Íslenski boltinn

KA náði í þrjú stig á Ásvöllum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hilmar Trausti Arnarsson skoraði mark Hauka í dag.
Hilmar Trausti Arnarsson skoraði mark Hauka í dag.
KA náði sér í dýrmæt stig í botnbaráttu 1. deildarinnar með því að vinna 2-1 sigur á Haukum í Hafnarfirði í dag.

KA komst með sigrinum upp í sautján stig og er nú fjórum stigum frá fallsæti.

Haukar eru í þriðja sætinu með 24 stig og hefur því staða toppliðanna í deildinni, ÍA og Selfoss, styrkst enn. Skagamenn eru í efsta sæti með 43 stig en Selfyssingar í því öðru með 31.

Elmar Dan Sigþórsson og Davíð Rúnar Bjarnason komu KA í 2-0 forystu en Hilmar Trausti Arnarsson minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 89. mínútu.

KA-menn misstu reyndar Jón Heiðar Magnússon af velli með rautt spjald á 65. mínútu en það kom ekki að sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×