KR-völlurinn í kapphlaupi við tímann | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2014 16:30 Útlitið ekki gott í vesturbænum. Vísir/Vilhelm „Við erum að setja dúk yfir allan völlinn núna. Þetta lítur ekki vel út en veðrið hjálpar okkur mikið,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson, vallarstjóri á KR-vellinum, í samtali við Vísi um ástandið í Frostaskjólinu. Eins og sjá má á myndunum er KR-völlurinn illa á sig kominn eftir erfiðan vetur. Íslandsmeistararnir eru nú þegar búnir að færa einn heimaleik á gervigrasið í Laugardal og þá víxluðu þeir heimaleikjum við Keflavík og spila í bítlabænum á sunnudaginn.Smá grænt en mikið gult.Vísir/Daníel„Það eru tvær vikur í bikarleikinn á móti FH. Við verðum að spila hérna á KR-vellinum. Við getum ekki hent okkur í Laugardalinn. Þar myndast engin stemning og strákunum finnst leiðinlegt að spila þar,“ segir Sveinbjörn en er möguleiki á að völlurinn verði klár eftir tvær vikur? „Við erum náttúrlega bara í kapphlaupi við tímann. Við hefðum viljað fá svona tvo mánuði til viðbótar en við reynum bara að gera allt sem við getum. Það er búið að yfirsá hann tvisvar til viðbótar við fjórar áburðargjafir og svo vökvum við han upp á dag. Það eru farnar að sjást grænar línur í kalblettunum en við verðum bara að krossleggja fingur og vona að veðurguðirnir verða með okkur í liði,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson.Spilað verður á Hlíðarenda á mánudagskvöldið.Vísir/VilhelmBetri sögu er að segja af Vodafonevelli Valsmanna að Hlíðarenda þar sem leikur Reykjavíkurrisanna Vals og Fram fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið klukkan 20.00. „Við erum að mæla fyrir vellinum núna og þetta lítur bara þokkalega út. Hann fær tvær vikur til að jafna sig eftir leikinn á mánudaginn þannig við erum bara nokkuð góðir. Völlurinn er ekki alveg klár en við látum okkur hafa það,“ segir AlexanderJúlíusson, vallarstjóri á Vodafonevellinum. Eins og sjá má á myndunum var völlurinn nokkuð loðinn þegar ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis renndi við á Hlíðarenda í vikunni en búið er að slá hann núna. „Hann var sleginn í gær og verður sleginn aftur á mánudaginn. Það er svolítið að sárum í kringum miðjuna. Það er ekki mikill vöxtur og sama má segja um markteigana. En hann er fjarskafallegur. Við notuðum undirhitann í 2-3 vikur en erum núna búnir að slökkva,“ segir Alexander Júlíusson.Völlurinn var loðinn í vikunni en búið er að slá.Vísir/DaníelVísir/Daníel Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ástandið ekki nógu gott í Dalnum | Myndir Laugardalsvöllur er allur að koma til en hann verður ekki í sínu besta standi þegar landsleikur Íslands og Eistlands fer fram 4. júní. 16. maí 2014 15:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
„Við erum að setja dúk yfir allan völlinn núna. Þetta lítur ekki vel út en veðrið hjálpar okkur mikið,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson, vallarstjóri á KR-vellinum, í samtali við Vísi um ástandið í Frostaskjólinu. Eins og sjá má á myndunum er KR-völlurinn illa á sig kominn eftir erfiðan vetur. Íslandsmeistararnir eru nú þegar búnir að færa einn heimaleik á gervigrasið í Laugardal og þá víxluðu þeir heimaleikjum við Keflavík og spila í bítlabænum á sunnudaginn.Smá grænt en mikið gult.Vísir/Daníel„Það eru tvær vikur í bikarleikinn á móti FH. Við verðum að spila hérna á KR-vellinum. Við getum ekki hent okkur í Laugardalinn. Þar myndast engin stemning og strákunum finnst leiðinlegt að spila þar,“ segir Sveinbjörn en er möguleiki á að völlurinn verði klár eftir tvær vikur? „Við erum náttúrlega bara í kapphlaupi við tímann. Við hefðum viljað fá svona tvo mánuði til viðbótar en við reynum bara að gera allt sem við getum. Það er búið að yfirsá hann tvisvar til viðbótar við fjórar áburðargjafir og svo vökvum við han upp á dag. Það eru farnar að sjást grænar línur í kalblettunum en við verðum bara að krossleggja fingur og vona að veðurguðirnir verða með okkur í liði,“ segir Sveinbjörn Þorsteinsson.Spilað verður á Hlíðarenda á mánudagskvöldið.Vísir/VilhelmBetri sögu er að segja af Vodafonevelli Valsmanna að Hlíðarenda þar sem leikur Reykjavíkurrisanna Vals og Fram fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið klukkan 20.00. „Við erum að mæla fyrir vellinum núna og þetta lítur bara þokkalega út. Hann fær tvær vikur til að jafna sig eftir leikinn á mánudaginn þannig við erum bara nokkuð góðir. Völlurinn er ekki alveg klár en við látum okkur hafa það,“ segir AlexanderJúlíusson, vallarstjóri á Vodafonevellinum. Eins og sjá má á myndunum var völlurinn nokkuð loðinn þegar ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis renndi við á Hlíðarenda í vikunni en búið er að slá hann núna. „Hann var sleginn í gær og verður sleginn aftur á mánudaginn. Það er svolítið að sárum í kringum miðjuna. Það er ekki mikill vöxtur og sama má segja um markteigana. En hann er fjarskafallegur. Við notuðum undirhitann í 2-3 vikur en erum núna búnir að slökkva,“ segir Alexander Júlíusson.Völlurinn var loðinn í vikunni en búið er að slá.Vísir/DaníelVísir/Daníel
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ástandið ekki nógu gott í Dalnum | Myndir Laugardalsvöllur er allur að koma til en hann verður ekki í sínu besta standi þegar landsleikur Íslands og Eistlands fer fram 4. júní. 16. maí 2014 15:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Ástandið ekki nógu gott í Dalnum | Myndir Laugardalsvöllur er allur að koma til en hann verður ekki í sínu besta standi þegar landsleikur Íslands og Eistlands fer fram 4. júní. 16. maí 2014 15:00