Mourinho ver dýfu hins „heiðarlega“ Cahill | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2014 12:30 Gary Cahill fékk gult spjald fyrir þessa tæklingu. vísir/getty Chelsea vann enn einn sigurinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina þegar liðið lagði Hull að velli, 2-0, á Stamford Bridge. Eden Hazard kom meistaraefnum Chelsea í 1-0 á sjöundu mínútu leiksins og á 68. mínútu tryggði Diego Costa sigur heimamanna með öðru marki leiksins. Hlutirnir hefðu getað verið öðruvísi því Chelsea átti að missa mann af velli. Gary Cahill verður að teljast mjög heppinn að hafa fengið að klára leikinn. Cahill hefði auðveldlega getað fengið rautt spjald fyrir rosalega tæklingu á Sone Aluku á 38. mínútu, en slapp með gult spjald frá dómara leiksins, Chris Foy. Snemma í seinni hálfleik hefði Cahill svo auðveldlega getað fengið annað gult spjald þegar hann henti sér niður í teig Hull, en slapp með skrekkinn. Eðlilega voru gestirnir ekki kátir með Chris Foy.Steve Bruce og José Mourinho ræða saman á hliðarlínunni.vísir/gettyChelsea-menn voru svolítið að kasta sér niður í leiknum, en Foy dómari spjaldaði bæði Willian og Diego Costa fyrir dýfur í leiknum. „Hann bókaði samt ekki Cahill sem var stór ákvörðun. Hann klúðraði henni alveg. Þetta er til skammar og maður spyr sig um heiðarleika dómaranna. Er maðurinn hræddur við að vera á Stamford Bridge?“ sagði Garth Crooks, knattspyrnusérfræðingur BBC, um dómgæsluna. Fleiri fyrrverandi leikmenn á borð við Gary Lineker, Robbie Savage og Danny Murphy tóku undir orð Crooks, en þeir eru allir orðnir þreyttir á dýfum eins og flestir sem fylgjast með sportinu. „Þessar dýfur eru orðnar kjánalegar. Leikmenn þurfa að fara að dæma þetta sjálfir. Til hvers eru leikmannasamtökin ef leikmennirnir fara ekki eftir neinum siðareglum,“ sagði Lineker. „Hvenær hættir þetta? Þetta er bara að færast í aukana. Ég vil að dómarar mæti eftir leik og útskýri ákvarðanir sínar, en það mun ekki gerast. Gary Cahill komst upp með þetta í dag, en þetta verður að hætta,“ sagði Savage. „Hull var óheppið því Gary Cahill slapp með skrekkinn. Hvernig Cahill brást við dýfunni bjargaði honum. Þetta er annað hvort víti eða gult spjald,“ sagði Danny Murphy. Einn maður stóð þó með Cahill og hinum tveimur sem fengu gul spjöld fyrir dýfur. José Mourinho, stjóri Celsea, var ekki sammála dómaranum í atvikum Costa og Willian og trúir ekki að Cahill hafi hent sér niður. „Við erum heiðarlegir í Chelsea. Willian var á miðjum vellinum þannig það var engin ástæða fyrir hann til að dýfa sér. Mér fannst Diego ekki dýfa sér heldur,“ sagði Mourinho í sjónvarpsviðtali eftir leikinn og hélt áfram á blaðamannafundinum. „Ef þið segið mér að ég hafi rangt fyrir mér með Cahill þá hefur eitthvað gerst. Þeir hafa staðið fyrir honum, snert hann eða Cahill misst jafnvægið. En ég trúi því ekki að þessi stóri heiðarlegi strákur hafi dýft sér í vítateig andstæðinganna,“ sagði José Mourinho.Tæklingin og dýfan hjá Gary Cahill: Enski boltinn Tengdar fréttir Þægilegur sigur hjá Chelsea | Sjáðu mörkin Chelsea var búið að vinna G-riðilinn en var samt sem áður í litlum vandræðum með Sporting í kvöld. 10. desember 2014 10:58 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Chelsea vann enn einn sigurinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina þegar liðið lagði Hull að velli, 2-0, á Stamford Bridge. Eden Hazard kom meistaraefnum Chelsea í 1-0 á sjöundu mínútu leiksins og á 68. mínútu tryggði Diego Costa sigur heimamanna með öðru marki leiksins. Hlutirnir hefðu getað verið öðruvísi því Chelsea átti að missa mann af velli. Gary Cahill verður að teljast mjög heppinn að hafa fengið að klára leikinn. Cahill hefði auðveldlega getað fengið rautt spjald fyrir rosalega tæklingu á Sone Aluku á 38. mínútu, en slapp með gult spjald frá dómara leiksins, Chris Foy. Snemma í seinni hálfleik hefði Cahill svo auðveldlega getað fengið annað gult spjald þegar hann henti sér niður í teig Hull, en slapp með skrekkinn. Eðlilega voru gestirnir ekki kátir með Chris Foy.Steve Bruce og José Mourinho ræða saman á hliðarlínunni.vísir/gettyChelsea-menn voru svolítið að kasta sér niður í leiknum, en Foy dómari spjaldaði bæði Willian og Diego Costa fyrir dýfur í leiknum. „Hann bókaði samt ekki Cahill sem var stór ákvörðun. Hann klúðraði henni alveg. Þetta er til skammar og maður spyr sig um heiðarleika dómaranna. Er maðurinn hræddur við að vera á Stamford Bridge?“ sagði Garth Crooks, knattspyrnusérfræðingur BBC, um dómgæsluna. Fleiri fyrrverandi leikmenn á borð við Gary Lineker, Robbie Savage og Danny Murphy tóku undir orð Crooks, en þeir eru allir orðnir þreyttir á dýfum eins og flestir sem fylgjast með sportinu. „Þessar dýfur eru orðnar kjánalegar. Leikmenn þurfa að fara að dæma þetta sjálfir. Til hvers eru leikmannasamtökin ef leikmennirnir fara ekki eftir neinum siðareglum,“ sagði Lineker. „Hvenær hættir þetta? Þetta er bara að færast í aukana. Ég vil að dómarar mæti eftir leik og útskýri ákvarðanir sínar, en það mun ekki gerast. Gary Cahill komst upp með þetta í dag, en þetta verður að hætta,“ sagði Savage. „Hull var óheppið því Gary Cahill slapp með skrekkinn. Hvernig Cahill brást við dýfunni bjargaði honum. Þetta er annað hvort víti eða gult spjald,“ sagði Danny Murphy. Einn maður stóð þó með Cahill og hinum tveimur sem fengu gul spjöld fyrir dýfur. José Mourinho, stjóri Celsea, var ekki sammála dómaranum í atvikum Costa og Willian og trúir ekki að Cahill hafi hent sér niður. „Við erum heiðarlegir í Chelsea. Willian var á miðjum vellinum þannig það var engin ástæða fyrir hann til að dýfa sér. Mér fannst Diego ekki dýfa sér heldur,“ sagði Mourinho í sjónvarpsviðtali eftir leikinn og hélt áfram á blaðamannafundinum. „Ef þið segið mér að ég hafi rangt fyrir mér með Cahill þá hefur eitthvað gerst. Þeir hafa staðið fyrir honum, snert hann eða Cahill misst jafnvægið. En ég trúi því ekki að þessi stóri heiðarlegi strákur hafi dýft sér í vítateig andstæðinganna,“ sagði José Mourinho.Tæklingin og dýfan hjá Gary Cahill:
Enski boltinn Tengdar fréttir Þægilegur sigur hjá Chelsea | Sjáðu mörkin Chelsea var búið að vinna G-riðilinn en var samt sem áður í litlum vandræðum með Sporting í kvöld. 10. desember 2014 10:58 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Þægilegur sigur hjá Chelsea | Sjáðu mörkin Chelsea var búið að vinna G-riðilinn en var samt sem áður í litlum vandræðum með Sporting í kvöld. 10. desember 2014 10:58