Rússland vígir kjarnorkudrifinn ísbrjót Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. maí 2019 21:11 Sibir, systurskip Úralsins. getty/Igor Russak Rússland vígði í dag ísbrjót sem knúinn er af kjarnorku. Sjósetning er hluti af metnaðarfullri áætlun Rússa um að endurnýja og stækka sjóflotann svo að hægt sé að ferðast um Norður-heimskautið og nýta til almenns flutnings. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Skipið, sem ber nafnið Úralinn, var sjósett í Sankti Pétursborg og er eitt þriggja kjarnorku knúinna skipa sem Rússland er með í smíðum og verða þau stærstu og öflugustu ísbrjótar í heiminum þegar þau verða öll tilbúin. Rússland er að byggja upp innviði sína og gera við hafnir, til að undirbúa þær fyrir þau tækifæri sem hlýnun jarðar mun hafa í för með sér. Gert er ráð fyrir að umferð um norður sjóleiðina (NSR) verði möguleg innan skamms tíma. Úralinn mun vera færður yfir til kjarnorkustofnunarinnar Rosatom, sem er í eigu rússneska ríkisins, árið 2022 eftir að tveir aðrir ísbrjótar, sem voru smíðaðir fyrir sama verkefnið og bera heitin Arktika and Sibir, verða teknir í notkun. „Úralinn ásamt systrum hennar er lykillinn að því verkefni að opna norður sjóðleiðina fyrir umferð allt árið,“ sagði Alexey Likhachev, framkvæmdarstjóri Rosatom. Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í apríl að landið væri að smíða ísbrjóta í miklum mæli í von um að auka umferð flutningaskipa verulega með fram norðurströnd landsins. Þessi aukning styrkir stöðu Rússa á norðurslóðum verulega, en þar keppast Kanada, Bandaríkin, Noregur og Kína um lykilstöðu. Putin segir að árið 2035 muni floti Rússlands á norðurslóðum meðal annars hafa starfandi 13 stóra ísbrjóta en níu þeirra muni vera kjarnorkudrifnir. Samkvæmt Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna geyma jarðgas- og olíuauðlindir norðurslóða hátt í 412 milljarða olíutunna, sem er um 22 prósent jarðgas- og olíulinda heimsins sem enn eru ófundnar. Áhöfn Úralsins mun nema 75 manns og mun skipið geta klofið allt að þriggja metra þykkan ís. Norðurslóðir Rússland Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Rússland vígði í dag ísbrjót sem knúinn er af kjarnorku. Sjósetning er hluti af metnaðarfullri áætlun Rússa um að endurnýja og stækka sjóflotann svo að hægt sé að ferðast um Norður-heimskautið og nýta til almenns flutnings. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Skipið, sem ber nafnið Úralinn, var sjósett í Sankti Pétursborg og er eitt þriggja kjarnorku knúinna skipa sem Rússland er með í smíðum og verða þau stærstu og öflugustu ísbrjótar í heiminum þegar þau verða öll tilbúin. Rússland er að byggja upp innviði sína og gera við hafnir, til að undirbúa þær fyrir þau tækifæri sem hlýnun jarðar mun hafa í för með sér. Gert er ráð fyrir að umferð um norður sjóleiðina (NSR) verði möguleg innan skamms tíma. Úralinn mun vera færður yfir til kjarnorkustofnunarinnar Rosatom, sem er í eigu rússneska ríkisins, árið 2022 eftir að tveir aðrir ísbrjótar, sem voru smíðaðir fyrir sama verkefnið og bera heitin Arktika and Sibir, verða teknir í notkun. „Úralinn ásamt systrum hennar er lykillinn að því verkefni að opna norður sjóðleiðina fyrir umferð allt árið,“ sagði Alexey Likhachev, framkvæmdarstjóri Rosatom. Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í apríl að landið væri að smíða ísbrjóta í miklum mæli í von um að auka umferð flutningaskipa verulega með fram norðurströnd landsins. Þessi aukning styrkir stöðu Rússa á norðurslóðum verulega, en þar keppast Kanada, Bandaríkin, Noregur og Kína um lykilstöðu. Putin segir að árið 2035 muni floti Rússlands á norðurslóðum meðal annars hafa starfandi 13 stóra ísbrjóta en níu þeirra muni vera kjarnorkudrifnir. Samkvæmt Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna geyma jarðgas- og olíuauðlindir norðurslóða hátt í 412 milljarða olíutunna, sem er um 22 prósent jarðgas- og olíulinda heimsins sem enn eru ófundnar. Áhöfn Úralsins mun nema 75 manns og mun skipið geta klofið allt að þriggja metra þykkan ís.
Norðurslóðir Rússland Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira