Rússland vígir kjarnorkudrifinn ísbrjót Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. maí 2019 21:11 Sibir, systurskip Úralsins. getty/Igor Russak Rússland vígði í dag ísbrjót sem knúinn er af kjarnorku. Sjósetning er hluti af metnaðarfullri áætlun Rússa um að endurnýja og stækka sjóflotann svo að hægt sé að ferðast um Norður-heimskautið og nýta til almenns flutnings. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Skipið, sem ber nafnið Úralinn, var sjósett í Sankti Pétursborg og er eitt þriggja kjarnorku knúinna skipa sem Rússland er með í smíðum og verða þau stærstu og öflugustu ísbrjótar í heiminum þegar þau verða öll tilbúin. Rússland er að byggja upp innviði sína og gera við hafnir, til að undirbúa þær fyrir þau tækifæri sem hlýnun jarðar mun hafa í för með sér. Gert er ráð fyrir að umferð um norður sjóleiðina (NSR) verði möguleg innan skamms tíma. Úralinn mun vera færður yfir til kjarnorkustofnunarinnar Rosatom, sem er í eigu rússneska ríkisins, árið 2022 eftir að tveir aðrir ísbrjótar, sem voru smíðaðir fyrir sama verkefnið og bera heitin Arktika and Sibir, verða teknir í notkun. „Úralinn ásamt systrum hennar er lykillinn að því verkefni að opna norður sjóðleiðina fyrir umferð allt árið,“ sagði Alexey Likhachev, framkvæmdarstjóri Rosatom. Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í apríl að landið væri að smíða ísbrjóta í miklum mæli í von um að auka umferð flutningaskipa verulega með fram norðurströnd landsins. Þessi aukning styrkir stöðu Rússa á norðurslóðum verulega, en þar keppast Kanada, Bandaríkin, Noregur og Kína um lykilstöðu. Putin segir að árið 2035 muni floti Rússlands á norðurslóðum meðal annars hafa starfandi 13 stóra ísbrjóta en níu þeirra muni vera kjarnorkudrifnir. Samkvæmt Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna geyma jarðgas- og olíuauðlindir norðurslóða hátt í 412 milljarða olíutunna, sem er um 22 prósent jarðgas- og olíulinda heimsins sem enn eru ófundnar. Áhöfn Úralsins mun nema 75 manns og mun skipið geta klofið allt að þriggja metra þykkan ís. Norðurslóðir Rússland Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Rússland vígði í dag ísbrjót sem knúinn er af kjarnorku. Sjósetning er hluti af metnaðarfullri áætlun Rússa um að endurnýja og stækka sjóflotann svo að hægt sé að ferðast um Norður-heimskautið og nýta til almenns flutnings. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Skipið, sem ber nafnið Úralinn, var sjósett í Sankti Pétursborg og er eitt þriggja kjarnorku knúinna skipa sem Rússland er með í smíðum og verða þau stærstu og öflugustu ísbrjótar í heiminum þegar þau verða öll tilbúin. Rússland er að byggja upp innviði sína og gera við hafnir, til að undirbúa þær fyrir þau tækifæri sem hlýnun jarðar mun hafa í för með sér. Gert er ráð fyrir að umferð um norður sjóleiðina (NSR) verði möguleg innan skamms tíma. Úralinn mun vera færður yfir til kjarnorkustofnunarinnar Rosatom, sem er í eigu rússneska ríkisins, árið 2022 eftir að tveir aðrir ísbrjótar, sem voru smíðaðir fyrir sama verkefnið og bera heitin Arktika and Sibir, verða teknir í notkun. „Úralinn ásamt systrum hennar er lykillinn að því verkefni að opna norður sjóðleiðina fyrir umferð allt árið,“ sagði Alexey Likhachev, framkvæmdarstjóri Rosatom. Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í apríl að landið væri að smíða ísbrjóta í miklum mæli í von um að auka umferð flutningaskipa verulega með fram norðurströnd landsins. Þessi aukning styrkir stöðu Rússa á norðurslóðum verulega, en þar keppast Kanada, Bandaríkin, Noregur og Kína um lykilstöðu. Putin segir að árið 2035 muni floti Rússlands á norðurslóðum meðal annars hafa starfandi 13 stóra ísbrjóta en níu þeirra muni vera kjarnorkudrifnir. Samkvæmt Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna geyma jarðgas- og olíuauðlindir norðurslóða hátt í 412 milljarða olíutunna, sem er um 22 prósent jarðgas- og olíulinda heimsins sem enn eru ófundnar. Áhöfn Úralsins mun nema 75 manns og mun skipið geta klofið allt að þriggja metra þykkan ís.
Norðurslóðir Rússland Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira