Segir vörslusviptingu hrossa í Þrastalundi „ástæðulausan hamagang“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 15:15 Árni Stefán Árnason, lögfræðingur. fréttablaðið/stefán Árni Stefán Árnason, lögfræðingur, gagnrýnir aðferðir dýraeftirlitsmanns hjá Matvælastofnun, MAST, þegar Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar var sviptur tveimur hrossum sem voru í vörslu hans í Þrastalundi. Árni Stefán segir málið „ástæðulausan hamagang.“ Árni Stefán segir málsmeðferð MAST í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga. Í tilkynningu frá MAST vegna málsins í morgun sagði að umráðamaður hefði verið sviptur tveimur hryssum, annarri með folaldi og hin fylfull, þar sem þær hefðu verið í gerði án aðgangs að beit og tryggri brynningu. Að sögn Árna Stefáns er þessi lýsing á aðbúnaði dýranna ekki rétt þar sem hey hafi verið hjá hestunum og vatn. Samkvæmt gögnum málsins liðu þrír dagar frá því að hestirnir komu í gerðið við Þrastalund og þar til búið var að svipta eigandann þeim.Fékk frest fram á mánudag til að bæta aðbúnað Daginn eftir að þeir komu í gerðið, það er á fimmtudegi, var stórri heyrúllu komið þar fyrir sem og sérstökum vatnsfötum, salti og fóðurbæti. Síðdegis á föstudegi kom síðan dýraeftirlitsmaður MAST og tilkynnti starfsmanni Þrastalundar að hann kæmi klukkan 19 það sama kvöld og tæki hestana ef þeim yrði ekki komið í beitarhólf. Síðar um kvöldið fékk Sverrir frest fram til mánudags hjá dýraeftirlitsmanninum til að koma upp rennandi vatni hjá hestunum, samkvæmt gögnum málsins. Daginn eftir, á laugardagsmorgninum, kom hins vegar dýraeftirlitsmaðurinn og tilkynnti Sverri að ekki væri komið rennandi vatn. Hann sagðist myndu koma aftur klukkan 12 til að kanna hvort að komið væri rennandi vatn sem komið var klukkan 11:30 samkvæmt Sverri.Kom í fylgd lögreglu og tók hestana Klukkan 13 kom svo dýraeftirlitsmaðurinn í lögreglufylgd og tók hestana og sagði að þeir þyrftu að vera með sérstakt brynningartæki. Árni Stefán segir að samkvæmt umbjóðanda sínum sé löngu búið að koma upp brynningartæki, nægt hey sé til staðar og þá hafi verið opnað fyrir beitaraðstöðu til vestur og austurs. Vörslusviptingin gildir fram í næstu viku en Árni Stefán gagnrýnir sviptinguna sem hann segir að eigi að framkvæma nema í neyð. „Vandamálið er það að það næst ekki í héraðsdýralækni til að taka út aðstöðuna og gefa grænt ljós á þetta. Þetta gerðist allt mjög hratt og snöggt og algjörlega ástæðulaus hamagangur,“ segir Árni Stefán. Hann segir þennan mikla hraða málsins algjörlega í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga um málsmeðferð. „Það er verulega gengið á rétt umbjóðanda míns,“ segir Árni Stefán. Dýr Tengdar fréttir Skildi hvolp eftir einan heima í lengri tíma Matvælastofnun tók nýverið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem eru samkvæmt lögum um velferð dýra og annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. 20. júlí 2018 09:56 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Árni Stefán Árnason, lögfræðingur, gagnrýnir aðferðir dýraeftirlitsmanns hjá Matvælastofnun, MAST, þegar Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar var sviptur tveimur hrossum sem voru í vörslu hans í Þrastalundi. Árni Stefán segir málið „ástæðulausan hamagang.“ Árni Stefán segir málsmeðferð MAST í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga. Í tilkynningu frá MAST vegna málsins í morgun sagði að umráðamaður hefði verið sviptur tveimur hryssum, annarri með folaldi og hin fylfull, þar sem þær hefðu verið í gerði án aðgangs að beit og tryggri brynningu. Að sögn Árna Stefáns er þessi lýsing á aðbúnaði dýranna ekki rétt þar sem hey hafi verið hjá hestunum og vatn. Samkvæmt gögnum málsins liðu þrír dagar frá því að hestirnir komu í gerðið við Þrastalund og þar til búið var að svipta eigandann þeim.Fékk frest fram á mánudag til að bæta aðbúnað Daginn eftir að þeir komu í gerðið, það er á fimmtudegi, var stórri heyrúllu komið þar fyrir sem og sérstökum vatnsfötum, salti og fóðurbæti. Síðdegis á föstudegi kom síðan dýraeftirlitsmaður MAST og tilkynnti starfsmanni Þrastalundar að hann kæmi klukkan 19 það sama kvöld og tæki hestana ef þeim yrði ekki komið í beitarhólf. Síðar um kvöldið fékk Sverrir frest fram til mánudags hjá dýraeftirlitsmanninum til að koma upp rennandi vatni hjá hestunum, samkvæmt gögnum málsins. Daginn eftir, á laugardagsmorgninum, kom hins vegar dýraeftirlitsmaðurinn og tilkynnti Sverri að ekki væri komið rennandi vatn. Hann sagðist myndu koma aftur klukkan 12 til að kanna hvort að komið væri rennandi vatn sem komið var klukkan 11:30 samkvæmt Sverri.Kom í fylgd lögreglu og tók hestana Klukkan 13 kom svo dýraeftirlitsmaðurinn í lögreglufylgd og tók hestana og sagði að þeir þyrftu að vera með sérstakt brynningartæki. Árni Stefán segir að samkvæmt umbjóðanda sínum sé löngu búið að koma upp brynningartæki, nægt hey sé til staðar og þá hafi verið opnað fyrir beitaraðstöðu til vestur og austurs. Vörslusviptingin gildir fram í næstu viku en Árni Stefán gagnrýnir sviptinguna sem hann segir að eigi að framkvæma nema í neyð. „Vandamálið er það að það næst ekki í héraðsdýralækni til að taka út aðstöðuna og gefa grænt ljós á þetta. Þetta gerðist allt mjög hratt og snöggt og algjörlega ástæðulaus hamagangur,“ segir Árni Stefán. Hann segir þennan mikla hraða málsins algjörlega í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga um málsmeðferð. „Það er verulega gengið á rétt umbjóðanda míns,“ segir Árni Stefán.
Dýr Tengdar fréttir Skildi hvolp eftir einan heima í lengri tíma Matvælastofnun tók nýverið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem eru samkvæmt lögum um velferð dýra og annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. 20. júlí 2018 09:56 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Skildi hvolp eftir einan heima í lengri tíma Matvælastofnun tók nýverið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem eru samkvæmt lögum um velferð dýra og annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. 20. júlí 2018 09:56