Ríki og sveitarfélög vinni betur saman í málefnum utangarðsfólks Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 19:30 Árið 2012 var fjöldi einstaklinga sem taldist utangarðs og/eða heimilislausir í Reykjavík 179 talsins en sú tala var komin upp í 349 einstaklinga árið 2017. Forstöðumaður, gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir það hag ríkis og sveitarfélaga að vinna saman að lausn þessara mála. Samkvæmt fréttum okkar í síðustu viku hefur umboðsmanni Alþingis borist fjölmargar kvartanir vegna þess að sveitarfélög vanrækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum. Samkvæmt Reykjavíkurborg hefur utangarðs og/eða heimilislausu fólki fjölgað um 95 prósent á síðustu fimm árum. Velferðarvaktinni sendi frá sér tillögur að úrlausn í mars á þessu ári og þar kemur meðal annars fram að koma þurfi upp dagsdvöl fyrir utangarðsfólk sem er opið allan daginn. Bæta þurfi aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Einnig er óskað eftir að heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga setji af stað formlegan starfshóp þar sem fjallað verði um ofangreindar aðgerðir með því markmiði að aðstæður utangarðsfólks verði bættar. Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir enga eina skýringu á þessari miklu aukningu. „Húsnæðisvandi hefur farið vaxandi á þessum tíma. Sá hópur sem hér um ræðir er sá hópur sem fyrst missir húsnæði sem það hefur haft og síðasti hópurinn sem fær húsnæði þegar um hægist.” Hann segir að húsnæðisleysi valdi aukningu á vanda og flækjustigum þessara einstaklinga og meira álagi á heilbrigðiskerfið, fangelsin og félagslega kerfið. „Akkilesarhællinn er sá að togstreita er um að hvar málin liggja. Á ríkið að greiða eða á borgin að greiða. Þar sem verið er að vinna mjög faglega að málum, eins og til dæmis Finnar gera, þar kemur ríkið inn með verulegan þátt í þjónustu við utangarðsfólks á félagslegum grunni. Það er hagur ríkisins að vel gangi í félagslega þættinum til þess að draga úr innlögnum og öðru álagi á ríkisstofnanir,” segir Þór. Húsnæðismál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Árið 2012 var fjöldi einstaklinga sem taldist utangarðs og/eða heimilislausir í Reykjavík 179 talsins en sú tala var komin upp í 349 einstaklinga árið 2017. Forstöðumaður, gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir það hag ríkis og sveitarfélaga að vinna saman að lausn þessara mála. Samkvæmt fréttum okkar í síðustu viku hefur umboðsmanni Alþingis borist fjölmargar kvartanir vegna þess að sveitarfélög vanrækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum. Samkvæmt Reykjavíkurborg hefur utangarðs og/eða heimilislausu fólki fjölgað um 95 prósent á síðustu fimm árum. Velferðarvaktinni sendi frá sér tillögur að úrlausn í mars á þessu ári og þar kemur meðal annars fram að koma þurfi upp dagsdvöl fyrir utangarðsfólk sem er opið allan daginn. Bæta þurfi aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Einnig er óskað eftir að heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga setji af stað formlegan starfshóp þar sem fjallað verði um ofangreindar aðgerðir með því markmiði að aðstæður utangarðsfólks verði bættar. Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir enga eina skýringu á þessari miklu aukningu. „Húsnæðisvandi hefur farið vaxandi á þessum tíma. Sá hópur sem hér um ræðir er sá hópur sem fyrst missir húsnæði sem það hefur haft og síðasti hópurinn sem fær húsnæði þegar um hægist.” Hann segir að húsnæðisleysi valdi aukningu á vanda og flækjustigum þessara einstaklinga og meira álagi á heilbrigðiskerfið, fangelsin og félagslega kerfið. „Akkilesarhællinn er sá að togstreita er um að hvar málin liggja. Á ríkið að greiða eða á borgin að greiða. Þar sem verið er að vinna mjög faglega að málum, eins og til dæmis Finnar gera, þar kemur ríkið inn með verulegan þátt í þjónustu við utangarðsfólks á félagslegum grunni. Það er hagur ríkisins að vel gangi í félagslega þættinum til þess að draga úr innlögnum og öðru álagi á ríkisstofnanir,” segir Þór.
Húsnæðismál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira