Trump að öllum líkindum sýknaður á miðvikudag Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 21:08 Allar líkur eru á að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði sýknaður af ákærum um embættisbrot í öldungadeild bandaríska þingsins, eftir að republikanar felldu tillögu demókrata um að vitni yrðu kölluð til yfirheyrslu vegna málsins í gærkvöldi. Forsetanum var stefnt fyrir að þrýsta á stjórnvöld í Úkraínu að rannsaka pólitískan andstæðing hans og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Öldungardeildarþingmenn eru í raun kviðdómur í málinu en 51 repúblikani felldi tillögu um vitnisburð á móti 49 þingmönnum demókrata og tveimur repúblikönum, þeim Mitt Romney og Susan Collins. Chuck Schumer leiðtogi demókrata í öldungadeildinni segir það meiriháttar harmleik að hvorki verði hægt að leiða vitni fyrir deildina né leggja þar fram skjöl. „Einn mesti harmleikur sem nokkurn tímann hefur hent Öldungadeildina. Þjóðin mun því miður muna þennan dag þegar Öldungadeildin axlaði ekki ábyrgð sína, þegar Öldungadeildin sneri baki við sannleikanum og samþykkti sýndarréttarhöld. Ef forsetinn verður sýknaður án vitna og án skjala hefur sýknunin ekkert gildi,“ sagði Schumer eftir atkvæðagreiðsluna í gærkvöldi. Uppfært 3. febrúar 2020: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði ranglega að atkvæðagreiðslan um vitnaleiðslur hefði farið alfarið eftir flokkslínum, 53-47. Tveir repúblikanar greiddu hins vegar atkvæði með vitnum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Niðurstaðan sýni hversu margir öldungardeildarþingmenn telji sig þurfa á stuðningi Trump að halda Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir niðurstöðuna tryggja enn frekar, það sem fyrir þótti nokkuð ljóst, að Trump verði sýknaður í öldungadeildinni af ákærum um embættisbrot. 1. febrúar 2020 14:15 Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. 31. janúar 2020 23:55 Nær útilokað að vitni verði kölluð til í réttarhöldunum yfir Trump Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings urðu fyrir áfalli í nótt þegar þeim mistókst að ná nægilega mörgum atkvæðum til að hægt yrði að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump forseta sem nú fara fram. 31. janúar 2020 06:44 Réttarhöldin gegn Trump: Forseti Hæstaréttar neitaði aftur að nafngreina uppljóstrarann John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump, neitaði að lesa upp spurningu til lögmanna Trump í kvöld. 30. janúar 2020 18:48 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Allar líkur eru á að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði sýknaður af ákærum um embættisbrot í öldungadeild bandaríska þingsins, eftir að republikanar felldu tillögu demókrata um að vitni yrðu kölluð til yfirheyrslu vegna málsins í gærkvöldi. Forsetanum var stefnt fyrir að þrýsta á stjórnvöld í Úkraínu að rannsaka pólitískan andstæðing hans og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Öldungardeildarþingmenn eru í raun kviðdómur í málinu en 51 repúblikani felldi tillögu um vitnisburð á móti 49 þingmönnum demókrata og tveimur repúblikönum, þeim Mitt Romney og Susan Collins. Chuck Schumer leiðtogi demókrata í öldungadeildinni segir það meiriháttar harmleik að hvorki verði hægt að leiða vitni fyrir deildina né leggja þar fram skjöl. „Einn mesti harmleikur sem nokkurn tímann hefur hent Öldungadeildina. Þjóðin mun því miður muna þennan dag þegar Öldungadeildin axlaði ekki ábyrgð sína, þegar Öldungadeildin sneri baki við sannleikanum og samþykkti sýndarréttarhöld. Ef forsetinn verður sýknaður án vitna og án skjala hefur sýknunin ekkert gildi,“ sagði Schumer eftir atkvæðagreiðsluna í gærkvöldi. Uppfært 3. febrúar 2020: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði ranglega að atkvæðagreiðslan um vitnaleiðslur hefði farið alfarið eftir flokkslínum, 53-47. Tveir repúblikanar greiddu hins vegar atkvæði með vitnum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Niðurstaðan sýni hversu margir öldungardeildarþingmenn telji sig þurfa á stuðningi Trump að halda Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir niðurstöðuna tryggja enn frekar, það sem fyrir þótti nokkuð ljóst, að Trump verði sýknaður í öldungadeildinni af ákærum um embættisbrot. 1. febrúar 2020 14:15 Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. 31. janúar 2020 23:55 Nær útilokað að vitni verði kölluð til í réttarhöldunum yfir Trump Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings urðu fyrir áfalli í nótt þegar þeim mistókst að ná nægilega mörgum atkvæðum til að hægt yrði að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump forseta sem nú fara fram. 31. janúar 2020 06:44 Réttarhöldin gegn Trump: Forseti Hæstaréttar neitaði aftur að nafngreina uppljóstrarann John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump, neitaði að lesa upp spurningu til lögmanna Trump í kvöld. 30. janúar 2020 18:48 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Niðurstaðan sýni hversu margir öldungardeildarþingmenn telji sig þurfa á stuðningi Trump að halda Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir niðurstöðuna tryggja enn frekar, það sem fyrir þótti nokkuð ljóst, að Trump verði sýknaður í öldungadeildinni af ákærum um embættisbrot. 1. febrúar 2020 14:15
Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. 31. janúar 2020 23:55
Nær útilokað að vitni verði kölluð til í réttarhöldunum yfir Trump Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings urðu fyrir áfalli í nótt þegar þeim mistókst að ná nægilega mörgum atkvæðum til að hægt yrði að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump forseta sem nú fara fram. 31. janúar 2020 06:44
Réttarhöldin gegn Trump: Forseti Hæstaréttar neitaði aftur að nafngreina uppljóstrarann John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump, neitaði að lesa upp spurningu til lögmanna Trump í kvöld. 30. janúar 2020 18:48