25 dagar í Rúmeníuleikinn: Mikill munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2020 10:00 Ísland hefur aldrei stillt upp eldra liði en í leiknum út í Albaníu í september. Hér fagna strákarnir öðru marka íslenska liðsins í leiknum. EPA-EFE/MALTON DIBRA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að eldast og mætir í umspilinu fyrir EM 2020 liði sem er að fá mjög sterka unga og spennandi kynslóð upp í A-landsliðið sitt. Reynslan er því heldur betur í liði með íslenska liðinu. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það mátti líka sjá talsverðan mun á meðalaldri Íslands og Rúmeníu í undankeppninni sem fór fram frá mars til nóvember á síðasta ári. Hann var hæstur hjá íslenska liðinu 30,8 ár í leik úti í Albaníu í september en lægstur 25,1 ár hjá Rúmeníu í lokaleik sínum á móti Spáni í nóvember. Hér munar meira en fimm árum sem er mjög mikið. Yngsti íslenski leikmaðurinn í leiknum á móti Albaníu var hinn 24 ára gamli Hjörtur Hermannsson en sá elsti var hinn 37 ára gamli Kári Árnason. Langelsti leikmaður Rúmena í leiknum við Spánverja og sá eini yfir þrítugt í byrjunarliðinu var markvörðurinn og fyrirliðinn CiprianTatarusanu sem var 34 ára. Leikreynslan er líka mun meiri hjá íslenska landsliðinu. Í leiknum á móti Albaníu, sem var síðasti leikur fyrirliðans Aron Einars Gunnarssonar í undankeppninni, hafði byrjunarlið Íslands spilað 62,6 landsleiki að meðaltali. Sex leikmenn úr byrjunarliðinu, eða meira en helmingur, var kominn með yfir 70 landsleiki eftir þann leik í Albaníu. Í lokaleik Rúmena í undankeppninni sem fram fór á Spáni var meðal leikreynsla byrjunarliðsins aftur á móti aðeins 19,2 leikir en aðeins markvörðurinn CiprianTatarusanu hafði spilað yfir 40 landsleiki. Leikmannahóparnir munu eflaust breytast eitthvað fyrir leikinn á Laugardalsvelli 26. mars en það er nokkuð ljóst að það verður áfram talsverður munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu.Hæsti meðalaldur íslenska liðsins í einum leik í undankeppni EM 2020: 30,81 ár á móti Albaníu (úti í september) 30.79 ár á móti Moldóvu (heima í september) 30,31 ár á móti Tyrklandi (heima í júní)Lægsti meðalaldur rúmenska liðsins í einum leik í undankeppni EM 2020: 25,14 ár á móti Spáni (úti í nóvember) 26,18 ár á móti Möltu (úti í júní) 26,35 ár á móti Svíþjóð (heima í nóvember)Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að eldast og mætir í umspilinu fyrir EM 2020 liði sem er að fá mjög sterka unga og spennandi kynslóð upp í A-landsliðið sitt. Reynslan er því heldur betur í liði með íslenska liðinu. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það mátti líka sjá talsverðan mun á meðalaldri Íslands og Rúmeníu í undankeppninni sem fór fram frá mars til nóvember á síðasta ári. Hann var hæstur hjá íslenska liðinu 30,8 ár í leik úti í Albaníu í september en lægstur 25,1 ár hjá Rúmeníu í lokaleik sínum á móti Spáni í nóvember. Hér munar meira en fimm árum sem er mjög mikið. Yngsti íslenski leikmaðurinn í leiknum á móti Albaníu var hinn 24 ára gamli Hjörtur Hermannsson en sá elsti var hinn 37 ára gamli Kári Árnason. Langelsti leikmaður Rúmena í leiknum við Spánverja og sá eini yfir þrítugt í byrjunarliðinu var markvörðurinn og fyrirliðinn CiprianTatarusanu sem var 34 ára. Leikreynslan er líka mun meiri hjá íslenska landsliðinu. Í leiknum á móti Albaníu, sem var síðasti leikur fyrirliðans Aron Einars Gunnarssonar í undankeppninni, hafði byrjunarlið Íslands spilað 62,6 landsleiki að meðaltali. Sex leikmenn úr byrjunarliðinu, eða meira en helmingur, var kominn með yfir 70 landsleiki eftir þann leik í Albaníu. Í lokaleik Rúmena í undankeppninni sem fram fór á Spáni var meðal leikreynsla byrjunarliðsins aftur á móti aðeins 19,2 leikir en aðeins markvörðurinn CiprianTatarusanu hafði spilað yfir 40 landsleiki. Leikmannahóparnir munu eflaust breytast eitthvað fyrir leikinn á Laugardalsvelli 26. mars en það er nokkuð ljóst að það verður áfram talsverður munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu.Hæsti meðalaldur íslenska liðsins í einum leik í undankeppni EM 2020: 30,81 ár á móti Albaníu (úti í september) 30.79 ár á móti Moldóvu (heima í september) 30,31 ár á móti Tyrklandi (heima í júní)Lægsti meðalaldur rúmenska liðsins í einum leik í undankeppni EM 2020: 25,14 ár á móti Spáni (úti í nóvember) 26,18 ár á móti Möltu (úti í júní) 26,35 ár á móti Svíþjóð (heima í nóvember)Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00
29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00
28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00