Milljarðar gætu búið við þrúgandi hita fyrir 2070 Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2020 14:28 Hnattræn hlýnun gæti gert lífið á stöðum sem eru heitir fyrir eins og Ástralíu nær óbærilegir á seinni hluta þessarar aldar. Vísir/EPA Allt að þrír milljarðar jarðarbúa gætu búið á stöðum þar sem hiti verður nær óbærilegur vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna fyrir árið 2070. Meðalhiti þar sem stór hluti mannkyns býr gæti þá verið yfir 29 gráðum. Flestir jarðarbúar búa á svæðum þar sem meðalhiti hefur verið á bilinu 11-15°C í þúsundir ára. Hluti mannkynsins býr þó á svæðum með meðalhita upp á 20-25°C. Ef fram fer sem horfir mun æ stærri hluti mannfólksins búa á svæðum sem er mörkum þess bærilega samkvæmt nýrri rannsókn. Hún byggist á manfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna og sviðsmynd loftslagslíkana um þriggja gráðu hlýnun fyrir lok þessarar aldar, um það bil þá hlýnun sem útlit er fyrir að eigi sér stað jafnvel þó að ríki nái núverandi markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tim Lenton, loftslagsvísindamaður við Exeter-háskóla á Englandi ogeinn höfunda greinar um rannsóknina, segir BBC að búist sé við mestri mannfjölgun á svæðum sem eru heit fyrir, sérstaklega í Afríku sunnan Saharaeyðimerkurinnar. „Þetta hliðrar allri dreifingu fólks til heitari svæða sem eru sjálf að verða hlýrri og þess vegna komumst við að því að meðalmanneskjan á plánetunni muni búa við um 7°C hlýrri aðstæður í heimi sem er 3°C hlýrri,“ segir Lenton. Þar á hann við svæði eins og Ástralíu, Indland, Afríku, Suður-Ameríku og hluta Miðausturlanda. Lenton segir niðurstöðurnar undirstrika hversu mikilvægt sé að takmarka hnattræna hlýnun eins og kostur sé. „Þetta er um milljarður manna fyrir hverja gráðu hlýnunar umfram þá sem þegar er orðin. Fyrir hverja gráðu hlýnunar gætum við forðast gríðarlega breytingu á lífsafkomu fólks,“ segir hann. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5-2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Ljóst er að það markmið næst þó ekki nema ríki heims auki verulega metnað í aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 3-5°C fyrir lok aldarinnar verði ekki dregið hratt úr losun. Svartsýnari sviðsmyndir byggja þó á því að nær ekkert verði gert til að draga úr losun á öldinni. Loftslagsmál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Allt að þrír milljarðar jarðarbúa gætu búið á stöðum þar sem hiti verður nær óbærilegur vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna fyrir árið 2070. Meðalhiti þar sem stór hluti mannkyns býr gæti þá verið yfir 29 gráðum. Flestir jarðarbúar búa á svæðum þar sem meðalhiti hefur verið á bilinu 11-15°C í þúsundir ára. Hluti mannkynsins býr þó á svæðum með meðalhita upp á 20-25°C. Ef fram fer sem horfir mun æ stærri hluti mannfólksins búa á svæðum sem er mörkum þess bærilega samkvæmt nýrri rannsókn. Hún byggist á manfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna og sviðsmynd loftslagslíkana um þriggja gráðu hlýnun fyrir lok þessarar aldar, um það bil þá hlýnun sem útlit er fyrir að eigi sér stað jafnvel þó að ríki nái núverandi markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tim Lenton, loftslagsvísindamaður við Exeter-háskóla á Englandi ogeinn höfunda greinar um rannsóknina, segir BBC að búist sé við mestri mannfjölgun á svæðum sem eru heit fyrir, sérstaklega í Afríku sunnan Saharaeyðimerkurinnar. „Þetta hliðrar allri dreifingu fólks til heitari svæða sem eru sjálf að verða hlýrri og þess vegna komumst við að því að meðalmanneskjan á plánetunni muni búa við um 7°C hlýrri aðstæður í heimi sem er 3°C hlýrri,“ segir Lenton. Þar á hann við svæði eins og Ástralíu, Indland, Afríku, Suður-Ameríku og hluta Miðausturlanda. Lenton segir niðurstöðurnar undirstrika hversu mikilvægt sé að takmarka hnattræna hlýnun eins og kostur sé. „Þetta er um milljarður manna fyrir hverja gráðu hlýnunar umfram þá sem þegar er orðin. Fyrir hverja gráðu hlýnunar gætum við forðast gríðarlega breytingu á lífsafkomu fólks,“ segir hann. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5-2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Ljóst er að það markmið næst þó ekki nema ríki heims auki verulega metnað í aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 3-5°C fyrir lok aldarinnar verði ekki dregið hratt úr losun. Svartsýnari sviðsmyndir byggja þó á því að nær ekkert verði gert til að draga úr losun á öldinni.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15