Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 20:02 Það styttist í að Óskar Örn Hauksson og félagar í KR geti hafið titilvörn sína í Pepsi Max-deildinni. Myndin tengist fréttinni óbeint. VÍSIR/BÁRA Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. Jóhann setti hugmyndina fram í skýrslu sem hann birti í vetur og má nálgast hér. Kerfið sem hann stingur upp á er hugsað til þess að bæta stöðu knattspyrnufélaga í samningaviðræðum við leikmenn eða umboðsmenn þeirra, og byggir á því að óháður aðili fái upplýsingar um laun leikmanna svo hægt sé að gefa út hver meðallaun séu í hverri leikstöðu. Jóhann lýsti hugmyndinni í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport: „Liðin myndu á hverju ári skila inn hvað varnarmenn liðsins kostuðu, og hvað miðjumenn, sóknarmenn og markmenn kostuðu. Þá gæti maður séð meðallaun hjá til að mynda miðjumanni í Pepsi Max-deildinni. Þetta myndi líka gera fólki kleift að sjá hvort að launin séu að hækka frá ári til árs. Ef að það kemur mikið launaskrið, eins og gerðist hérna á árunum 2012-2017, þegar launin hækkuðu rosalega mikið í íslenskum fótbolta, þá er hægt að sporna við þessu. Þá er einhver þekking til staðar, gögn til að styðjast við, til að sjá hvað er að gerast. Þetta er ekki til staðar núna og því er erfitt að grípa inn í. Þá er fólk svolítið blint, og þá stöndum við uppi eins og í dag, með rekstarerfiðleika,“ sagði Jóhann. „Það sem að þetta myndi breyta er að þá væru félögin sjálf með eitthvað meðaltal fyrir hverja stöðu fyrir sig, og þá er mikið auðveldara að sjá fyrir sér hvað leikmannahópurinn á að kosta. Markaðurinn á Íslandi er svo smár að íslensku félögin enda alltaf á að borga hæsta mögulega verð fyrir hvern leikmann sem er á lausu, því hann rúntar á milli og tekur hæsta boði. Svo er umboðsmannaheimurinn á Íslandi líka frekar lítill svo að þeir vita í raun hvað hvert og eitt lið getur boðið. Þegar næsti leikmaður kemur vita þeir því hvaða hámarkssamningur er í boði. Þetta kerfi væri því til að gefa liðunum eitthvað vægi í þessum viðræðum,“ sagði Jóhann. Klippa: Sportið í dag - Hugmynd að nýju samningakerfi í íslenska boltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Sportið í dag Kjaramál Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. Jóhann setti hugmyndina fram í skýrslu sem hann birti í vetur og má nálgast hér. Kerfið sem hann stingur upp á er hugsað til þess að bæta stöðu knattspyrnufélaga í samningaviðræðum við leikmenn eða umboðsmenn þeirra, og byggir á því að óháður aðili fái upplýsingar um laun leikmanna svo hægt sé að gefa út hver meðallaun séu í hverri leikstöðu. Jóhann lýsti hugmyndinni í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport: „Liðin myndu á hverju ári skila inn hvað varnarmenn liðsins kostuðu, og hvað miðjumenn, sóknarmenn og markmenn kostuðu. Þá gæti maður séð meðallaun hjá til að mynda miðjumanni í Pepsi Max-deildinni. Þetta myndi líka gera fólki kleift að sjá hvort að launin séu að hækka frá ári til árs. Ef að það kemur mikið launaskrið, eins og gerðist hérna á árunum 2012-2017, þegar launin hækkuðu rosalega mikið í íslenskum fótbolta, þá er hægt að sporna við þessu. Þá er einhver þekking til staðar, gögn til að styðjast við, til að sjá hvað er að gerast. Þetta er ekki til staðar núna og því er erfitt að grípa inn í. Þá er fólk svolítið blint, og þá stöndum við uppi eins og í dag, með rekstarerfiðleika,“ sagði Jóhann. „Það sem að þetta myndi breyta er að þá væru félögin sjálf með eitthvað meðaltal fyrir hverja stöðu fyrir sig, og þá er mikið auðveldara að sjá fyrir sér hvað leikmannahópurinn á að kosta. Markaðurinn á Íslandi er svo smár að íslensku félögin enda alltaf á að borga hæsta mögulega verð fyrir hvern leikmann sem er á lausu, því hann rúntar á milli og tekur hæsta boði. Svo er umboðsmannaheimurinn á Íslandi líka frekar lítill svo að þeir vita í raun hvað hvert og eitt lið getur boðið. Þegar næsti leikmaður kemur vita þeir því hvaða hámarkssamningur er í boði. Þetta kerfi væri því til að gefa liðunum eitthvað vægi í þessum viðræðum,“ sagði Jóhann. Klippa: Sportið í dag - Hugmynd að nýju samningakerfi í íslenska boltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Sportið í dag Kjaramál Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn