Brotnaði á ökkla á leiðinni út úr bakaríi og fær bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2016 11:01 Bakaríið sem um ræðir. Vísir/Eyþór Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde gagnvart konu sem ökklabrotnaði á leið út úr Mosfellsbakarí í Miðbæ árið 2014. Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á konunni með þeim afleiðingum að hún féll og ökklabrotnaði. Konan lýsti því þannig að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrnar hafi útidyrahurðin skollið harkalega aftan á hana með þeim afleiðingum að hún kom skakkt niður á fótinn á gangstéttinni fyrir framan bakaríið. Var hún flutt á Landspítalann þar sem kom í ljós að hún hafði ökklabrotnað á hægri ökkla. Tveimur árum eftir slysið er hreyfigeta í ökklanum enn skert og notast konan við staf.„Óeðlilega hröð“ Fyrir dómi lagði konan fram skýrslu frá verkfræðistofunni Eflu þar sem kom fram að hurðarpumpan á útidyrahurðinni væri þannig stillt að lokunin væri „óeðlilega hröð“ auk þess sem að það vantaði hæglokun síðustu sentimetrana. Var það mat skýrsluhöfunda að hurðin væri hættuleg ef ekki væri gerð bragarbót á. Þá kom einnig fram í skýrslunni að hæðarmunur á gólfi inni í bakaríinu og gangstétt fyrir utan væri sexfaldur á við leyfilega hæð samkvæmt reglugerð auk þess sem að brattur halli væri frá brún hurðarkarms. Var það mat skýrsluhöfunda að þetta gæti skapað hættu á að hrasa þegar stigið væri út um dyrnar. Stefndi konan Mosfellsbakarí sem leigutaka húsnæðisins, Hermanni Bridde sem eiganda húsnæðisins og Húsfélaginu Háteigsbraut 58-60 sem bæri ábyrgð á stéttinni fyrir utan bakaríið. Taldi konan að hættulegar aðstæður hefðu orðið til þess að hún hafi ökklabrotnað og að stefndu í málinu hefði mátt vera ljóst að um verulegan vanbúnað væri að ræða. Mosfellsbakarí, Hermann Bridde og Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 höfnuðu öllum kröfum. Ekki væri sannað að þessi aðilar ættu sök á því slysi sem konan varð fyrir eða að þeir hafi valdið því með saknæmum og ólögmætum hætti. Töldu aðilarnir þrír að skýrsla Eflu hefðu ekkert sönnunargildi í málinu og að þær ályktanir sem þar voru dregnar væru aðeins persónulegt álit skýrsluhöfunda. Töldu þeir að hurðarpumpan hafi verið í samræmi við þær reglugerðir sem voru gildandi þegar hún var sett upp. Ósannað væri að hún væri hættuleg.Dómari fór í vettvangsferð Í dóminum segir að almennt verði gera kröfu um að hurðarpumpa á dyrum í verslunarrými af þessum toga sé þannig útbúin að hún loki ekki á fólk á leið þeirra út úr versluninni. Dómari fór í vettvangsferð að bakaríinu og var það upplifun hans „að hurðin lokaðist í einni, hraðri sveiflu.“ Var það mat dómsins að hætt væri við því að það gæti gerst miðað við hvernig umbúnaður þessi var úr garði gerður í Mosfellsbakaríi á Háaleitisbraut. Því mætti rekja ökklabrot konunnar til vanbúnaðar á hurðarpumpunni. Í dóminum segir því að Mosfellsbakarí, sem umráðamaður verslunarrýmisins, og Hermann Bridde, sem eigandi þessa hluta fasteignarinnar, skuli sameiginlega bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem konan hlaut þegar hún missteig sig á leið sinni út úr bakaríinu. Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 var hins vegar sýknað þar sem litið var svo á væri hurðarpumpan í lagi væri lítil sem engin hætta á að slys yrðu vegna hæðarmismunar og halla á gangstéttinni. Óskipt bótaskylda Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde var því viðurkennd auk þess sem þessir aðilar þurfa að greiða konunni eina milljón króna í málskostnað. Konan þarf hins vegar að greiða Húsfélaginu Háaleitisbraut 58-60 700 þúsund krónur í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde gagnvart konu sem ökklabrotnaði á leið út úr Mosfellsbakarí í Miðbæ árið 2014. Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á konunni með þeim afleiðingum að hún féll og ökklabrotnaði. Konan lýsti því þannig að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrnar hafi útidyrahurðin skollið harkalega aftan á hana með þeim afleiðingum að hún kom skakkt niður á fótinn á gangstéttinni fyrir framan bakaríið. Var hún flutt á Landspítalann þar sem kom í ljós að hún hafði ökklabrotnað á hægri ökkla. Tveimur árum eftir slysið er hreyfigeta í ökklanum enn skert og notast konan við staf.„Óeðlilega hröð“ Fyrir dómi lagði konan fram skýrslu frá verkfræðistofunni Eflu þar sem kom fram að hurðarpumpan á útidyrahurðinni væri þannig stillt að lokunin væri „óeðlilega hröð“ auk þess sem að það vantaði hæglokun síðustu sentimetrana. Var það mat skýrsluhöfunda að hurðin væri hættuleg ef ekki væri gerð bragarbót á. Þá kom einnig fram í skýrslunni að hæðarmunur á gólfi inni í bakaríinu og gangstétt fyrir utan væri sexfaldur á við leyfilega hæð samkvæmt reglugerð auk þess sem að brattur halli væri frá brún hurðarkarms. Var það mat skýrsluhöfunda að þetta gæti skapað hættu á að hrasa þegar stigið væri út um dyrnar. Stefndi konan Mosfellsbakarí sem leigutaka húsnæðisins, Hermanni Bridde sem eiganda húsnæðisins og Húsfélaginu Háteigsbraut 58-60 sem bæri ábyrgð á stéttinni fyrir utan bakaríið. Taldi konan að hættulegar aðstæður hefðu orðið til þess að hún hafi ökklabrotnað og að stefndu í málinu hefði mátt vera ljóst að um verulegan vanbúnað væri að ræða. Mosfellsbakarí, Hermann Bridde og Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 höfnuðu öllum kröfum. Ekki væri sannað að þessi aðilar ættu sök á því slysi sem konan varð fyrir eða að þeir hafi valdið því með saknæmum og ólögmætum hætti. Töldu aðilarnir þrír að skýrsla Eflu hefðu ekkert sönnunargildi í málinu og að þær ályktanir sem þar voru dregnar væru aðeins persónulegt álit skýrsluhöfunda. Töldu þeir að hurðarpumpan hafi verið í samræmi við þær reglugerðir sem voru gildandi þegar hún var sett upp. Ósannað væri að hún væri hættuleg.Dómari fór í vettvangsferð Í dóminum segir að almennt verði gera kröfu um að hurðarpumpa á dyrum í verslunarrými af þessum toga sé þannig útbúin að hún loki ekki á fólk á leið þeirra út úr versluninni. Dómari fór í vettvangsferð að bakaríinu og var það upplifun hans „að hurðin lokaðist í einni, hraðri sveiflu.“ Var það mat dómsins að hætt væri við því að það gæti gerst miðað við hvernig umbúnaður þessi var úr garði gerður í Mosfellsbakaríi á Háaleitisbraut. Því mætti rekja ökklabrot konunnar til vanbúnaðar á hurðarpumpunni. Í dóminum segir því að Mosfellsbakarí, sem umráðamaður verslunarrýmisins, og Hermann Bridde, sem eigandi þessa hluta fasteignarinnar, skuli sameiginlega bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem konan hlaut þegar hún missteig sig á leið sinni út úr bakaríinu. Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60 var hins vegar sýknað þar sem litið var svo á væri hurðarpumpan í lagi væri lítil sem engin hætta á að slys yrðu vegna hæðarmismunar og halla á gangstéttinni. Óskipt bótaskylda Mosfellsbakarís og Hermanns Bridde var því viðurkennd auk þess sem þessir aðilar þurfa að greiða konunni eina milljón króna í málskostnað. Konan þarf hins vegar að greiða Húsfélaginu Háaleitisbraut 58-60 700 þúsund krónur í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira