Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 5. maí 2020 20:15 Á baráttufundi Eflingar í dag. vísir/vilhelm Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ómögulegt að verða við kröfum Eflingar, þeim sömu og Reykjavíkurborg varð við, og sér fram á langt verkfall. Verkfallið tekur til félagsmanna Eflingar sem meðal annars sinna störfum í leik- og grunnskólum og heimahjúkrun. 235 fara í verkfall í Kópavogi, 25 á Seltjarnarnesi, Í sveitarfélaginu Ölfusi og í Mosfellsbæ fara fimm eða færri í verkfall og enginn í Hveragerði. Félagsmenn lögðu niður störf á hádegi í dag og á baráttufundi Eflingar í Digraneskirkju var skýlaus krafa félagsins rædd, að félagsmenn Eflingar í þessum sveitarfélögum fái sömu kjarabætur og þeir sem starfa í Reykjavík. Hækkun samkvæmt lífskjarasamningi auk leiðréttingar til þeirra lægst launuðu. Þeir félagsmenn sem fréttastofa ræddi við voru allir sammála um að það sé sanngjarnt, þeir vinni sömu vinnu og vilji sömu laun. Þeir voru einnig sammála um að verkfallið gæti varað lengi enda lítill samningsvilji fyrir hendi. Sveitarfélögin hnika ekki frá stefnu sinni Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga, er heldur ekki bjartsýn. Launakrafa Eflingar sé tíu prósentustigum hærri en í samningum sem þegar hafa verið gerðir við 7.000 starfsmenn í öðrum stéttarfélögum sem sinna sömu störfum. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur þannig samið við öllstéttarfélög innan ASÍ fyrir utan Eflingu. Að sögn Ingu Rúnar fylgdu þeir samningar lífskjarasamningum upp á þrjátíu prósent launahækkun en Efling krefjist 40% hækkunar - sömu hækkunar og Efling náði fram í samningum við Reykjavíkurborg. Af hverju getið þið ekki mætt þessu eins og Reykjavíkurborg gerði? „Málið er að við gerum samninga við öll önnur sveitarfélög en Reykjavík. Ef þessari kröfu yrði mætt fyrir þessi fjögur sveitarfélög sem eru í verkfalli þá myndi það breiðast út um allt land og valda viðbótarkostnaði á alla okkar kjarasamninga. Eruð þið ekki tilbúin að mæta þessum auka kröfum Eflingar sem þau fengu fram hjá Reykjavík? „Það er fullkomlega ósásættanlegt og ég tala nú ekki um á tímum eins og þessum.“ Þið munið ekki hnika frá þessu? „Nei, við gerum það ekki.“ Þannig að við sjáum fram á langt verkfall? „Já, því miður. Þetta er skelfileg staða.“ Komið út í „algjört rugl“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki aðeins hefði Efling samið við Reykjavíkurborg um svokallaða leiðréttingu, viðbótarkröfur sem sveitarfélögin geta ekki komið til móts við, heldur einnig við ríkið. „Ég get ekki svarað því hvernig sveitarfélögin fara með sitt samningsumboð en það sem ég veit, sem fullorðin, skynsöm manneskja, er að ef viljinn er fyrir hendi er hægt að leysa málin. En fólkið sem þarna er í forsvari fyrir þessi mál er með svimandi há laun, sem það fær greitt vegna þess að það ber svo mikla ábyrgð segir það sjálft, og nú hljótum við að bíða eftir því að þau axli þessa miklu ábyrgð og finni lausn á þessu máli. Það er ekki erfitt. Við höfum lagt fram mjög vel ígrundað tilboð. Þannig að þetta er náttúrulega komið út í eitthvað algjört rugl.“ En er sanngjarnt að Eflingarfélagsmenn fái hærri laun fyrir sömu störf og aðrir eru að sinna? „Við hljótum bara öll að fagna því innilega þegar lægstlaunuðu manneskjurnar á vinnumarkaðnum, mestmegnis konur í hefðbundnum kvennastörfum, fái aðeins sanngjarnari laun fyrir sína mikilvægu vinnu.“ En kemur til greina að semja sér við einstaka sveitarfélög? „Ég vísa í það sem ég sagði hér áðan. Ég get ekki svarað fyrir það hvernig þau vilja útfæra þessi mál en við erum auðvitað mjög lausnamiðuð og til í að hlusta á eiginlega hvaða lausnir sem er,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Kolbrún Arnardóttir, foreldri barna í grunn- og leikskóla í Kópavogi.vísir/erla Ólíðandi að börnin fái ekki að mæta í skólann Kennsla raskast í fjölda grunnskóla og fellur alveg niður í fjórum grunnskólum og þremur leikskólum í Kópavogi. Þegar Efling fór í verkfall í mars raskaðist skólastarf í þrjár vikur en verkfalli var frestað vegna kórónuveirunnar. Við tók skert skólastarf vegna veirunnar og nú hefst verkfall á ný. Foreldrar eru eðlilega áhyggjufullir, þar á meðal Kolbrún Arnardóttir sem á börn í skóla og leikskóla sem loka á morgun. „Miðað við að það er ekki búið að boða annan fund, þá lítur allt út fyrir að þau mæti ekkert aftur í skólann, sem er ólíðandi,“ segir hún. Kolbrún segir foreldra líta til neyðarrúrræðis eins og lögbanns til að vernda hagsmuni barnanna. Helst vilji þó allir sjá deiluaðila semja. „Það þarf tvo til þegar það eru deilur. Ég vil hvetja báða aðila til að setjast að borðinu og virkilega reyna að semja. Hingað til hefur þetta bara verið kröfur á báða bóga og báðir aðilar sitja bara og ætla ekkert að semja.“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, tekur undir áhyggjur foreldra. Hann ætlar sjálfur að þrífa hluta skólans næstu daga svo nemendur í 10.bekk geti fengið kennslu. „Ég hef áhyggjur af öllum nemendum mínum. En sérstaklega þeim sem eru að klára skólann, tíunda bekkingum sem eru að ljúka skólaári sem endar einhvern veginn ekki.“ Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Kópavogur Tengdar fréttir Formaður SÍS segir kröfur Eflingar vera langt fram úr hófi Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. 5. maí 2020 13:17 Telur til greina koma að endurskoða laun allra æðstu embættismanna Forsætisráðherra segir launahækkun þingmanna og ráðherra hafa verið frestað í júní í fyrra til síðustu áramóta vegna nýgerðra kjarasamninga. Þá hafi verið ákveðið að fresta annarri hækkun sem taka átti gildi hinn 1. júní næstkomandi. 5. maí 2020 11:19 Efling segir SÍS neita að semja Efling stéttarfélag og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa enn ekki náð saman í samningaviðræðum sínum. Í fréttatilkynningu Eflingar segir að SÍS neiti að gera kjarasamning sambærilegan þeim sem Ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir hafi þegar gert við félagið. 4. maí 2020 18:18 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Sjá meira
Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ómögulegt að verða við kröfum Eflingar, þeim sömu og Reykjavíkurborg varð við, og sér fram á langt verkfall. Verkfallið tekur til félagsmanna Eflingar sem meðal annars sinna störfum í leik- og grunnskólum og heimahjúkrun. 235 fara í verkfall í Kópavogi, 25 á Seltjarnarnesi, Í sveitarfélaginu Ölfusi og í Mosfellsbæ fara fimm eða færri í verkfall og enginn í Hveragerði. Félagsmenn lögðu niður störf á hádegi í dag og á baráttufundi Eflingar í Digraneskirkju var skýlaus krafa félagsins rædd, að félagsmenn Eflingar í þessum sveitarfélögum fái sömu kjarabætur og þeir sem starfa í Reykjavík. Hækkun samkvæmt lífskjarasamningi auk leiðréttingar til þeirra lægst launuðu. Þeir félagsmenn sem fréttastofa ræddi við voru allir sammála um að það sé sanngjarnt, þeir vinni sömu vinnu og vilji sömu laun. Þeir voru einnig sammála um að verkfallið gæti varað lengi enda lítill samningsvilji fyrir hendi. Sveitarfélögin hnika ekki frá stefnu sinni Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga, er heldur ekki bjartsýn. Launakrafa Eflingar sé tíu prósentustigum hærri en í samningum sem þegar hafa verið gerðir við 7.000 starfsmenn í öðrum stéttarfélögum sem sinna sömu störfum. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur þannig samið við öllstéttarfélög innan ASÍ fyrir utan Eflingu. Að sögn Ingu Rúnar fylgdu þeir samningar lífskjarasamningum upp á þrjátíu prósent launahækkun en Efling krefjist 40% hækkunar - sömu hækkunar og Efling náði fram í samningum við Reykjavíkurborg. Af hverju getið þið ekki mætt þessu eins og Reykjavíkurborg gerði? „Málið er að við gerum samninga við öll önnur sveitarfélög en Reykjavík. Ef þessari kröfu yrði mætt fyrir þessi fjögur sveitarfélög sem eru í verkfalli þá myndi það breiðast út um allt land og valda viðbótarkostnaði á alla okkar kjarasamninga. Eruð þið ekki tilbúin að mæta þessum auka kröfum Eflingar sem þau fengu fram hjá Reykjavík? „Það er fullkomlega ósásættanlegt og ég tala nú ekki um á tímum eins og þessum.“ Þið munið ekki hnika frá þessu? „Nei, við gerum það ekki.“ Þannig að við sjáum fram á langt verkfall? „Já, því miður. Þetta er skelfileg staða.“ Komið út í „algjört rugl“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki aðeins hefði Efling samið við Reykjavíkurborg um svokallaða leiðréttingu, viðbótarkröfur sem sveitarfélögin geta ekki komið til móts við, heldur einnig við ríkið. „Ég get ekki svarað því hvernig sveitarfélögin fara með sitt samningsumboð en það sem ég veit, sem fullorðin, skynsöm manneskja, er að ef viljinn er fyrir hendi er hægt að leysa málin. En fólkið sem þarna er í forsvari fyrir þessi mál er með svimandi há laun, sem það fær greitt vegna þess að það ber svo mikla ábyrgð segir það sjálft, og nú hljótum við að bíða eftir því að þau axli þessa miklu ábyrgð og finni lausn á þessu máli. Það er ekki erfitt. Við höfum lagt fram mjög vel ígrundað tilboð. Þannig að þetta er náttúrulega komið út í eitthvað algjört rugl.“ En er sanngjarnt að Eflingarfélagsmenn fái hærri laun fyrir sömu störf og aðrir eru að sinna? „Við hljótum bara öll að fagna því innilega þegar lægstlaunuðu manneskjurnar á vinnumarkaðnum, mestmegnis konur í hefðbundnum kvennastörfum, fái aðeins sanngjarnari laun fyrir sína mikilvægu vinnu.“ En kemur til greina að semja sér við einstaka sveitarfélög? „Ég vísa í það sem ég sagði hér áðan. Ég get ekki svarað fyrir það hvernig þau vilja útfæra þessi mál en við erum auðvitað mjög lausnamiðuð og til í að hlusta á eiginlega hvaða lausnir sem er,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Kolbrún Arnardóttir, foreldri barna í grunn- og leikskóla í Kópavogi.vísir/erla Ólíðandi að börnin fái ekki að mæta í skólann Kennsla raskast í fjölda grunnskóla og fellur alveg niður í fjórum grunnskólum og þremur leikskólum í Kópavogi. Þegar Efling fór í verkfall í mars raskaðist skólastarf í þrjár vikur en verkfalli var frestað vegna kórónuveirunnar. Við tók skert skólastarf vegna veirunnar og nú hefst verkfall á ný. Foreldrar eru eðlilega áhyggjufullir, þar á meðal Kolbrún Arnardóttir sem á börn í skóla og leikskóla sem loka á morgun. „Miðað við að það er ekki búið að boða annan fund, þá lítur allt út fyrir að þau mæti ekkert aftur í skólann, sem er ólíðandi,“ segir hún. Kolbrún segir foreldra líta til neyðarrúrræðis eins og lögbanns til að vernda hagsmuni barnanna. Helst vilji þó allir sjá deiluaðila semja. „Það þarf tvo til þegar það eru deilur. Ég vil hvetja báða aðila til að setjast að borðinu og virkilega reyna að semja. Hingað til hefur þetta bara verið kröfur á báða bóga og báðir aðilar sitja bara og ætla ekkert að semja.“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, tekur undir áhyggjur foreldra. Hann ætlar sjálfur að þrífa hluta skólans næstu daga svo nemendur í 10.bekk geti fengið kennslu. „Ég hef áhyggjur af öllum nemendum mínum. En sérstaklega þeim sem eru að klára skólann, tíunda bekkingum sem eru að ljúka skólaári sem endar einhvern veginn ekki.“
Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Kópavogur Tengdar fréttir Formaður SÍS segir kröfur Eflingar vera langt fram úr hófi Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. 5. maí 2020 13:17 Telur til greina koma að endurskoða laun allra æðstu embættismanna Forsætisráðherra segir launahækkun þingmanna og ráðherra hafa verið frestað í júní í fyrra til síðustu áramóta vegna nýgerðra kjarasamninga. Þá hafi verið ákveðið að fresta annarri hækkun sem taka átti gildi hinn 1. júní næstkomandi. 5. maí 2020 11:19 Efling segir SÍS neita að semja Efling stéttarfélag og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa enn ekki náð saman í samningaviðræðum sínum. Í fréttatilkynningu Eflingar segir að SÍS neiti að gera kjarasamning sambærilegan þeim sem Ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir hafi þegar gert við félagið. 4. maí 2020 18:18 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Sjá meira
Formaður SÍS segir kröfur Eflingar vera langt fram úr hófi Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. 5. maí 2020 13:17
Telur til greina koma að endurskoða laun allra æðstu embættismanna Forsætisráðherra segir launahækkun þingmanna og ráðherra hafa verið frestað í júní í fyrra til síðustu áramóta vegna nýgerðra kjarasamninga. Þá hafi verið ákveðið að fresta annarri hækkun sem taka átti gildi hinn 1. júní næstkomandi. 5. maí 2020 11:19
Efling segir SÍS neita að semja Efling stéttarfélag og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa enn ekki náð saman í samningaviðræðum sínum. Í fréttatilkynningu Eflingar segir að SÍS neiti að gera kjarasamning sambærilegan þeim sem Ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir hafi þegar gert við félagið. 4. maí 2020 18:18