„Hjartað hökti af stað eins og díselvél á köldum vetrarmorgni“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. október 2013 15:07 Litháinn Grazvydas Lepikas vann hetjudáð um síðustu helgi í Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar þegar honum tókst að endurlífga mann sem hafði legið meðvitundarlaus í sundlauginni. Vísir greindi frá því á mánudag að Gunnar Áki Kjartansson hefði komið manninum til bjargar. Gunnar varð var við mann án meðvitundar í lauginni, þreif hann upp á sundlaugarbakkann og kallaði eftir hjálp. Lepikas brást skjótt við þegar hann sá í hvað stefndi. „Þegar ég kom að manninum þá var hann blár í kringum varirnar. Fólk stóð í kringum manninn og einn var að athuga púlsinn á honum. Það var örvænting í hópnum. Það var kona byrjuð að framkvæma skyndihjálp en hendur hennar voru ekki á réttum stað þannig að ég greip inn í,“ segir Lepikas í samtali við Vísi.Maðurinn var orðinn mjög bláleitur „Ég er menntaður dýralæknir og vissi að hver einasta sekúnda skipti sköpum. Ég setti höfuð mannsins í rétta stöðu og hóf að blása. Ég hnoðaði manninn til skiptis. Ég veit ekki hversu lengi ég gerði þetta en þetta virtist líða sem heil eilífð. Ég var orðinn mjög þreyttur og kallaði eftir hjálp frá fleirum þar sem maðurinn var orðinn mjög blár. Við vorum að missa hann. Annar strákur áttaði sig á því að ég væri að biðja hann um að blása í manninn þó ég kynni ekki íslensku. Það var mun auðveldara eftir að við vorum tveir að vinna saman. Allt í einu gerðist kraftaverk sem ég á erfitt með að lýsa. Ég fann að hjartað fór að slá á ný. Hjartað hökti af stað eins og díselvél á köldum vetrarmorgni. Mjög hægt fór hjarta mannsins að slá á ný og hann náði andanum. Okkur hafði tekist að bjarga honum.“ Eftir að hjarta mannsins fór að slá á ný þá kastaði hann upp og komst til meðvitundar. Lepikas og Gunnari Áka hafði í sameiningu tekist að bjarga manninum. Lífgunartilraunir Lepikas reyndu mikið á hann og var hann örmagna af þreyttu. Hann hélt til búningsherbergja og sat lengi á sturtugólfinu og hvíldi sig. Lögreglan náði tali af honum skömmu síðar en Lepikas var of þreyttur og stressaður til að gefa skýrslu. Lögreglan bauðst til að aðstoða Lepikas við að komast heim sem hann afþakkaði og hélt heim á leið ásamt eiginkonu sinni. Þau áttu erfitt með að festa svefn um kvöldið eftir ótrúlegan dag.Treystir sér ekki í sundlaugina Lepikas fer á hverjum degi ásamt eiginkonu sinni í líkamsræktarstöðin Actic sem er staðsett í Suðurbæjarlaug. Þau skella sér svo í laugina í kjölfarið. Á mánudag fóru þau í líkamsrækt en þegar kom að því að fara í sundlaugina átti Lepikas erfitt um vik. „Ég opnaði dyrnar að sundlauginni en lokaði henni strax aftur. Ég gat ekki stigið inn - ég er ekki tilbúinn til að fara aftur í laugina. Það eina sem skiptir þó máli er að það sé í lagi með manninn.“ Lepikas er 43 ára gamall og hefur búið hér á landi í átta ár. Hann er búsettur í Hafnarfirði ásamt eiginkonu sinni. Lepikas starfar hjá Mjólku-Vogabær. Tengdar fréttir Aðeins einn laugarvörður vaktar allt svæðið Sundlaugargestur bjargaði manni frá drukknun í sundlaug í Hafnarfirði í gær. Einn laugarvörður sér um að vakta sundlaugarsvæðið. 7. október 2013 18:30 „Tilviljun að ég var í sundlauginni“ Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. 7. október 2013 13:08 Sundlaugagestir björguðu manni frá drukknun Sundlaugagestir og starfsfólk Suðurbæjarlaugar í Hafnarfirði björguðu ungum karlmanni frá drukknun með snörum og réttum viðbrögðum. 6. október 2013 17:18 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Litháinn Grazvydas Lepikas vann hetjudáð um síðustu helgi í Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar þegar honum tókst að endurlífga mann sem hafði legið meðvitundarlaus í sundlauginni. Vísir greindi frá því á mánudag að Gunnar Áki Kjartansson hefði komið manninum til bjargar. Gunnar varð var við mann án meðvitundar í lauginni, þreif hann upp á sundlaugarbakkann og kallaði eftir hjálp. Lepikas brást skjótt við þegar hann sá í hvað stefndi. „Þegar ég kom að manninum þá var hann blár í kringum varirnar. Fólk stóð í kringum manninn og einn var að athuga púlsinn á honum. Það var örvænting í hópnum. Það var kona byrjuð að framkvæma skyndihjálp en hendur hennar voru ekki á réttum stað þannig að ég greip inn í,“ segir Lepikas í samtali við Vísi.Maðurinn var orðinn mjög bláleitur „Ég er menntaður dýralæknir og vissi að hver einasta sekúnda skipti sköpum. Ég setti höfuð mannsins í rétta stöðu og hóf að blása. Ég hnoðaði manninn til skiptis. Ég veit ekki hversu lengi ég gerði þetta en þetta virtist líða sem heil eilífð. Ég var orðinn mjög þreyttur og kallaði eftir hjálp frá fleirum þar sem maðurinn var orðinn mjög blár. Við vorum að missa hann. Annar strákur áttaði sig á því að ég væri að biðja hann um að blása í manninn þó ég kynni ekki íslensku. Það var mun auðveldara eftir að við vorum tveir að vinna saman. Allt í einu gerðist kraftaverk sem ég á erfitt með að lýsa. Ég fann að hjartað fór að slá á ný. Hjartað hökti af stað eins og díselvél á köldum vetrarmorgni. Mjög hægt fór hjarta mannsins að slá á ný og hann náði andanum. Okkur hafði tekist að bjarga honum.“ Eftir að hjarta mannsins fór að slá á ný þá kastaði hann upp og komst til meðvitundar. Lepikas og Gunnari Áka hafði í sameiningu tekist að bjarga manninum. Lífgunartilraunir Lepikas reyndu mikið á hann og var hann örmagna af þreyttu. Hann hélt til búningsherbergja og sat lengi á sturtugólfinu og hvíldi sig. Lögreglan náði tali af honum skömmu síðar en Lepikas var of þreyttur og stressaður til að gefa skýrslu. Lögreglan bauðst til að aðstoða Lepikas við að komast heim sem hann afþakkaði og hélt heim á leið ásamt eiginkonu sinni. Þau áttu erfitt með að festa svefn um kvöldið eftir ótrúlegan dag.Treystir sér ekki í sundlaugina Lepikas fer á hverjum degi ásamt eiginkonu sinni í líkamsræktarstöðin Actic sem er staðsett í Suðurbæjarlaug. Þau skella sér svo í laugina í kjölfarið. Á mánudag fóru þau í líkamsrækt en þegar kom að því að fara í sundlaugina átti Lepikas erfitt um vik. „Ég opnaði dyrnar að sundlauginni en lokaði henni strax aftur. Ég gat ekki stigið inn - ég er ekki tilbúinn til að fara aftur í laugina. Það eina sem skiptir þó máli er að það sé í lagi með manninn.“ Lepikas er 43 ára gamall og hefur búið hér á landi í átta ár. Hann er búsettur í Hafnarfirði ásamt eiginkonu sinni. Lepikas starfar hjá Mjólku-Vogabær.
Tengdar fréttir Aðeins einn laugarvörður vaktar allt svæðið Sundlaugargestur bjargaði manni frá drukknun í sundlaug í Hafnarfirði í gær. Einn laugarvörður sér um að vakta sundlaugarsvæðið. 7. október 2013 18:30 „Tilviljun að ég var í sundlauginni“ Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. 7. október 2013 13:08 Sundlaugagestir björguðu manni frá drukknun Sundlaugagestir og starfsfólk Suðurbæjarlaugar í Hafnarfirði björguðu ungum karlmanni frá drukknun með snörum og réttum viðbrögðum. 6. október 2013 17:18 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Aðeins einn laugarvörður vaktar allt svæðið Sundlaugargestur bjargaði manni frá drukknun í sundlaug í Hafnarfirði í gær. Einn laugarvörður sér um að vakta sundlaugarsvæðið. 7. október 2013 18:30
„Tilviljun að ég var í sundlauginni“ Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. 7. október 2013 13:08
Sundlaugagestir björguðu manni frá drukknun Sundlaugagestir og starfsfólk Suðurbæjarlaugar í Hafnarfirði björguðu ungum karlmanni frá drukknun með snörum og réttum viðbrögðum. 6. október 2013 17:18