Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2019 23:30 Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra heimastjórnar Skotlands. GETTY/JEFF J MITCHELL Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Er hún ávarpaði þingmenn í dag sagði Sturgeon að hún hyggðist leggja fram formlega kröfu þannig að halda mætti aðra þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta ári. Skotar greiddu atkvæði um sjálfstæði árið 2014, þá sögðu 55 prósent nei og 44,7 prósent já. Síðan þá hefur þó ýmislegt gerst og ber þar hæst að nefna Brexit, áætlaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Fastlega er gert ráð fyrir því að Boris Johnson takist að ljúka henni á næsta ári, eftir að hann tryggði sér meirihluta á breska þingingu eftir þingkosningarnar í síðustu viku. Meirihluti Skota er hins vegar mótfallinn Brexit en í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 voru 62 prósent Skota mótfallnir Brexit, 38 prósent hlynntir. Útkoma kosninganna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 af 59 þingsætum í Skotlandi.vísir Sturgeon og flokkur hennar, Skoski þjóðarflokkurinn, unnu stórsigur í bresku þingkosningunum í síðustu viku og skipa þingmenn flokksins nú 48 af 59 sætum Skotlands í neðri deild breska þingsins. Sturgeon hefur túlkað úrslitin sem skýrt umboð frá Skotum um að krefjast eigi nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. „Þetta eru kaflaskil í sögu Skotlands,“ sagði Sturgeon við þingmenn í dag. „Því mun ég í þessari viku stíga þau skref sem þarf til að tryggja rétt Skota á vali.“ Forsætisráðherra Bretlands hefur hins vegar þegar gefið út tilkynningu þess efnis að hann sé mótfallinn annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Bretland Brexit Skotland Tengdar fréttir Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert Nicola Sturgeon, leiðtoga skoska þjóðarflokksins, það ljóst að hann sé enn andvígur því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi um sjálfstæði þess. 14. desember 2019 11:31 Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45 „Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Sjá meira
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Er hún ávarpaði þingmenn í dag sagði Sturgeon að hún hyggðist leggja fram formlega kröfu þannig að halda mætti aðra þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta ári. Skotar greiddu atkvæði um sjálfstæði árið 2014, þá sögðu 55 prósent nei og 44,7 prósent já. Síðan þá hefur þó ýmislegt gerst og ber þar hæst að nefna Brexit, áætlaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Fastlega er gert ráð fyrir því að Boris Johnson takist að ljúka henni á næsta ári, eftir að hann tryggði sér meirihluta á breska þingingu eftir þingkosningarnar í síðustu viku. Meirihluti Skota er hins vegar mótfallinn Brexit en í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 voru 62 prósent Skota mótfallnir Brexit, 38 prósent hlynntir. Útkoma kosninganna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 af 59 þingsætum í Skotlandi.vísir Sturgeon og flokkur hennar, Skoski þjóðarflokkurinn, unnu stórsigur í bresku þingkosningunum í síðustu viku og skipa þingmenn flokksins nú 48 af 59 sætum Skotlands í neðri deild breska þingsins. Sturgeon hefur túlkað úrslitin sem skýrt umboð frá Skotum um að krefjast eigi nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. „Þetta eru kaflaskil í sögu Skotlands,“ sagði Sturgeon við þingmenn í dag. „Því mun ég í þessari viku stíga þau skref sem þarf til að tryggja rétt Skota á vali.“ Forsætisráðherra Bretlands hefur hins vegar þegar gefið út tilkynningu þess efnis að hann sé mótfallinn annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.
Bretland Brexit Skotland Tengdar fréttir Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert Nicola Sturgeon, leiðtoga skoska þjóðarflokksins, það ljóst að hann sé enn andvígur því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi um sjálfstæði þess. 14. desember 2019 11:31 Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45 „Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Sjá meira
Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert Nicola Sturgeon, leiðtoga skoska þjóðarflokksins, það ljóst að hann sé enn andvígur því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi um sjálfstæði þess. 14. desember 2019 11:31
Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45
„Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24