Enski boltinn

Park hjá sérfræðingi í Bandaríkjunum

NordicPhotos/GettyImages
Miðjumaðurinn Ji-Sung Park hjá Manchester United er nú í Bandaríkjunum hjá sérfræðingi þar sem hann leitar sér lækninga vegna hnémeiðsla. Park hefur ekki komið við sögu hjá toppliðinu síðan í mars og mun ekki leika meira með liðinu í vor. Óttast er að hann gæti orðið allt að eitt ár frá keppni vegna meiðsla sinna. Félagi hans Louis Saha er þó að verða klár í slaginn og gæti snúið aftur gegn Everton um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×