SÞ óttast blóðbað en Rússar segja allt í lagi Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 14:30 Nærri því milljón manna, og þar af mest konur og börn, hafa lagt á flótta undan sókninni og kalla Sameinuðu þjóðirnar eftir vopnahléi. Vísir/AP Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sækir þar fram gegn uppreisnar- og vígamönnum með stuðningi Rússa. Nærri því milljón manna, og þar af mest konur og börn, hafa lagt á flótta undan sókninni og kalla Sameinuðu þjóðirnar eftir vopnahléi. Yfirvöld Rússlands segja þó ósatt að þúsundir almennra borgara séu á flótta undan sókninni. Það er ekki rétt hjá Rússum. Fólkið hefur flúið í átt til Tyrklands en þar eru fyrir um 3,7 milljónir flóttamanna frá Tyrklandi. Yfirvöld þar segjast ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum og hafa hótað því að gera innrás á svæðið til að stöðva sókn stjórnarhersins. Það felur í sér að fólkið yrði statt á milli tveggja herja. Reuters segir að fram hafi komið á blaðamannafundi í dag að fjölskyldur sofa úti við og þau brenni rusl til að halda á sér hita. Þá er vitað til þess að einhver börn hafi orðið úti. Þá færist átökin sífellt nær fólkinu. Loftárásir eru reglulegar í Idlib og hafa þær valdið miklu mannfalli meðal almennra borgara. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent mikið magn hjálparbirgða til Idlib en erfiðlega gengur að koma þeim til flóttafólks vegna átakanna, veðurs og umferðar. Hér má sjá stutt viðtal við Mark Cutts frá UNOCHA um stöðuna í Idlib Þar að neðan má svo sjá samanburðarmynd frá landamærum Sýrlands og Tyrklands sem sýnir hve mikið flóttamannabúðir þar hafa stækkað á einu ári. Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020. UN deputy humanitarian coordinator Mark Cutts says the situation in Idlib is "desperate", adding that if airstrikes continue, Syria will face a "bloodbath" and a "massacre" on a scale that has never been seen during the entire civil war. Find out more https://t.co/FFNT42vZccpic.twitter.com/6bK2yoyk3V— Sky News (@SkyNews) February 20, 2020 Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020.AP/Maxar Technologies Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sækir þar fram gegn uppreisnar- og vígamönnum með stuðningi Rússa. Nærri því milljón manna, og þar af mest konur og börn, hafa lagt á flótta undan sókninni og kalla Sameinuðu þjóðirnar eftir vopnahléi. Yfirvöld Rússlands segja þó ósatt að þúsundir almennra borgara séu á flótta undan sókninni. Það er ekki rétt hjá Rússum. Fólkið hefur flúið í átt til Tyrklands en þar eru fyrir um 3,7 milljónir flóttamanna frá Tyrklandi. Yfirvöld þar segjast ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum og hafa hótað því að gera innrás á svæðið til að stöðva sókn stjórnarhersins. Það felur í sér að fólkið yrði statt á milli tveggja herja. Reuters segir að fram hafi komið á blaðamannafundi í dag að fjölskyldur sofa úti við og þau brenni rusl til að halda á sér hita. Þá er vitað til þess að einhver börn hafi orðið úti. Þá færist átökin sífellt nær fólkinu. Loftárásir eru reglulegar í Idlib og hafa þær valdið miklu mannfalli meðal almennra borgara. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent mikið magn hjálparbirgða til Idlib en erfiðlega gengur að koma þeim til flóttafólks vegna átakanna, veðurs og umferðar. Hér má sjá stutt viðtal við Mark Cutts frá UNOCHA um stöðuna í Idlib Þar að neðan má svo sjá samanburðarmynd frá landamærum Sýrlands og Tyrklands sem sýnir hve mikið flóttamannabúðir þar hafa stækkað á einu ári. Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020. UN deputy humanitarian coordinator Mark Cutts says the situation in Idlib is "desperate", adding that if airstrikes continue, Syria will face a "bloodbath" and a "massacre" on a scale that has never been seen during the entire civil war. Find out more https://t.co/FFNT42vZccpic.twitter.com/6bK2yoyk3V— Sky News (@SkyNews) February 20, 2020 Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020.AP/Maxar Technologies
Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira