Erlent

Fellibylurinn Bopha herjar á Filipseyjum

Fellibylurinn Bopha gekk á land á Mindanao á Filipseyjum í nótt og hefur þegar valdið töluverðum skaða.

Um 40.000 manns hafa verið fluttir á brott af strandsvæðinu þar sem Bopha gekk á land. Rafmagnsleysi er víða á þessu svæði, samgöngur eru í lamasessi og mikil hætta er á flóðum og aurskriðum.

Vindhraðinn mælist rúmlega 58 metrar á sekúndu og er því um fjórða stigs fellibyl að ræða, þann öflugasta sem skollið hefur á Filipseyjum í ár.

Ekki hafa borist neinar fréttir af mannfalli af völdum Bopha, enn sem komið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×