Forsætisráðherra sakaður um morð mætti ekki í réttarsal og lögregla stendur á gati Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 10:24 Forsætisráðherrann Thomas Thabane mætti ekki í kvöld og eru getgátur uppi að hann hafi flúið land. Það hefur ekki fengist staðfest. vísir/getty Thomas Thabane, forsætisráðherra Lesótó sem sakaður er um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, mætti ekki í dómssal í morgun. Lögregla segist ekki vita hvar Thabane sé niðurkominn. New York Times greinir frá. Núverandi eiginkona forsætisráðherrans hefur þegar verið ákærð fyrir morðið og fram kom í gær að Thabane yrði ákærður fyrir aðild að málinu. Sjálfur segist hann ætla að segja af sér sökum aldurs í sumars en hefur ekki tjáð sig um morðið. Thabane átti að mæta í dómssal klukkan níu í morgun að staðartíma. Klukkan ellefu var hann ekki enn mættur. Lögregla segist ekki ná í hann og ekki vita hvort hann sé væntanlegur eða ekki. Lipolelo Thabane var skotin til bana á stuttu færi við moldarveg þegar hún var á leið til heimaþorps síns fyrir utan höfuðborgina Maseru tveimur dögum áður en eiginmaður hennar varð forsætisráðherra árið 2017. Hún var þá 58 ára gömul. Þau Thabane höfðu staðið í hörðum skilnaði og bjó verðandi forsætisráðherrann þá með annarri konu, sem nú er eiginkona hans, eins og þau væru gift. Deilur höfðu staðið um hvor konan yrði viðurkennd sem forsætisráðherrafrú landsins og vann Lipolelo mál þess efnis fyrir dómstólum. Maesaiah, núverandi eiginkona Thabane, fylgdi honum á embættistökuna eftir morðið á Lipolelo. Málið hefur skekið samfélagið í smáríkinu Lesótó sem er landlukt í Suður-Afríku. Thabane fordæmdi morðið en er nú sjálfur sakaður um aðild að því. Paseka Mokete, varalögreglustjóri, sagði í dag að Thabane yrði líklega ákærður þegar á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það yrði í fyrsta skipti sem afrískur þjóðarleiðtogi er ákærður fyrir morð í nánu sambandi á meðan hann er í embætti. Thabane sagði í útvarpsviðtali að hann ætlaði að stíga til hliðar í júlí þar sem hann væri búinn að missa starfsorkuna. Hann er áttræður. Núverandi eiginkona hans var ákærð fyrir morðið á Lipolelo í byrjun þessa mánaðar en gengur laus gegn tryggingu. Lesótó Tengdar fréttir Eiginkona forsætisráðherrans ákærð fyrir morð Maesaiah Thabane, eiginkona forsætsiráðherra Lesótó, Thomas Thabane, verður ákærð fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. 4. febrúar 2020 19:03 Forsætisráðherra verður ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni Thomas Thabane stóð í erfiðum skilnaði við þáverandi eiginkonu sína þegar hún var skotin til bana tveimur dögum fyrir embættistöku hans árið 2017. Hann er nú grunaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. 20. febrúar 2020 18:51 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Thomas Thabane, forsætisráðherra Lesótó sem sakaður er um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, mætti ekki í dómssal í morgun. Lögregla segist ekki vita hvar Thabane sé niðurkominn. New York Times greinir frá. Núverandi eiginkona forsætisráðherrans hefur þegar verið ákærð fyrir morðið og fram kom í gær að Thabane yrði ákærður fyrir aðild að málinu. Sjálfur segist hann ætla að segja af sér sökum aldurs í sumars en hefur ekki tjáð sig um morðið. Thabane átti að mæta í dómssal klukkan níu í morgun að staðartíma. Klukkan ellefu var hann ekki enn mættur. Lögregla segist ekki ná í hann og ekki vita hvort hann sé væntanlegur eða ekki. Lipolelo Thabane var skotin til bana á stuttu færi við moldarveg þegar hún var á leið til heimaþorps síns fyrir utan höfuðborgina Maseru tveimur dögum áður en eiginmaður hennar varð forsætisráðherra árið 2017. Hún var þá 58 ára gömul. Þau Thabane höfðu staðið í hörðum skilnaði og bjó verðandi forsætisráðherrann þá með annarri konu, sem nú er eiginkona hans, eins og þau væru gift. Deilur höfðu staðið um hvor konan yrði viðurkennd sem forsætisráðherrafrú landsins og vann Lipolelo mál þess efnis fyrir dómstólum. Maesaiah, núverandi eiginkona Thabane, fylgdi honum á embættistökuna eftir morðið á Lipolelo. Málið hefur skekið samfélagið í smáríkinu Lesótó sem er landlukt í Suður-Afríku. Thabane fordæmdi morðið en er nú sjálfur sakaður um aðild að því. Paseka Mokete, varalögreglustjóri, sagði í dag að Thabane yrði líklega ákærður þegar á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það yrði í fyrsta skipti sem afrískur þjóðarleiðtogi er ákærður fyrir morð í nánu sambandi á meðan hann er í embætti. Thabane sagði í útvarpsviðtali að hann ætlaði að stíga til hliðar í júlí þar sem hann væri búinn að missa starfsorkuna. Hann er áttræður. Núverandi eiginkona hans var ákærð fyrir morðið á Lipolelo í byrjun þessa mánaðar en gengur laus gegn tryggingu.
Lesótó Tengdar fréttir Eiginkona forsætisráðherrans ákærð fyrir morð Maesaiah Thabane, eiginkona forsætsiráðherra Lesótó, Thomas Thabane, verður ákærð fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. 4. febrúar 2020 19:03 Forsætisráðherra verður ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni Thomas Thabane stóð í erfiðum skilnaði við þáverandi eiginkonu sína þegar hún var skotin til bana tveimur dögum fyrir embættistöku hans árið 2017. Hann er nú grunaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. 20. febrúar 2020 18:51 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Eiginkona forsætisráðherrans ákærð fyrir morð Maesaiah Thabane, eiginkona forsætsiráðherra Lesótó, Thomas Thabane, verður ákærð fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. 4. febrúar 2020 19:03
Forsætisráðherra verður ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni Thomas Thabane stóð í erfiðum skilnaði við þáverandi eiginkonu sína þegar hún var skotin til bana tveimur dögum fyrir embættistöku hans árið 2017. Hann er nú grunaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. 20. febrúar 2020 18:51