Innlent

Staðfest smit í Vestmannaeyjum orðin 66 talsins

Eiður Þór Árnason skrifar
Nokkuð hefur verið um smit í Heimaey.
Nokkuð hefur verið um smit í Heimaey. Vísir/Vilhelm

Í gærkvöldi var búið að greina þrjú ný kórónuveirusmit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit þar orðin 66 talsins. Einn af þremur nýgreindum var þegar í sóttkví, er fram kemur í tilkynningu frá aðgerðastjórn Almannavarna í Vestmannaeyjum.

Stór hluti íbúa Heimaeyjar er í sóttkví en fjöldi þeirra er nú orðinn 615 og hafa 254 lokið sóttkví. Auk þess er þremur batnað eftir að hafa veikst af kórónuveirunni.

Í dag hefst skimun fyrir veirunni í Vestmannaeyjum á vegum Íslenskrar erfðagreiningar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Vestmannaeyjabæ.

Fram að þessu hefur Íslensk erfðagreining einungis skimað á höfuðborgarsvæðinu og hyggst fyrirtækið skima víðar á landinu á næstunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×