Nýr útvarpsstjóri kynntur innan stundar Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2020 12:26 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra skipaði Kára Jónasson formann stjórnar en situr nú uppi með það að hann ætlar sér að taka sjálfstæða ákvörðun um hver verður útvarpsstjóri. visir/vilhelm Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. hefur ákveðið hver verður næsti útvarpsstjóri. Þetta var ákveðið á fundi í gærkvöldi. Nokkur einhugur var í stjórninni með valið, sem að endingu snerist um fjóra umsækjendur, samkvæmt heimildum Vísis.Einn stjórnarmeðlima greiddi þó ekki atkvæði með þeim sem fyrir valinu varð. Að loknu umsóknarferlinu stóðu fjórir umsækjendur eftir sem uppfylltu skilyrði sem sett voru fram í umsókn og stóðu sig vel í viðtölum. Samkvæmt heimildum Vísis er næsti útvarpsstjóri nú að ganga frá lausum endum í sinni vinnu, tilkynna samstarfsfólki sínu um að hann sé að sigla á önnur mið. Stefán Eiríksson vildi ekki tjá sig Kjarninn hefur tekið málið upp og telur sig hafa heimildir fyrir því að þeir fjórir sem valið stóð um innan stjórnar væru: Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkur og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðarhreppi. Stefán Eiríksson er borgarritari í Reykjavík en gegndi áður starfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.Reykjavík Vísir hefur rætt við bæði Kolbrúnu og Þorstein sem segjast ekki hafa fengið tilkynningu frá stjórn um að þau séu næstu útvarpsstjórar, þannig að ekki er um þau að ræða. Þá standa eftir Stefán Eiríksson og Karl Garðarsson. Ekki hefur náðst í Karl en Stefán vildi ekkert tjá sig að svo stöddu um málið og sagði að það yrði bara að koma í ljós. Upplýstu ekki um umsækjendur Talsvert hefur verið fjallað um þessa ráðningu en staðan varð óvænt laus þegar Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, ákvað að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra og fékk. Hann hafði þá nýverið skrifað undir endurnýjaðan samning við Ríkisútvarpið ohf. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ákvað að halda því leyndu hverjir sóttu um stöðuna en það hefur reynst afar umdeilt. Blaðamaður kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði að stjórninni væri þetta heimilt, að pukrast með umsækjendur. Samkvæmt heimildum Vísis er sú skoðun uppi innan stjórnar RÚV ofh. að þessi ákvörðun, sem Kári Jónasson formaður stjórnar hefur sagt að væri að ráði Capacent, hefði reynst vel að því leyti til að fram hafi komið umsækjendur sem að öðrum kosti hefðu ekki sótt um. Vísir beindi þá erindi til Umboðsmanns Alþingis sem ritaði harðort bréf til úrskurðarnefndarinnar og krafði hana um frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni. Ljóst er að umboðsmaður telur lagatúlkun sem þar er að baki véfengjanlega og er hann nú með það mál til umfjöllunar innan sinna vébanda.Fréttin var síðast uppfærð 13:45 Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. hefur ákveðið hver verður næsti útvarpsstjóri. Þetta var ákveðið á fundi í gærkvöldi. Nokkur einhugur var í stjórninni með valið, sem að endingu snerist um fjóra umsækjendur, samkvæmt heimildum Vísis.Einn stjórnarmeðlima greiddi þó ekki atkvæði með þeim sem fyrir valinu varð. Að loknu umsóknarferlinu stóðu fjórir umsækjendur eftir sem uppfylltu skilyrði sem sett voru fram í umsókn og stóðu sig vel í viðtölum. Samkvæmt heimildum Vísis er næsti útvarpsstjóri nú að ganga frá lausum endum í sinni vinnu, tilkynna samstarfsfólki sínu um að hann sé að sigla á önnur mið. Stefán Eiríksson vildi ekki tjá sig Kjarninn hefur tekið málið upp og telur sig hafa heimildir fyrir því að þeir fjórir sem valið stóð um innan stjórnar væru: Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkur og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðarhreppi. Stefán Eiríksson er borgarritari í Reykjavík en gegndi áður starfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.Reykjavík Vísir hefur rætt við bæði Kolbrúnu og Þorstein sem segjast ekki hafa fengið tilkynningu frá stjórn um að þau séu næstu útvarpsstjórar, þannig að ekki er um þau að ræða. Þá standa eftir Stefán Eiríksson og Karl Garðarsson. Ekki hefur náðst í Karl en Stefán vildi ekkert tjá sig að svo stöddu um málið og sagði að það yrði bara að koma í ljós. Upplýstu ekki um umsækjendur Talsvert hefur verið fjallað um þessa ráðningu en staðan varð óvænt laus þegar Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, ákvað að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra og fékk. Hann hafði þá nýverið skrifað undir endurnýjaðan samning við Ríkisútvarpið ohf. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ákvað að halda því leyndu hverjir sóttu um stöðuna en það hefur reynst afar umdeilt. Blaðamaður kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði að stjórninni væri þetta heimilt, að pukrast með umsækjendur. Samkvæmt heimildum Vísis er sú skoðun uppi innan stjórnar RÚV ofh. að þessi ákvörðun, sem Kári Jónasson formaður stjórnar hefur sagt að væri að ráði Capacent, hefði reynst vel að því leyti til að fram hafi komið umsækjendur sem að öðrum kosti hefðu ekki sótt um. Vísir beindi þá erindi til Umboðsmanns Alþingis sem ritaði harðort bréf til úrskurðarnefndarinnar og krafði hana um frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni. Ljóst er að umboðsmaður telur lagatúlkun sem þar er að baki véfengjanlega og er hann nú með það mál til umfjöllunar innan sinna vébanda.Fréttin var síðast uppfærð 13:45
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00
Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42
Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00