Tvær stærstu stjörnur Víkinga spila ekki í kvöld vegna ástandsins á grasinu í Egilshöllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 09:30 Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen með bikarinn sem þeir unnu með Víkingum. Með þeim á myndinni er Halldór Smári Sigurðsson. Vísir/Vilhelm Víkingar verða án tveggja sinna reyndustu og bestu leikmanna í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í kvöld en þetta staðfestir þjálfari liðsins Arnar Gunnlaugsson í viðtali við Fréttablaðið. Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru samt báðir leikfærir. Fréttablaðið segir frá því að Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen, munu ekki spila með bikarmeisturum Víkings vegna meiðslahættu á skraufþurru gervigrasinu í Egilshöll. Víkingur spilar við Íslandsmeistara KR sem hefur misst tvo í alvarleg meiðsli á gervigrasinu sem er fjögurra ára gamalt og samkvæmt þjálfurum liðanna er úr sér gengið. Því er skipuleggjandi mótsins ekki sammála. „Kári og Sölvi fá frí frá grasinu. Egilshöllin er fín þegar veður leyfir ekki annað. Þá er fínt að fara inn og spila leiki en um leið og veður og aðstæður leyfa þá þarf að vera sveigjanleiki til að færa leiki,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings við Fréttablaðið. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist hafa misst tvo leikmenn í alvarleg meiðsli „Grasið er komið til ára sinna og ég er búinn að missa tvo í alvarleg meiðsli. Það er að hluta til gervigrasinu að kenna. Ég myndi vilja færa leikina út og það er spáð góðu veðri og spila annaðhvort á Víkingsvelli eða Valsvelli,“ sagði Rúnar við Fréttablaðið. Leikmennirnir eru Emil Ásmundsson og Hjalti Sigurðsson, leikmenn KR, og hafa þeir báðir meiðst illa í Egilshöll í vetur. Emil sleit krossband og Hjalti viðbeinsbrotnaði. Þá er Finnur Tómas Pálmason einnig meiddur eftir að hafa ristarbrotnað á æfingu með skoska félaginu Rangers. Steinn Halldórsson, verkefnastjóri hjá ÍBR, segir aðspurður um grasið í Egilshöll að sé nýlegt. „Það er í góðu ásigkomulagi. Það stendur í mótsreglunum að leikirnir skulu fara fram í Egilshöll. Það er búið að borga fullt af peningum fyrir að hafa þetta þarna inni,“ sagði Steinn Halldórsson í viðtalinu við Fréttablaðið. Undanúrslit Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla í knattspynu fara fram í Egilshöllinni í kvöld. KR og Víkingur R. mætast klukkan 19.00 og strax á eftir þeim leik mætast Valur og Fjölnir klukkan 21.00.Það má sjá alla fréttina hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Víkingar verða án tveggja sinna reyndustu og bestu leikmanna í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í kvöld en þetta staðfestir þjálfari liðsins Arnar Gunnlaugsson í viðtali við Fréttablaðið. Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru samt báðir leikfærir. Fréttablaðið segir frá því að Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen, munu ekki spila með bikarmeisturum Víkings vegna meiðslahættu á skraufþurru gervigrasinu í Egilshöll. Víkingur spilar við Íslandsmeistara KR sem hefur misst tvo í alvarleg meiðsli á gervigrasinu sem er fjögurra ára gamalt og samkvæmt þjálfurum liðanna er úr sér gengið. Því er skipuleggjandi mótsins ekki sammála. „Kári og Sölvi fá frí frá grasinu. Egilshöllin er fín þegar veður leyfir ekki annað. Þá er fínt að fara inn og spila leiki en um leið og veður og aðstæður leyfa þá þarf að vera sveigjanleiki til að færa leiki,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings við Fréttablaðið. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist hafa misst tvo leikmenn í alvarleg meiðsli „Grasið er komið til ára sinna og ég er búinn að missa tvo í alvarleg meiðsli. Það er að hluta til gervigrasinu að kenna. Ég myndi vilja færa leikina út og það er spáð góðu veðri og spila annaðhvort á Víkingsvelli eða Valsvelli,“ sagði Rúnar við Fréttablaðið. Leikmennirnir eru Emil Ásmundsson og Hjalti Sigurðsson, leikmenn KR, og hafa þeir báðir meiðst illa í Egilshöll í vetur. Emil sleit krossband og Hjalti viðbeinsbrotnaði. Þá er Finnur Tómas Pálmason einnig meiddur eftir að hafa ristarbrotnað á æfingu með skoska félaginu Rangers. Steinn Halldórsson, verkefnastjóri hjá ÍBR, segir aðspurður um grasið í Egilshöll að sé nýlegt. „Það er í góðu ásigkomulagi. Það stendur í mótsreglunum að leikirnir skulu fara fram í Egilshöll. Það er búið að borga fullt af peningum fyrir að hafa þetta þarna inni,“ sagði Steinn Halldórsson í viðtalinu við Fréttablaðið. Undanúrslit Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla í knattspynu fara fram í Egilshöllinni í kvöld. KR og Víkingur R. mætast klukkan 19.00 og strax á eftir þeim leik mætast Valur og Fjölnir klukkan 21.00.Það má sjá alla fréttina hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira