Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2020 06:30 Vanalega er pláss fyrir um tvö þúsund manns á Hömrum í Eyjafirði. Hamrar Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra, útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta á Akureyri, segist binda vonir við að rýmkað verði á reglum landlæknis um hámarksfjölda á tjaldsvæðum. Hann segir lítið gagn vera í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið. Samkvæmt leiðbeiningum um sóttvarnaráðstafanir á tjaldsvæðum vegna Covid-19 verður fólki ekki leyfilegt að koma inn á tjaldsvæði séu þeir í sóttkví eða þá ef innan við fjórtán dagar séu frá útskrift eftir að viðkomandi hafi verið í einangrun. Sömuleiðis má fólk ekki koma inn á tjaldsvæði ef það er með einkenni líkt og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki eða niðurgang. Rekstraraðildar þurfa að þrífa og sótthreinsa sameiginleg rými minnst tvisvar á dag og á tjaldsvæðum munu ekki fleiri en fimmtíu gestir vera þar hverju sinni nema hægt sé að skipta svæðinu upp hólf og tryggja á sama tíma tveggja metra fjarlægðartakmarkanir og tvö salerni fyrir hvert hólf ásamt handþvottaaðstöðu. Þá skulu fjórir metrar hið minnsta vera á milli tjalda, tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa, campera og húsbíla, þó að slíkt gildi ekki fyrir fjölskyldur og hópa þar sem mikið samneyti er á milli einstaklinga. Gæti tekið við tvö hundruð manns Tryggvi segist ekki alveg hafa vitað við hverju hann ætti von á varðandi leiðbeiningarnar um sóttvarnaráðstafanir á tjaldsvæðum. „Við áttum þó von á því að við gætum tekið fleiri en fimmtíu inn í hvert hólf. Við erum með tvö þúsund manna tjaldsvæði, en miðað við þær salernisaðstöður sem við höfum gætum við tekið tvö hundruð manns eins og reglurnar eru núna og ef ekki yrði gripið til neinna sérstakra ráðstafana.“ Hann segir þó hugsanlegt að skipta salernisaðstöðunum í helminga, hætta að vera með kynjaskipt salerni og þannig fjölda hólfum á tjaldsvæðinu. „Einnig væri hugsanlega hægt að bæta við salernum á öðrum stöðum. Með ítrustu skiptingu á salernum og flötum þá gætum við kannski tekið við fimm hundruð manns.“ Frá Akureyri.Vísir/Vilhelm Vonar að reglum verði breytt um næstu mánaðamót Tryggvi segist þó gera ráð fyrir að þessar reglur og leiðbeiningar muni breytast um næstu mánaðamót. „Ég held að það hljóti að vera. Við vonumst þá til að hámarksfjöldinn fari í að minnsta kosti hundrað. Það væri ansi mikil bót. Það er náttúrulega lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið.“ Sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ljóst væri að slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem gefinn verði meiri afsláttur á fjöldatakmörkunum. Tjaldsvæðið á Hömrum er opið allt árið, en ekki hafa verið neinir gestir þar síðan í byrjun apríl. „Við eigum von á að einhverjir gestir komi nú í maí, en Íslendingar, þeir byrja vanalega ekki að ferðast fyrr en í kringum 17. júní. Það verður kannski öðruvísi núna, það er aldrei að vita.“ Treystir á að gestir virði mörk og fari að reglum Tryggvi segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að rekstraraðilar tjaldsvæða tryggi að farið sé að reglunum í hvívetna. Nauðsynlegt sé að treysta á að gestir virði mörk og fari að reglunum. „Við erum með svo stórt svæði og ég get ekki haft mannskap í því að fylgja öllum og segja þeim hvar eða hvernig þeir eigi að tjalda. Það er enginn fjárhagslegur grunnur fyrir því. Þeir verða að finna út úr því sjálfir og við treystum á að gestir virði þessi mörk. Sömuleiðis að farið eftir reglum um að fólk í sóttkví eða að þeir sem hafi nýlega verið í einangrun komi ekki.“ Búa sig undir mikið tekjutap Fulltrúar Hamra sátu fund með fulltrúum Akureyrarbæjar á mánudaginn þar sem farið var yfir stöðuna. „Við erum að reyna að vinna þetta eins hratt og eins vel og hægt er. Maður er svona þokkalega bjartsýnn á að við náum að leysa þetta en við verðum að treysta á að fólk verði samvinnufúst.“ Hann segir að Hamrar séu að búa sig undir mikið tekjutap á þessu ári. „Bæði af því að við munum ekki geta tekið við eins mörgum og vilja koma og hins vegar að tekjurnar hafa verið að koma, allt upp í 45 prósent, frá erlendum gestum. Þeir verða náttúrulega miklu færri en hafa verið síðustu ár. Þetta verður því fjárhagslega erfitt ár. Við vonum bara að Íslendingar muni ferðast innanlands og þá að við getum haft pláss fyrir þá. Að við megum taka þá. Þetta snýst aðallega um það.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Akureyri Tjaldsvæði Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra, útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta á Akureyri, segist binda vonir við að rýmkað verði á reglum landlæknis um hámarksfjölda á tjaldsvæðum. Hann segir lítið gagn vera í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið. Samkvæmt leiðbeiningum um sóttvarnaráðstafanir á tjaldsvæðum vegna Covid-19 verður fólki ekki leyfilegt að koma inn á tjaldsvæði séu þeir í sóttkví eða þá ef innan við fjórtán dagar séu frá útskrift eftir að viðkomandi hafi verið í einangrun. Sömuleiðis má fólk ekki koma inn á tjaldsvæði ef það er með einkenni líkt og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki eða niðurgang. Rekstraraðildar þurfa að þrífa og sótthreinsa sameiginleg rými minnst tvisvar á dag og á tjaldsvæðum munu ekki fleiri en fimmtíu gestir vera þar hverju sinni nema hægt sé að skipta svæðinu upp hólf og tryggja á sama tíma tveggja metra fjarlægðartakmarkanir og tvö salerni fyrir hvert hólf ásamt handþvottaaðstöðu. Þá skulu fjórir metrar hið minnsta vera á milli tjalda, tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa, campera og húsbíla, þó að slíkt gildi ekki fyrir fjölskyldur og hópa þar sem mikið samneyti er á milli einstaklinga. Gæti tekið við tvö hundruð manns Tryggvi segist ekki alveg hafa vitað við hverju hann ætti von á varðandi leiðbeiningarnar um sóttvarnaráðstafanir á tjaldsvæðum. „Við áttum þó von á því að við gætum tekið fleiri en fimmtíu inn í hvert hólf. Við erum með tvö þúsund manna tjaldsvæði, en miðað við þær salernisaðstöður sem við höfum gætum við tekið tvö hundruð manns eins og reglurnar eru núna og ef ekki yrði gripið til neinna sérstakra ráðstafana.“ Hann segir þó hugsanlegt að skipta salernisaðstöðunum í helminga, hætta að vera með kynjaskipt salerni og þannig fjölda hólfum á tjaldsvæðinu. „Einnig væri hugsanlega hægt að bæta við salernum á öðrum stöðum. Með ítrustu skiptingu á salernum og flötum þá gætum við kannski tekið við fimm hundruð manns.“ Frá Akureyri.Vísir/Vilhelm Vonar að reglum verði breytt um næstu mánaðamót Tryggvi segist þó gera ráð fyrir að þessar reglur og leiðbeiningar muni breytast um næstu mánaðamót. „Ég held að það hljóti að vera. Við vonumst þá til að hámarksfjöldinn fari í að minnsta kosti hundrað. Það væri ansi mikil bót. Það er náttúrulega lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið.“ Sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ljóst væri að slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem gefinn verði meiri afsláttur á fjöldatakmörkunum. Tjaldsvæðið á Hömrum er opið allt árið, en ekki hafa verið neinir gestir þar síðan í byrjun apríl. „Við eigum von á að einhverjir gestir komi nú í maí, en Íslendingar, þeir byrja vanalega ekki að ferðast fyrr en í kringum 17. júní. Það verður kannski öðruvísi núna, það er aldrei að vita.“ Treystir á að gestir virði mörk og fari að reglum Tryggvi segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að rekstraraðilar tjaldsvæða tryggi að farið sé að reglunum í hvívetna. Nauðsynlegt sé að treysta á að gestir virði mörk og fari að reglunum. „Við erum með svo stórt svæði og ég get ekki haft mannskap í því að fylgja öllum og segja þeim hvar eða hvernig þeir eigi að tjalda. Það er enginn fjárhagslegur grunnur fyrir því. Þeir verða að finna út úr því sjálfir og við treystum á að gestir virði þessi mörk. Sömuleiðis að farið eftir reglum um að fólk í sóttkví eða að þeir sem hafi nýlega verið í einangrun komi ekki.“ Búa sig undir mikið tekjutap Fulltrúar Hamra sátu fund með fulltrúum Akureyrarbæjar á mánudaginn þar sem farið var yfir stöðuna. „Við erum að reyna að vinna þetta eins hratt og eins vel og hægt er. Maður er svona þokkalega bjartsýnn á að við náum að leysa þetta en við verðum að treysta á að fólk verði samvinnufúst.“ Hann segir að Hamrar séu að búa sig undir mikið tekjutap á þessu ári. „Bæði af því að við munum ekki geta tekið við eins mörgum og vilja koma og hins vegar að tekjurnar hafa verið að koma, allt upp í 45 prósent, frá erlendum gestum. Þeir verða náttúrulega miklu færri en hafa verið síðustu ár. Þetta verður því fjárhagslega erfitt ár. Við vonum bara að Íslendingar muni ferðast innanlands og þá að við getum haft pláss fyrir þá. Að við megum taka þá. Þetta snýst aðallega um það.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Akureyri Tjaldsvæði Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira