Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2020 19:20 Breiður stuðningur virðist vera við það á Alþingi að ráðast stórar vegaframkvæmdir í samvinnu við einkaaðila. Stöð 2/Sigurjón Sex stór samgönguverkefni verða boðin út á næstu mánuðum til einkaaðila nái frumvarp samgönguráðherra fram að ganga. Gjaldtöku á að ljúka inna þrjátíu ára þegar ríkið eignast samgöngumannvirkin líkt og Hvalfjarðargöng að loknum samningstíma. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpinu í dag en verkefnin eru á hringveginum norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá og hringveginum um Hornafjarðarfljót. Lagning Axarvegar fyrir austan, tvöföldun Hvalfjarðarganga, á hringveginum um Mýrdal og jarðgöng íReynisfjalli og að lokum lagning Sundabrautar. Stöð 2/HÞ Markmiðið sé að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum. „Þannig er áætlaðað samvinnuverkefni sem hér eru kynnt um vegaframkvæmdir geti skapað allt aðfjögur þúsund ársverk sem skiptast á milli hönnunar í hátæknistörfum og verktökum á framkvæmdatíma. Fyrir utan þau störf sem leiða af slíkri starfsemi," segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir notendur alltaf hafa hag að samgöngubótunum vegna styttri veglalengda og minni eldsneytisnotkunar. Þeir geti líka valið að fara aðra leið án gjaldtöku.Stöð 2/Sigurjón Horft væri til fyrirkomulags viðbyggingu og rekstur Hvalfjarðaganga sem að þrjátíu árum liðnum urðu eign ríkisins. Þingflokksformaður Viðreisnar fagnaði frumvarpinu en spurði hvers vegna þessi verkefni hefðu veriðvalin. Ráðherra sagði þau tilbúin til útboðs og Alþingi gæiti síðar bætt öðrum verkefnum við. Þingmaður Flokks fólksins segir hlutfallslega ódýrara verða fyrir vel launað fólk að aka um samgöngumannvirki í einkaframkvæmd en þá sem hafa lægstu launin.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins lýsti áhyggjum af veggjöldum sem kæmu misjafnlega niður á fólki. „Einstaklingur sem keyrir þennan veg og hann er með300 þúsund króna laun borgar þrjúþúsund kall. Svo kemur annar og keyrir um sama veginn. Hann borgar líka þrjúþúsund kall en hann er kannski meðmilljón í laun. Þannig að í sjálfu sér er hann að borga mun, mun minna hlutfallslega af sínum tekjum," sagði Guðmundur Ingi. Samgönguráðherra lagði áherslu á að notendur hefðu alltaf val um leiðir. „Ávinningurinn verður alltaf notandans. Af því að ellegar getur hann keyrt hina leiðina. Það er val um aðra leið. Hún verður bara dýrari að aka vegna þess að það tekur lengri tíma. Hann eyðir meira bensíni vegna þess að hann kemst aðra öruggari leið, styttri og með minni tilkostnaði," sagði samgönguráðherra. Helga Vala Helgadóttir leggur áherslu á að einkaframkvæmd í byggingu samgöngumannvirkja fari til óhagnaðardrifinna félaga.Stöð 2/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lagði áherslu á að verkefnin færu til óhagnaðardrifinna félaga og fagnaði því að ríkisstjórnin vildi fjárfesta í innviðum. „Það veitir ekki af. Löngu tímabært víða um land og við eigum að sjálfsögðu að bretta upp ermar hvað það varðar, ekki síst núna," sagði Helga Vala. Vegtollar Samgöngur Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Sex stór samgönguverkefni verða boðin út á næstu mánuðum til einkaaðila nái frumvarp samgönguráðherra fram að ganga. Gjaldtöku á að ljúka inna þrjátíu ára þegar ríkið eignast samgöngumannvirkin líkt og Hvalfjarðargöng að loknum samningstíma. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpinu í dag en verkefnin eru á hringveginum norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá og hringveginum um Hornafjarðarfljót. Lagning Axarvegar fyrir austan, tvöföldun Hvalfjarðarganga, á hringveginum um Mýrdal og jarðgöng íReynisfjalli og að lokum lagning Sundabrautar. Stöð 2/HÞ Markmiðið sé að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum. „Þannig er áætlaðað samvinnuverkefni sem hér eru kynnt um vegaframkvæmdir geti skapað allt aðfjögur þúsund ársverk sem skiptast á milli hönnunar í hátæknistörfum og verktökum á framkvæmdatíma. Fyrir utan þau störf sem leiða af slíkri starfsemi," segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir notendur alltaf hafa hag að samgöngubótunum vegna styttri veglalengda og minni eldsneytisnotkunar. Þeir geti líka valið að fara aðra leið án gjaldtöku.Stöð 2/Sigurjón Horft væri til fyrirkomulags viðbyggingu og rekstur Hvalfjarðaganga sem að þrjátíu árum liðnum urðu eign ríkisins. Þingflokksformaður Viðreisnar fagnaði frumvarpinu en spurði hvers vegna þessi verkefni hefðu veriðvalin. Ráðherra sagði þau tilbúin til útboðs og Alþingi gæiti síðar bætt öðrum verkefnum við. Þingmaður Flokks fólksins segir hlutfallslega ódýrara verða fyrir vel launað fólk að aka um samgöngumannvirki í einkaframkvæmd en þá sem hafa lægstu launin.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins lýsti áhyggjum af veggjöldum sem kæmu misjafnlega niður á fólki. „Einstaklingur sem keyrir þennan veg og hann er með300 þúsund króna laun borgar þrjúþúsund kall. Svo kemur annar og keyrir um sama veginn. Hann borgar líka þrjúþúsund kall en hann er kannski meðmilljón í laun. Þannig að í sjálfu sér er hann að borga mun, mun minna hlutfallslega af sínum tekjum," sagði Guðmundur Ingi. Samgönguráðherra lagði áherslu á að notendur hefðu alltaf val um leiðir. „Ávinningurinn verður alltaf notandans. Af því að ellegar getur hann keyrt hina leiðina. Það er val um aðra leið. Hún verður bara dýrari að aka vegna þess að það tekur lengri tíma. Hann eyðir meira bensíni vegna þess að hann kemst aðra öruggari leið, styttri og með minni tilkostnaði," sagði samgönguráðherra. Helga Vala Helgadóttir leggur áherslu á að einkaframkvæmd í byggingu samgöngumannvirkja fari til óhagnaðardrifinna félaga.Stöð 2/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lagði áherslu á að verkefnin færu til óhagnaðardrifinna félaga og fagnaði því að ríkisstjórnin vildi fjárfesta í innviðum. „Það veitir ekki af. Löngu tímabært víða um land og við eigum að sjálfsögðu að bretta upp ermar hvað það varðar, ekki síst núna," sagði Helga Vala.
Vegtollar Samgöngur Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira