Fótbolti

Þægilegur sigur hjá Chelsea | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
André Schürrle fagnar marki í kvöld.
André Schürrle fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty
Chelsea vann Sporting, 3-1, í lokaumferð G-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en lærisveinar José Mourinho voru búnir að tryggja sér sigurinn í riðlinum fyrir kvöldið.

Sporting hefði með sigri getað komist áfram í 16 liða úrslitin, en portúgalska liðið var númeri of lítið fyrir heimamenn á Brúnni í kvöld.

Cesc Fábregas kom Chelsea yfir með marki úr vítaspyrnu á 8. mínútu og átta mínútum síðar bætti Þjóðverjinn André Schürrle við marki fyrir heimamenn, 2-0.

Jonathan Silva minnkaði muninn fyrir Sporting snemma í seinni hálfleik og gaf gestunum smá von, en í henni slökkti John Obi Mikel með marki á 55. mínútu leiksins, 3-1.

Með tapinu missti Sporting af sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en Schalke hirti það með 1-0 sigri á Maribor á útivelli.

Cesc Fábregas kemur Chelsea í 1-0: André Schürrle skorar annað mark Chelsea: Silva minnkar muninn fyrir Sporting, 2-1: John Obi Mikel kemur Chelsea í 3-1:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×