KR-völlurinn í kapphlaupi við tímann | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2014 16:30 Útlitið ekki gott í vesturbænum. Vísir/Vilhelm „Við erum að setja dúk yfir allan völlinn núna. Þetta lítur ekki vel út en veðrið hjálpar okkur mikið,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson, vallarstjóri á KR-vellinum, í samtali við Vísi um ástandið í Frostaskjólinu. Eins og sjá má á myndunum er KR-völlurinn illa á sig kominn eftir erfiðan vetur. Íslandsmeistararnir eru nú þegar búnir að færa einn heimaleik á gervigrasið í Laugardal og þá víxluðu þeir heimaleikjum við Keflavík og spila í bítlabænum á sunnudaginn.Smá grænt en mikið gult.Vísir/Daníel„Það eru tvær vikur í bikarleikinn á móti FH. Við verðum að spila hérna á KR-vellinum. Við getum ekki hent okkur í Laugardalinn. Þar myndast engin stemning og strákunum finnst leiðinlegt að spila þar,“ segir Sveinbjörn en er möguleiki á að völlurinn verði klár eftir tvær vikur? „Við erum náttúrlega bara í kapphlaupi við tímann. Við hefðum viljað fá svona tvo mánuði til viðbótar en við reynum bara að gera allt sem við getum. Það er búið að yfirsá hann tvisvar til viðbótar við fjórar áburðargjafir og svo vökvum við han upp á dag. Það eru farnar að sjást grænar línur í kalblettunum en við verðum bara að krossleggja fingur og vona að veðurguðirnir verða með okkur í liði,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson.Spilað verður á Hlíðarenda á mánudagskvöldið.Vísir/VilhelmBetri sögu er að segja af Vodafonevelli Valsmanna að Hlíðarenda þar sem leikur Reykjavíkurrisanna Vals og Fram fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið klukkan 20.00. „Við erum að mæla fyrir vellinum núna og þetta lítur bara þokkalega út. Hann fær tvær vikur til að jafna sig eftir leikinn á mánudaginn þannig við erum bara nokkuð góðir. Völlurinn er ekki alveg klár en við látum okkur hafa það,“ segir AlexanderJúlíusson, vallarstjóri á Vodafonevellinum. Eins og sjá má á myndunum var völlurinn nokkuð loðinn þegar ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis renndi við á Hlíðarenda í vikunni en búið er að slá hann núna. „Hann var sleginn í gær og verður sleginn aftur á mánudaginn. Það er svolítið að sárum í kringum miðjuna. Það er ekki mikill vöxtur og sama má segja um markteigana. En hann er fjarskafallegur. Við notuðum undirhitann í 2-3 vikur en erum núna búnir að slökkva,“ segir Alexander Júlíusson.Völlurinn var loðinn í vikunni en búið er að slá.Vísir/DaníelVísir/Daníel Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ástandið ekki nógu gott í Dalnum | Myndir Laugardalsvöllur er allur að koma til en hann verður ekki í sínu besta standi þegar landsleikur Íslands og Eistlands fer fram 4. júní. 16. maí 2014 15:00 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
„Við erum að setja dúk yfir allan völlinn núna. Þetta lítur ekki vel út en veðrið hjálpar okkur mikið,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson, vallarstjóri á KR-vellinum, í samtali við Vísi um ástandið í Frostaskjólinu. Eins og sjá má á myndunum er KR-völlurinn illa á sig kominn eftir erfiðan vetur. Íslandsmeistararnir eru nú þegar búnir að færa einn heimaleik á gervigrasið í Laugardal og þá víxluðu þeir heimaleikjum við Keflavík og spila í bítlabænum á sunnudaginn.Smá grænt en mikið gult.Vísir/Daníel„Það eru tvær vikur í bikarleikinn á móti FH. Við verðum að spila hérna á KR-vellinum. Við getum ekki hent okkur í Laugardalinn. Þar myndast engin stemning og strákunum finnst leiðinlegt að spila þar,“ segir Sveinbjörn en er möguleiki á að völlurinn verði klár eftir tvær vikur? „Við erum náttúrlega bara í kapphlaupi við tímann. Við hefðum viljað fá svona tvo mánuði til viðbótar en við reynum bara að gera allt sem við getum. Það er búið að yfirsá hann tvisvar til viðbótar við fjórar áburðargjafir og svo vökvum við han upp á dag. Það eru farnar að sjást grænar línur í kalblettunum en við verðum bara að krossleggja fingur og vona að veðurguðirnir verða með okkur í liði,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson.Spilað verður á Hlíðarenda á mánudagskvöldið.Vísir/VilhelmBetri sögu er að segja af Vodafonevelli Valsmanna að Hlíðarenda þar sem leikur Reykjavíkurrisanna Vals og Fram fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið klukkan 20.00. „Við erum að mæla fyrir vellinum núna og þetta lítur bara þokkalega út. Hann fær tvær vikur til að jafna sig eftir leikinn á mánudaginn þannig við erum bara nokkuð góðir. Völlurinn er ekki alveg klár en við látum okkur hafa það,“ segir AlexanderJúlíusson, vallarstjóri á Vodafonevellinum. Eins og sjá má á myndunum var völlurinn nokkuð loðinn þegar ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis renndi við á Hlíðarenda í vikunni en búið er að slá hann núna. „Hann var sleginn í gær og verður sleginn aftur á mánudaginn. Það er svolítið að sárum í kringum miðjuna. Það er ekki mikill vöxtur og sama má segja um markteigana. En hann er fjarskafallegur. Við notuðum undirhitann í 2-3 vikur en erum núna búnir að slökkva,“ segir Alexander Júlíusson.Völlurinn var loðinn í vikunni en búið er að slá.Vísir/DaníelVísir/Daníel
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ástandið ekki nógu gott í Dalnum | Myndir Laugardalsvöllur er allur að koma til en hann verður ekki í sínu besta standi þegar landsleikur Íslands og Eistlands fer fram 4. júní. 16. maí 2014 15:00 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Ástandið ekki nógu gott í Dalnum | Myndir Laugardalsvöllur er allur að koma til en hann verður ekki í sínu besta standi þegar landsleikur Íslands og Eistlands fer fram 4. júní. 16. maí 2014 15:00