanbúnað væri að ræða. Mosfellsbakarí, Hermann Bridde og Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 höfnuðu öllum kröfum. Ekki væri sannað að þessi aðilar ættu sök á því slysi sem konan varð fyrir eða að þeir hafi valdið því með saknæmum og ólögmætum hætti. Töldu aðilarnir þrír að skýrsla Eflu hefðu ekkert sönnunargildi í málinu og að þær ályktanir sem þar voru dregnar væru aðeins persónulegt álit skýrsluhöfunda. Töldu þeir að hurðarpumpan hafi verið í samræmi við þær reglugerðir sem voru gildandi þegar hún var sett upp. Ósannað væri að hún væri hættuleg.Dómari fór í vettvangsferð Í dóminum segir að almennt verði gera kröfu um að hurðarpumpa á dyrum í verslunarrými af þessum toga sé þannig útbúin að hún loki ekki á fólk á leið þeirra út úr versluninni. Dómari fór í vettvangsferð að bakaríinu og var það upplifun hans „að hurðin lokaðist í einni, hraðri sveiflu.“ Var það mat dómsins að hætt væri við því að það gæti gerst miðað við hvernig umbúnaður þessi var úr garði gerður í Mosfellsbakaríi á Háaleitisbraut. Því mætti rekja ökklabrot konunnar til vanbúnaðar á hurðarpumpunni. Í dóminum segir því að Mosfellsbakarí, sem umráðamaður verslunarrýmisins, og Hermann Bridde, sem eigandi þessa hluta fasteignarinnar, skuli sameiginlega bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem konan hlaut þegar hún missteig sig á leið sinni út úr bakaríinu. Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 var hins vegar sýknað þar sem litið var svo á væri hurðarpumpan í lagi væri lítil sem engin hætta á að slys yrðu vegna hæðarmismunar og halla á gangstéttinni. Óskipt bótaskylda Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde var því viðurkennd auk þess sem þessir aðilar þurfa að greiða konunni eina milljón króna í málskostnað. Konan þarf hins vegar að greiða Húsfélaginu Háaleitisbraut 58-60 700 þúsund krónur í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira