Fótbolti

Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stórleikur Juventus og Inter fór fram fyrir luktum dyrum áður en deildin var stöðvuð í mars.
Stórleikur Juventus og Inter fór fram fyrir luktum dyrum áður en deildin var stöðvuð í mars. vísir/getty

Forseti ítalska knattspyrnusambandsins segir að þar í landi vonist menn til að lið í ítölsku úrvalsdeildinni geti hafið æfingar í næsta mánuði.

Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins en ekkert hefur verið spilað á Ítalíu síðan þann 9.mars síðastliðinn og á eftir að leika 12 heilar umferðir í Serie A auk fjögurra frestaðra leikja úr fyrri umferðum.

„Þegar aðstæður leyfa munum við klára tímabilið. Við vonum að við getum tekið sýni hjá leikmönnum í byrjun maí og vonandi geta æfingar hafist í kjölfarið,“ segir Gabriele Gravina, forseti knattspyrnusambands Ítalíu.

„Við vitum ekki hvort við munum spila í sumar en við ætlum að klára tímabilið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×