Skutu öryggisvörð verslunar vegna deilu um grímu Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2020 09:01 Sharion Munerlyn, sonur öryggisvarðarins, faðmar frænku sína á minningarathöfn á sunnudaginn. AP/Jake May Þrír fjölskyldumeðlimir hafa verið ákærð eftir að öryggisvörður var skotinn til bana við verslun í Michigan í Bandaríkjunum. Sá hafði meinað dóttur konu að fara í verslunina vegna þess að hún var ekki með andlitsgrímu. Skömmu seinna komu eiginmaður konunnar og sonur hennar og skutu öryggisvörðinn til bana. Þetta átti sér stað á föstudaginn í Flint í Michigan. Sharmel Teague reifst við öryggisvörðinn, sem hét Calvin Munerlyn, en hún hrækti á Munerlyn og fór svo. Eiginmaður hennar og sonur eru svo sakaðir um að farið í verslun Family Dollar skömmu seinna og skotið Munerlyn til bana. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja vitni að Ramonyea Bishop, 23 ára sonur Teague, hafi skotið Munerlyn í hnakkann. Búið er að handtaka Teague, samkvæmt AP, en enn er verið að leita að mönnunum tveimur. Þau hafa öll þrjú verið ákærð fyrir morð. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur gefið út skipun um að íbúar þurfi að vera með andlitsgrímur í verslunum. Öryggisvörðurinn var að framfylgja þeirri skipun. Michigan hefur verið þungamiðja mótmæla gegn allri félagsforðun, útgöngubanni og tilmælum til varnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Á fimmtudaginn fjölmenntu til að mynda þungvopnaðir mótmælendur við þinghús Michigan og komu þeir sér einnig fyrir á áhorfendapöllum þingsins. Þingmenn voru sumir klæddir skotheldum vestum vegna mótmælendanna og hafa þeir verið sakaðir um ógnandi tilburði. Mótmælunum var stýrt af meðlimum Michigan Liberty Militia og kölluðust American Patriot Rally. Í gær höfðu minnst 45.754 smitast af Covid-19 í Michigan og 4.049 dáið. Óskiljanlegt morð Saksóknarinn David Leyton sagði í yfirlýsingu í gær að það væri algerlega óskiljanlegt að einhver hafi verið skotinn til bana vegna tilmæla ríkisstjórans. „Þessi fjandsamlegi tónn sem við höfum séð á undanförnum dögum í sjónvarpi og samfélagsmiðlum getur haft áhrif á samfélag okkar á þann hátt sem við áttum okkur ekki á eða sjáum ekki,“ sagði Leyton. „Ákvarðanir eins og að halda sig heima þegar þú getur, vera með grímu þegar þú ferð í búðina og að halda þér í fjarlægð frá öðrum, þetta eiga ekki að vera pólitísk deilumál.“ Breyttu reglum vegna hótana Sóttvarnir Bandaríkjanna lögðu til þann 3. apríl að fólk ætti að bera andlitsgrímur á almannafæri. Það hefur víða verið gert að reglu en fregnir hafa borist af því að illa hafi gengið að framfylgja þeim reglum. TIl að mynda í Oklahoma þar sem reglum var breytt í tilmæli vegna hótana í garð starfsfólk fyrirtækja sem reyndi að framfylgja þeim. Reglurnar voru í gildi í einungis þrjár klukkustundir þann 1. maí í bænum Stillwater í Oklahoma, áður en tilkynnt var að þeim yrði breytt. Það var gert vegna hótana í garð starfsfólks fyrirtækja og meðal annars var einum hótað með skotvopni. Norman McNickle, háttsettur embættismaður í Stillwater, sagði marga hafa haldið því fram að verið væri að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt þeirra með því að skipa þeim að vera með andlitsgrímur. Það væri alls ekki rétt. Það væri þar að auki sérstaklega óhugnanlegt að aðgerðir þessa fólks, sem telji sig vera að verja rétt sinn, ógni öðrum. „Það er óheppilegt og sorglegt að þeir sem neita og hóta ofbeldi eru svo upptekin af sjálfum sér að þau geta ekki sýnt minnstu virðingu og kurteisi í garð annarra,“ sagði McNickle. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Þrír fjölskyldumeðlimir hafa verið ákærð eftir að öryggisvörður var skotinn til bana við verslun í Michigan í Bandaríkjunum. Sá hafði meinað dóttur konu að fara í verslunina vegna þess að hún var ekki með andlitsgrímu. Skömmu seinna komu eiginmaður konunnar og sonur hennar og skutu öryggisvörðinn til bana. Þetta átti sér stað á föstudaginn í Flint í Michigan. Sharmel Teague reifst við öryggisvörðinn, sem hét Calvin Munerlyn, en hún hrækti á Munerlyn og fór svo. Eiginmaður hennar og sonur eru svo sakaðir um að farið í verslun Family Dollar skömmu seinna og skotið Munerlyn til bana. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja vitni að Ramonyea Bishop, 23 ára sonur Teague, hafi skotið Munerlyn í hnakkann. Búið er að handtaka Teague, samkvæmt AP, en enn er verið að leita að mönnunum tveimur. Þau hafa öll þrjú verið ákærð fyrir morð. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur gefið út skipun um að íbúar þurfi að vera með andlitsgrímur í verslunum. Öryggisvörðurinn var að framfylgja þeirri skipun. Michigan hefur verið þungamiðja mótmæla gegn allri félagsforðun, útgöngubanni og tilmælum til varnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Á fimmtudaginn fjölmenntu til að mynda þungvopnaðir mótmælendur við þinghús Michigan og komu þeir sér einnig fyrir á áhorfendapöllum þingsins. Þingmenn voru sumir klæddir skotheldum vestum vegna mótmælendanna og hafa þeir verið sakaðir um ógnandi tilburði. Mótmælunum var stýrt af meðlimum Michigan Liberty Militia og kölluðust American Patriot Rally. Í gær höfðu minnst 45.754 smitast af Covid-19 í Michigan og 4.049 dáið. Óskiljanlegt morð Saksóknarinn David Leyton sagði í yfirlýsingu í gær að það væri algerlega óskiljanlegt að einhver hafi verið skotinn til bana vegna tilmæla ríkisstjórans. „Þessi fjandsamlegi tónn sem við höfum séð á undanförnum dögum í sjónvarpi og samfélagsmiðlum getur haft áhrif á samfélag okkar á þann hátt sem við áttum okkur ekki á eða sjáum ekki,“ sagði Leyton. „Ákvarðanir eins og að halda sig heima þegar þú getur, vera með grímu þegar þú ferð í búðina og að halda þér í fjarlægð frá öðrum, þetta eiga ekki að vera pólitísk deilumál.“ Breyttu reglum vegna hótana Sóttvarnir Bandaríkjanna lögðu til þann 3. apríl að fólk ætti að bera andlitsgrímur á almannafæri. Það hefur víða verið gert að reglu en fregnir hafa borist af því að illa hafi gengið að framfylgja þeim reglum. TIl að mynda í Oklahoma þar sem reglum var breytt í tilmæli vegna hótana í garð starfsfólk fyrirtækja sem reyndi að framfylgja þeim. Reglurnar voru í gildi í einungis þrjár klukkustundir þann 1. maí í bænum Stillwater í Oklahoma, áður en tilkynnt var að þeim yrði breytt. Það var gert vegna hótana í garð starfsfólks fyrirtækja og meðal annars var einum hótað með skotvopni. Norman McNickle, háttsettur embættismaður í Stillwater, sagði marga hafa haldið því fram að verið væri að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt þeirra með því að skipa þeim að vera með andlitsgrímur. Það væri alls ekki rétt. Það væri þar að auki sérstaklega óhugnanlegt að aðgerðir þessa fólks, sem telji sig vera að verja rétt sinn, ógni öðrum. „Það er óheppilegt og sorglegt að þeir sem neita og hóta ofbeldi eru svo upptekin af sjálfum sér að þau geta ekki sýnt minnstu virðingu og kurteisi í garð annarra,“ sagði McNickle.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira