Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2020 23:33 Lögregluþjónar handtaka mótmælanda sem er andvígur félagsforðun við mótmæli sem fóru fram í London í gær. EPA/Facundo Arrizabalaga Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 67 prósent segja ekki tímabært að draga úr félagsforðun. Sautján prósent segja rétt að opna skóla og einungis ellefu prósent segja rétt að opna veitingastaði, krár og leikvanga á nýjan leik. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Guardian. Niðurstöðurnar þykja til marks um það að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, muni eiga erfitt með að sannfæra fólk um að sná aftur í fyrra horf, reyni hann að draga úr félagsforðun á næstunni. Johnson sagði á fimmtudaginn að hámarki faraldursins hafi verið náð í Bretlandi en félagsforðun yrði enn stunduð um nokkuð skeið. Hann ætlar sér að fara nánar yfir áætlanir sínar og tillögur í næstu viku. Á upplýsingafundi í dag var gefið í skyn að dregið yrði úr takmörkunum á því hvað fólk mætti gera utandyra. Ljóst væri að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar hefði ekki verið mikil utandyra. Heilt yfir hafa 182.260 greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi og minnst 28.131 hefur dáið. Fjöldi látinna hækkaði um 621 í dag. Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd vegna viðbragða hennar við faraldrinum og á undanförnum vikum hafa kannanir sýnt að mikil fjölgun hefur verið í hópi þeirra sem telja ríkisstjórnina hafa staðið sig illa. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 67 prósent segja ekki tímabært að draga úr félagsforðun. Sautján prósent segja rétt að opna skóla og einungis ellefu prósent segja rétt að opna veitingastaði, krár og leikvanga á nýjan leik. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Guardian. Niðurstöðurnar þykja til marks um það að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, muni eiga erfitt með að sannfæra fólk um að sná aftur í fyrra horf, reyni hann að draga úr félagsforðun á næstunni. Johnson sagði á fimmtudaginn að hámarki faraldursins hafi verið náð í Bretlandi en félagsforðun yrði enn stunduð um nokkuð skeið. Hann ætlar sér að fara nánar yfir áætlanir sínar og tillögur í næstu viku. Á upplýsingafundi í dag var gefið í skyn að dregið yrði úr takmörkunum á því hvað fólk mætti gera utandyra. Ljóst væri að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar hefði ekki verið mikil utandyra. Heilt yfir hafa 182.260 greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi og minnst 28.131 hefur dáið. Fjöldi látinna hækkaði um 621 í dag. Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd vegna viðbragða hennar við faraldrinum og á undanförnum vikum hafa kannanir sýnt að mikil fjölgun hefur verið í hópi þeirra sem telja ríkisstjórnina hafa staðið sig illa.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira