25 dagar í Rúmeníuleikinn: Mikill munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2020 10:00 Ísland hefur aldrei stillt upp eldra liði en í leiknum út í Albaníu í september. Hér fagna strákarnir öðru marka íslenska liðsins í leiknum. EPA-EFE/MALTON DIBRA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að eldast og mætir í umspilinu fyrir EM 2020 liði sem er að fá mjög sterka unga og spennandi kynslóð upp í A-landsliðið sitt. Reynslan er því heldur betur í liði með íslenska liðinu. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það mátti líka sjá talsverðan mun á meðalaldri Íslands og Rúmeníu í undankeppninni sem fór fram frá mars til nóvember á síðasta ári. Hann var hæstur hjá íslenska liðinu 30,8 ár í leik úti í Albaníu í september en lægstur 25,1 ár hjá Rúmeníu í lokaleik sínum á móti Spáni í nóvember. Hér munar meira en fimm árum sem er mjög mikið. Yngsti íslenski leikmaðurinn í leiknum á móti Albaníu var hinn 24 ára gamli Hjörtur Hermannsson en sá elsti var hinn 37 ára gamli Kári Árnason. Langelsti leikmaður Rúmena í leiknum við Spánverja og sá eini yfir þrítugt í byrjunarliðinu var markvörðurinn og fyrirliðinn CiprianTatarusanu sem var 34 ára. Leikreynslan er líka mun meiri hjá íslenska landsliðinu. Í leiknum á móti Albaníu, sem var síðasti leikur fyrirliðans Aron Einars Gunnarssonar í undankeppninni, hafði byrjunarlið Íslands spilað 62,6 landsleiki að meðaltali. Sex leikmenn úr byrjunarliðinu, eða meira en helmingur, var kominn með yfir 70 landsleiki eftir þann leik í Albaníu. Í lokaleik Rúmena í undankeppninni sem fram fór á Spáni var meðal leikreynsla byrjunarliðsins aftur á móti aðeins 19,2 leikir en aðeins markvörðurinn CiprianTatarusanu hafði spilað yfir 40 landsleiki. Leikmannahóparnir munu eflaust breytast eitthvað fyrir leikinn á Laugardalsvelli 26. mars en það er nokkuð ljóst að það verður áfram talsverður munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu.Hæsti meðalaldur íslenska liðsins í einum leik í undankeppni EM 2020: 30,81 ár á móti Albaníu (úti í september) 30.79 ár á móti Moldóvu (heima í september) 30,31 ár á móti Tyrklandi (heima í júní)Lægsti meðalaldur rúmenska liðsins í einum leik í undankeppni EM 2020: 25,14 ár á móti Spáni (úti í nóvember) 26,18 ár á móti Möltu (úti í júní) 26,35 ár á móti Svíþjóð (heima í nóvember)Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að eldast og mætir í umspilinu fyrir EM 2020 liði sem er að fá mjög sterka unga og spennandi kynslóð upp í A-landsliðið sitt. Reynslan er því heldur betur í liði með íslenska liðinu. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það mátti líka sjá talsverðan mun á meðalaldri Íslands og Rúmeníu í undankeppninni sem fór fram frá mars til nóvember á síðasta ári. Hann var hæstur hjá íslenska liðinu 30,8 ár í leik úti í Albaníu í september en lægstur 25,1 ár hjá Rúmeníu í lokaleik sínum á móti Spáni í nóvember. Hér munar meira en fimm árum sem er mjög mikið. Yngsti íslenski leikmaðurinn í leiknum á móti Albaníu var hinn 24 ára gamli Hjörtur Hermannsson en sá elsti var hinn 37 ára gamli Kári Árnason. Langelsti leikmaður Rúmena í leiknum við Spánverja og sá eini yfir þrítugt í byrjunarliðinu var markvörðurinn og fyrirliðinn CiprianTatarusanu sem var 34 ára. Leikreynslan er líka mun meiri hjá íslenska landsliðinu. Í leiknum á móti Albaníu, sem var síðasti leikur fyrirliðans Aron Einars Gunnarssonar í undankeppninni, hafði byrjunarlið Íslands spilað 62,6 landsleiki að meðaltali. Sex leikmenn úr byrjunarliðinu, eða meira en helmingur, var kominn með yfir 70 landsleiki eftir þann leik í Albaníu. Í lokaleik Rúmena í undankeppninni sem fram fór á Spáni var meðal leikreynsla byrjunarliðsins aftur á móti aðeins 19,2 leikir en aðeins markvörðurinn CiprianTatarusanu hafði spilað yfir 40 landsleiki. Leikmannahóparnir munu eflaust breytast eitthvað fyrir leikinn á Laugardalsvelli 26. mars en það er nokkuð ljóst að það verður áfram talsverður munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu.Hæsti meðalaldur íslenska liðsins í einum leik í undankeppni EM 2020: 30,81 ár á móti Albaníu (úti í september) 30.79 ár á móti Moldóvu (heima í september) 30,31 ár á móti Tyrklandi (heima í júní)Lægsti meðalaldur rúmenska liðsins í einum leik í undankeppni EM 2020: 25,14 ár á móti Spáni (úti í nóvember) 26,18 ár á móti Möltu (úti í júní) 26,35 ár á móti Svíþjóð (heima í nóvember)Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00
29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00
28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00