Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár Tómas Þór Þórðarsson skrifar 30. júlí 2014 06:00 Símun Samuelsen og Davíð Þór Rúnarsson eigast við í undanúrslitaleiknum 2006. Fréttablaðið/Anton „Við þurfum ekki að hefna fyrir eitt né neitt,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, við Fréttablaðið um undanúrslitaleikinn gegn Víkingi í Borgunarbikarnum í kvöld. Víkingur vann fyrri deildarleik liðanna, 3-1, en Kristján segir: „Deildin er allt önnur keppni, en auðvitað höfum við áhuga á að komast í úrslitaleikinn.“ Hann bætir við: „Við erum með nokkra leikmenn í okkar liði sem hafa spilað úrslitaleik og unnið hann. Og nú fáum við undanúrslitaleik í Keflavík í fyrsta skipti í 17 ár.“Sömu lið fyrir átta árum Keflavík og Víkingur áttust við í undanúrslitum bikarkeppninnar sumarið 2006. Þó gengi beggja liða sé svipað nú og þá, Víkingur reyndar fyrir ofan Keflavík í deildinni – annað en fyrir átta árum, þá eru aðeins þrír leikmenn eftir sem spiluðu leikinn í flóðljósunum á Laugardalsvellinum.Ingvar Kale varði mark Víkings, en fékk á sig fjögur mörk gegn virkilega vel mönnuðu liði Keflavíkur. Það hafði innanborðs spilara á borð við Baldur Sigurðsson, Jónas Guðna Sævarsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Símun Eiler Samuelsen. Hjá Keflavík eru eftir þeir Einar Orri Einarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson sem báðir komu inn á í 4-0 sigrinum fyrir átta árum í Laugardalnum. „Ég hef í rauninni ekkert pælt of mikið í þessu. Það hittist bara þannig á að þessi lið spila núna aftur undanúrslitaleik. Bæði lið voru um miðja deild þá og börðust um að spila við KR í úrslitum. Nú geta liðin einnig mætt KR í úrslitum. Þetta er athyglisvert, en vissulega allt annað dæmi í gangi,“ segir Kristján.Nýtum tækifærið Keflavík steinlá í Víkinni þegar liðin mættust fyrr í mánuðinum og Kristján veit hvað hans menn þurfa að laga frá síðasta leik. „Við þurfum að halda boltanum betur og uppspilið þarf að vera betra. Víkingar eru góðir í að vinna seinni boltann þannig við þurfum að vera sterkir í því. Við komumst í ágætis gír í síðasta leik gegn Val í seinni hálfleik en töpum. Við erum stundum kannski of gíraðir því við viljum svo vinna leikina á heimavelli,“ segir Kristján, sem hvetur sitt fólk til að fjölmenna. „Við vitum að Víkingarnir fjölmenna þannig það er um að gera fyrir Keflvíkinga að nýta þetta tækifæri og mæta á fyrsta undanúrslitaleik í bikar sem spilaður er í Keflavík síðan 1997. Það fór vel þá þannig að nú er bara að lengja verslunarmannahelgina um einn dag,“ segir Kristján Guðmundsson.Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Úr leik Víkings og Keflavíkur á dögunum.Vísir/Arnþór Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
„Við þurfum ekki að hefna fyrir eitt né neitt,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, við Fréttablaðið um undanúrslitaleikinn gegn Víkingi í Borgunarbikarnum í kvöld. Víkingur vann fyrri deildarleik liðanna, 3-1, en Kristján segir: „Deildin er allt önnur keppni, en auðvitað höfum við áhuga á að komast í úrslitaleikinn.“ Hann bætir við: „Við erum með nokkra leikmenn í okkar liði sem hafa spilað úrslitaleik og unnið hann. Og nú fáum við undanúrslitaleik í Keflavík í fyrsta skipti í 17 ár.“Sömu lið fyrir átta árum Keflavík og Víkingur áttust við í undanúrslitum bikarkeppninnar sumarið 2006. Þó gengi beggja liða sé svipað nú og þá, Víkingur reyndar fyrir ofan Keflavík í deildinni – annað en fyrir átta árum, þá eru aðeins þrír leikmenn eftir sem spiluðu leikinn í flóðljósunum á Laugardalsvellinum.Ingvar Kale varði mark Víkings, en fékk á sig fjögur mörk gegn virkilega vel mönnuðu liði Keflavíkur. Það hafði innanborðs spilara á borð við Baldur Sigurðsson, Jónas Guðna Sævarsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Símun Eiler Samuelsen. Hjá Keflavík eru eftir þeir Einar Orri Einarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson sem báðir komu inn á í 4-0 sigrinum fyrir átta árum í Laugardalnum. „Ég hef í rauninni ekkert pælt of mikið í þessu. Það hittist bara þannig á að þessi lið spila núna aftur undanúrslitaleik. Bæði lið voru um miðja deild þá og börðust um að spila við KR í úrslitum. Nú geta liðin einnig mætt KR í úrslitum. Þetta er athyglisvert, en vissulega allt annað dæmi í gangi,“ segir Kristján.Nýtum tækifærið Keflavík steinlá í Víkinni þegar liðin mættust fyrr í mánuðinum og Kristján veit hvað hans menn þurfa að laga frá síðasta leik. „Við þurfum að halda boltanum betur og uppspilið þarf að vera betra. Víkingar eru góðir í að vinna seinni boltann þannig við þurfum að vera sterkir í því. Við komumst í ágætis gír í síðasta leik gegn Val í seinni hálfleik en töpum. Við erum stundum kannski of gíraðir því við viljum svo vinna leikina á heimavelli,“ segir Kristján, sem hvetur sitt fólk til að fjölmenna. „Við vitum að Víkingarnir fjölmenna þannig það er um að gera fyrir Keflvíkinga að nýta þetta tækifæri og mæta á fyrsta undanúrslitaleik í bikar sem spilaður er í Keflavík síðan 1997. Það fór vel þá þannig að nú er bara að lengja verslunarmannahelgina um einn dag,“ segir Kristján Guðmundsson.Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Úr leik Víkings og Keflavíkur á dögunum.Vísir/Arnþór
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira