Bandaríkjastjórn gaf í dag út árlega mannréttindaskýrslu sína. Í henni kom fram að ástandið í Darfur væri mesta brot á mannréttindum á síðasta ári. Bandaríkin skilgreina ástandið þar sem þjóðarmorð.
Í skýrslunni var einnig komið inn á ástandið í Rússlandi en þróunin þar varðandi ábyrgð ráðherra og stjórnvalda var gagnrýnd. Þá var þróunin í Kína hörmuð en Kínverjar hafa verið að herða á aðgerðum til þess að koma í veg fyrir internetnotkun landsmanna.
Norður-Kórea komst á listann fyrir almenn mannréttindabrot og að vera eitt af fáum ríkjum sem skipulega brýtur á mannréttindum íbúa þess.
Skýrslan spurði einnig spurninga um ástandið í Bandaríkjunum sjálfum og gagnrýndi lítillega sum þeirra laga sem sett voru á eftir árásirnar þann 11. september 2001.
Ástandið batnaði þó í nokkrum löndum, eins og Líberíu, Indónesíu og Marokkó. Einnig var bent á að kosningar í Haítí og Úkraínu sem jákvæð skref í átt að virðingu fyrir mannréttindum í ríkjunum tveimur.

