Saksóknarar krefja embættistökunefnd Trump gagna Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2019 07:34 Mikið var um dýrðir í Washington-borg við valdatöku Trump 20. janúar 2017. Um kvöldið var fjöldi veislna og viðburða til að fagna tímamótunum. Vísir/EPA Upplýsingar um fjárframlög og útgjöld eru á meðal fjölda gagna sem saksóknarar í New York hafa krafið embættistökunefnd Donalds Trump Bandaríkjaforseta um með umfangsmikilli stefnu sem þeir hafa gefið út. Nefnd Trump safnaði 107 milljónum dollara, meira en nokkurs annars forseta í sögunni. Fjármunirnir sem embættistökunefndin safnaði voru til að standa undir kostnaði við viðburði og gleðskap í kringum embættistöku Trump í janúar árið 2017. Upphæðin sem nefndin safnaði var tvöfalt hærri en sú sem Barack Obama nurlaði saman árið 2009. Alríkissaksóknarar í suðurumdæmi New York krefjast nú fjölda skjala, meðal annars með upplýsingum um alla þá sem gáfu í sjóð nefndarinnar, birgja, verktaka, bankareikninga nefndarinnar og hvers kyns upplýsingar sem tengjast erlendum framlögum til nefndarinnar, að sögn Washington Post. Stórfyrirtæki og milljarðamæringar sem studdu Trump voru á meðal þeirra sem lögð fé í sjóði embættistökunefndarinnar. Samkvæmt bandarískum lögum mega aðeins þarlendir ríkisborgarar og fólk með dvalarleyfi láta fé af hendi rakna til nefnda sem þessarar. Talsmaður nefndarinnar segir að hún ætli sér að vera samvinnufús við saksóknarana.Möguleg fjársvik og peningaþvætti Washington Post segir að stefnan bendi til þess að saksóknararnir séu að rannsaka mögulegt samsæri um að svindla á Bandaríkjastjórn, fjársvik, rangan vitnisburð, og peningaþvætti. Sérstaklega óska saksóknararnir eftir upplýsingum um samskipti nefndarinnar við Imaad Zuberi, áhættufjárfesti í Los Angeles, og fjárfestingafyrirtæki hans Avenue Ventures. Fyrirtækið gaf nefndinni 900.000 dollara. Talsmaður hans kunni engar skýringar á hvers vegna hann væri sérstaklega nefndur í stefnunni. Rick Gates, fyrrverandi kosningastjóri Trump, er sagður hafa stýrt fjáröflun og rekstri nefndarinnar að miklu leyti. Hann hefur unnið með saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakandansa, sem rannsaka meint samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann hefur viðurkennt að hafa mögulega stolið fé frá embættistökunefndinni og játaði sök vegna ýmissa brota í febrúar í fyrra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Upplýsingar um fjárframlög og útgjöld eru á meðal fjölda gagna sem saksóknarar í New York hafa krafið embættistökunefnd Donalds Trump Bandaríkjaforseta um með umfangsmikilli stefnu sem þeir hafa gefið út. Nefnd Trump safnaði 107 milljónum dollara, meira en nokkurs annars forseta í sögunni. Fjármunirnir sem embættistökunefndin safnaði voru til að standa undir kostnaði við viðburði og gleðskap í kringum embættistöku Trump í janúar árið 2017. Upphæðin sem nefndin safnaði var tvöfalt hærri en sú sem Barack Obama nurlaði saman árið 2009. Alríkissaksóknarar í suðurumdæmi New York krefjast nú fjölda skjala, meðal annars með upplýsingum um alla þá sem gáfu í sjóð nefndarinnar, birgja, verktaka, bankareikninga nefndarinnar og hvers kyns upplýsingar sem tengjast erlendum framlögum til nefndarinnar, að sögn Washington Post. Stórfyrirtæki og milljarðamæringar sem studdu Trump voru á meðal þeirra sem lögð fé í sjóði embættistökunefndarinnar. Samkvæmt bandarískum lögum mega aðeins þarlendir ríkisborgarar og fólk með dvalarleyfi láta fé af hendi rakna til nefnda sem þessarar. Talsmaður nefndarinnar segir að hún ætli sér að vera samvinnufús við saksóknarana.Möguleg fjársvik og peningaþvætti Washington Post segir að stefnan bendi til þess að saksóknararnir séu að rannsaka mögulegt samsæri um að svindla á Bandaríkjastjórn, fjársvik, rangan vitnisburð, og peningaþvætti. Sérstaklega óska saksóknararnir eftir upplýsingum um samskipti nefndarinnar við Imaad Zuberi, áhættufjárfesti í Los Angeles, og fjárfestingafyrirtæki hans Avenue Ventures. Fyrirtækið gaf nefndinni 900.000 dollara. Talsmaður hans kunni engar skýringar á hvers vegna hann væri sérstaklega nefndur í stefnunni. Rick Gates, fyrrverandi kosningastjóri Trump, er sagður hafa stýrt fjáröflun og rekstri nefndarinnar að miklu leyti. Hann hefur unnið með saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakandansa, sem rannsaka meint samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann hefur viðurkennt að hafa mögulega stolið fé frá embættistökunefndinni og játaði sök vegna ýmissa brota í febrúar í fyrra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00