Tvöfalt meiri sala á reiðhjólum en á sama tíma í fyrra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 22:08 Þessi mynd er tekin síðasta sumar en miðað við sölu á reiðhjólum undanfarið má gera ráð fyrir að hjólafólki fjölgi núna í vor og sumar. Vísir/Vilhelm Jón Þór Skaftason, sölustjóri hjá Erninum, segir að tvöfalt meiri sala sé á reiðhjólum nú en á sama tíma í fyrra. Hann telur að kórónuveirufaraldurinn skýri þessa auknu sölu. „Fólk hefur lítið annað að gera en að hreyfa sig úti, allar sundlaugar lokaðar og líkamsræktarstöðvar þannig að það er fátt annað að gera en að fara út að hlaupa en að hjóla,“ segir Jón Þór en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að stærsti einstaki flokkurinn sé enn þá fjallahjól þótt Íslendingar séu kannski ekki mikið að hjóla á fjöllum. „Það er svolítið fast í okkur Íslendingum að hjóla á fjallahjóli,“ segir hann. Jón Þór segir að vinsældir racer-hjóla hafi dalað frá því sem áður var. „Nýjasta „trendið“ hjá þeim sem hjóla mikið er þá tveggja dempara fjallahjól,“ segir hann en með því er hægt að komast yfir alls kyns torfærur. Vinsældir rafhjóla fara hins vegar vaxandi en slík hjól njóta vinsælda í öllum aldurshópum. Í fyrra hafi verið þreföldun í sölu rafhjóla á milli ára og nú í ár sé tvöfalt meiri sala en í fyrra. Þá segist hann sjaldan hafa séð lager verslunarinnar jafntóman og nú en verið sé að reyna að fá fleiri hjól til landsins til að mæta aukinni eftirspurn. Viðtalið við Jón Þór má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hjólreiðar Verslun Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Jón Þór Skaftason, sölustjóri hjá Erninum, segir að tvöfalt meiri sala sé á reiðhjólum nú en á sama tíma í fyrra. Hann telur að kórónuveirufaraldurinn skýri þessa auknu sölu. „Fólk hefur lítið annað að gera en að hreyfa sig úti, allar sundlaugar lokaðar og líkamsræktarstöðvar þannig að það er fátt annað að gera en að fara út að hlaupa en að hjóla,“ segir Jón Þór en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að stærsti einstaki flokkurinn sé enn þá fjallahjól þótt Íslendingar séu kannski ekki mikið að hjóla á fjöllum. „Það er svolítið fast í okkur Íslendingum að hjóla á fjallahjóli,“ segir hann. Jón Þór segir að vinsældir racer-hjóla hafi dalað frá því sem áður var. „Nýjasta „trendið“ hjá þeim sem hjóla mikið er þá tveggja dempara fjallahjól,“ segir hann en með því er hægt að komast yfir alls kyns torfærur. Vinsældir rafhjóla fara hins vegar vaxandi en slík hjól njóta vinsælda í öllum aldurshópum. Í fyrra hafi verið þreföldun í sölu rafhjóla á milli ára og nú í ár sé tvöfalt meiri sala en í fyrra. Þá segist hann sjaldan hafa séð lager verslunarinnar jafntóman og nú en verið sé að reyna að fá fleiri hjól til landsins til að mæta aukinni eftirspurn. Viðtalið við Jón Þór má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hjólreiðar Verslun Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira