Tom Hagen í fjögurra vikna gæsluvarðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 17:58 Rannsóknarlögreglumenn gerðu húsleit á vinnustað Tom Hagen í dag og sjást hér bera gögn út í bíl. EPA/HAKON MOSVOLD LARSEN Norski auðjöfurinn Tom Hagen hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018 eða að hafa átt aðild að morðinu. Frá þessu greina norskir fjölmiðlar en Hagen var handtekinn í gær. Hann neitar sök í málinu og segir verjandi hans, Svein Holden, málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á veikum grunni. Að því er segir í frétt NRK mun Hagen vera í algjörri einangrun fyrstu tvær vikurnar en sæta bréfa,- heimsóknar- og fjölmiðlabanni allan tímann sem hann er í haldi. Í úrskurði dómstólsins segir að raunveruleg hætta sé á því að Hagen eyðileggi sönnunargögn gangi hann laus. Hann gæti þannig fjarlægt eða eyðilagt sönnunargögn á stöðum sem lögreglan hefur ekki rannsakað nú þegar eða á eftir að rannsaka nánar. Þá er einnig talin hætta á því að hann muni reyna að samræma framburð sinn við aðra sem kunna að eiga hlut að máli. Þess vegna er algjör einangrun í tvær vikur réttlætanleg að mati dómstólsins. Lögfræðingur norsku lögreglunnar, Mathias Emil Hager, biður um þolinmæði á meðan að lögreglan leggst í þær rannsóknir sem nú eru fram undan. Rannsóknin sé nú í nýjum fasa og lögreglan þurfi frið til þess að sinna næstu skrefum. Þá staðfestir Hager að þörf sé á því að yfirheyra Tom Hagen frekar. „Lykilatriðið er að skýra hvert hlutverk hans er í málinu, finna Anne-Elisabeth og komast að því hvort fleiri séu viðriðnir málið. Í stuttu máli sagt viljum við vita hver hefur gert hvað, hvernig og hvers vegna,“ segir Hager. Holden, verjandi Hagen, segir málatilbúnað lögreglunnar byggja á afar veikum grunni. Hans krafa er sú að skjólstæðingur hans verði látinn laus. Þinghald vegna gæsluvarðhaldskröfunnar hófst klukkan 12 í dag og stóð því í nokkra klukkutíma sem er ekki algengt. Hagen svaraði spurningum fyrir dómi en þinghaldið var lokað fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Anne-Elisabeth Hagen Tengdar fréttir Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Tom Hagen grunaður um morðið á Anne-Elisabeth Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni. 28. apríl 2020 08:53 Eiginmaður Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Norski auðjöfurinn Tom Hagen hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018 eða að hafa átt aðild að morðinu. Frá þessu greina norskir fjölmiðlar en Hagen var handtekinn í gær. Hann neitar sök í málinu og segir verjandi hans, Svein Holden, málatilbúnað ákæruvaldsins byggðan á veikum grunni. Að því er segir í frétt NRK mun Hagen vera í algjörri einangrun fyrstu tvær vikurnar en sæta bréfa,- heimsóknar- og fjölmiðlabanni allan tímann sem hann er í haldi. Í úrskurði dómstólsins segir að raunveruleg hætta sé á því að Hagen eyðileggi sönnunargögn gangi hann laus. Hann gæti þannig fjarlægt eða eyðilagt sönnunargögn á stöðum sem lögreglan hefur ekki rannsakað nú þegar eða á eftir að rannsaka nánar. Þá er einnig talin hætta á því að hann muni reyna að samræma framburð sinn við aðra sem kunna að eiga hlut að máli. Þess vegna er algjör einangrun í tvær vikur réttlætanleg að mati dómstólsins. Lögfræðingur norsku lögreglunnar, Mathias Emil Hager, biður um þolinmæði á meðan að lögreglan leggst í þær rannsóknir sem nú eru fram undan. Rannsóknin sé nú í nýjum fasa og lögreglan þurfi frið til þess að sinna næstu skrefum. Þá staðfestir Hager að þörf sé á því að yfirheyra Tom Hagen frekar. „Lykilatriðið er að skýra hvert hlutverk hans er í málinu, finna Anne-Elisabeth og komast að því hvort fleiri séu viðriðnir málið. Í stuttu máli sagt viljum við vita hver hefur gert hvað, hvernig og hvers vegna,“ segir Hager. Holden, verjandi Hagen, segir málatilbúnað lögreglunnar byggja á afar veikum grunni. Hans krafa er sú að skjólstæðingur hans verði látinn laus. Þinghald vegna gæsluvarðhaldskröfunnar hófst klukkan 12 í dag og stóð því í nokkra klukkutíma sem er ekki algengt. Hagen svaraði spurningum fyrir dómi en þinghaldið var lokað fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Anne-Elisabeth Hagen Tengdar fréttir Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Tom Hagen grunaður um morðið á Anne-Elisabeth Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni. 28. apríl 2020 08:53 Eiginmaður Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45
Tom Hagen grunaður um morðið á Anne-Elisabeth Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem ekkert hefur spurst til síðan í október 2018, er grunaður um morð, eða að eiga hlut að morði, á eiginkonu sinni. 28. apríl 2020 08:53
Eiginmaður Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14
Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun. 28. apríl 2020 07:14