Erlent

Meistaraþjófar að störfum í Noregi

Frá Osló.
Frá Osló.

Þjófagengi leikur lausum hala í Noregi og virðist um afar skipulagðar aðgerðir að ræða.

Mennirnir eru sagðir háþróaðir í innbrotunum. Þeir brjótast inn í verslanir og fyrirtæki að næturlagi og brjóta upp peningaskápa fyrirtækjanna með því að bora út lásinn. Þeir virðast kynna sé vel allar aðstæður áður en þeir láta til skarar skríða og þeir vita ávallt hvar skápinn er að finna.

Á einum staðnum brutu þeir sér leið í gegnum sex veggi til að komast að skápnum án þess að setja þjófavarnarkerfið í gang en annarsstaðar hafa þeir gert kerfin óvirk. Þeir hafa líka farið inn í gegnum þök og þá hafa þeir skorið gat á þakið og látið sig síga niður.

Eftir átta velhepnuð rán á síðustu vikum er talið að mennirnir hafi haft um hundrað milljónir íslenskra króna upp úr krafsinu. Lögreglan í Noregi reynir nú allt til að hafa hendur í hári mannnanna en þeir eru sagðir telja að um erlent, þaulskipulagt gengi sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×