Ítölsku liðin byrja að æfa í vikunni Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 09:45 Birkir Bjarnason í leik með Brescia. vísir/getty Þó að farið sé að rofa til í baráttu Ítala við kórónuveirufaraldurinn er alls ekki víst að hægt verði að klára tímabilið í ítalska fótboltanum. Flest liðanna í ítölsku A-deildinni ættu þó að snúa aftur til æfinga í vikunni. Ítölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að knattspyrnumenn fái að mæta til æfinga á æfingasvæðum sinna félaga frá og með morgundeginum. Hins vegar fái þeir bara að æfa einir, fyrst um sinn. Áður hafði staðið til að aðeins íþróttafólk í einstaklingsgreinum fengi að snúa aftur til æfinga á morgun, en að íþróttafólk í hópíþróttum mætti ekki mæta á æfingasvæði síns félags fyrr en í fyrsta lagi 18. maí. Nokkur héruð í landinu höfðu ákveðið að fara gegn þessum leiðbeiningum og það mun hafa leitt til breyttrar afstöðu Vincenczo Spadafora, íþróttamálaráðherra. Birkir Bjarnason og aðrir í ítölsku A-deildinni geta því snúið aftur á sitt æfingasvæði . Hins vegar hafa miðlar á borð við La Repubblica og La Gazzetta dello Sport sagt að enn sé alls kostar óvíst að leiktíðin á Ítalíu verði kláruð. Fundur Spadafora og Guiseppe Conte forsætisráðherra á miðvikudag, með nefnd á vegum deildakeppninnar, mun líklega ráða úrslitum. Ef að ítalska deildin hefst að nýju þá verður það í fyrsta lagi 14. júní. Frakkar, Belgar og Hollendingar hafa þegar ákveðið að ekki verði spilað meira í sumar. Þjóðverjar ætla sér hins vegar að byrja í þessum mánuði og Englendingar og Spánverjar halda enn í vonina um að geta klárað sín tímabil. Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45 Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00 Lögreglan skipaði Birki Bjarna að fara heim Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni, er um þessar mundir fastur á heimili sínu á Ítalíu. 5. apríl 2020 08:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Þó að farið sé að rofa til í baráttu Ítala við kórónuveirufaraldurinn er alls ekki víst að hægt verði að klára tímabilið í ítalska fótboltanum. Flest liðanna í ítölsku A-deildinni ættu þó að snúa aftur til æfinga í vikunni. Ítölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að knattspyrnumenn fái að mæta til æfinga á æfingasvæðum sinna félaga frá og með morgundeginum. Hins vegar fái þeir bara að æfa einir, fyrst um sinn. Áður hafði staðið til að aðeins íþróttafólk í einstaklingsgreinum fengi að snúa aftur til æfinga á morgun, en að íþróttafólk í hópíþróttum mætti ekki mæta á æfingasvæði síns félags fyrr en í fyrsta lagi 18. maí. Nokkur héruð í landinu höfðu ákveðið að fara gegn þessum leiðbeiningum og það mun hafa leitt til breyttrar afstöðu Vincenczo Spadafora, íþróttamálaráðherra. Birkir Bjarnason og aðrir í ítölsku A-deildinni geta því snúið aftur á sitt æfingasvæði . Hins vegar hafa miðlar á borð við La Repubblica og La Gazzetta dello Sport sagt að enn sé alls kostar óvíst að leiktíðin á Ítalíu verði kláruð. Fundur Spadafora og Guiseppe Conte forsætisráðherra á miðvikudag, með nefnd á vegum deildakeppninnar, mun líklega ráða úrslitum. Ef að ítalska deildin hefst að nýju þá verður það í fyrsta lagi 14. júní. Frakkar, Belgar og Hollendingar hafa þegar ákveðið að ekki verði spilað meira í sumar. Þjóðverjar ætla sér hins vegar að byrja í þessum mánuði og Englendingar og Spánverjar halda enn í vonina um að geta klárað sín tímabil.
Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45 Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00 Lögreglan skipaði Birki Bjarna að fara heim Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni, er um þessar mundir fastur á heimili sínu á Ítalíu. 5. apríl 2020 08:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45
Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00
Lögreglan skipaði Birki Bjarna að fara heim Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni, er um þessar mundir fastur á heimili sínu á Ítalíu. 5. apríl 2020 08:00