Fótbolti

Tíu lið í Evrópu eiga enn möguleika á þrennunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola hefur unnið þrennuna með Barcelona og getur enn unnið hana með Bayern München í vetur.
Pep Guardiola hefur unnið þrennuna með Barcelona og getur enn unnið hana með Bayern München í vetur. Vísir/Getty
Tíu knattspyrnufélög eiga enn möguleika á því að vinna þrennuna á þessu tímabili, það eiga enn möguleika á því að vinna meistaratitilinn í sínu landi, verða bikarmeistari og vinna Meistaradeildina.

Aðeins eitt af þessum tíu liðum er í ensku úrvalsdeildinni en það eru lærisveinar Arsene Wenger í Arsenal. Arsenal sló Brighton út úr enska bikarnum um síðustu helgi og er í 5. sæti í deildinni þrettán stigum á eftir toppliði Chelsea. Arsenal mætir síðan Mónakó í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Barcelona sló Atlético Madrid út úr spænska bikarnum og er eina spænska liðið sem á enn möguleika á þrennunni. Barcelona er í 2. sæti í spænsku deildinni en bara einu stigi á eftir toppliði Real Madrid sem á reyndar leik til góða.

Þrjú lið af þessum tíu eru á toppnum í sinni deild en það eru þýska liðið Bayern München, svissneska liðið Basel og ítalska liðið Juventus.

Borussia Dortmund er af þremur þýskum liðum sem á möguleika á þrennunni en staðan í deildinni er langt frá því að vera góð enda liðið 30 stigum á eftir toppliði Bayern München. Bayer Leverkusen er í 3. sæti deildarinnar en samt heilum 17 stigum á eftir toppliði Bayern.

Lið sem eiga enn möguleika á þrennunni 2014-15:

Barcelona, Spáni

Paris Saint-Germain, Frakklandi

Shakhtar Donetsk, Úkraínu

Bayern München, Þýskalandi*

Basel, Sviss*

Juventus, Ítalíu*

Borussia Dortmund, Þýskalandi

Leverkusen, Þýskalandi

Mónakó, Frakklandi

Arsenal, Englandi

* Á toppnum í sinni deild




Fleiri fréttir

Sjá meira


×